þriðjudagur, apríl 26, 2005

password

Þetta er nú alveg týpískt, maður þarf að muna 110 notendanöfn og lykilnúmer, er það bara ég eða eiga ekki fleiri í erfiðleikum með þetta? Kannski er þetta ellimerki eins og margt annað, það má ekki hreyfa sig þá þarf maður að hafa notendanafn og lykilnúmer. Það er auðvitað hægt að sameina þetta eitthvað, en fyrr má nú fyrrvera. Ég gat meira að segja ekki byrjað á þessu bloggi hérna nema hafa notendanafn og lykilorð sem ég var auðvitað búin að gleyma. En það var hægt að redda því eins og öllu öðru.

Jæja, þá er maður kominn í fullorðins manna tölu, komin á fimmtugsaldurinn og búin að ferma og allt. Reyndar bara fyrsta barnið, hin tvö eru eftir. Þetta gekk eins og í sögu, 70 manns allir í mat heima hjá okkur. Það er eins gott að maður er með stórt hús, en þetta gekk bara vel, fór vel um alla held ég.

Drengurinn var voða ánægður. Annars er hann að verða svolítill táningur, það koma svona góðir og slæmir dagar. Ég voða góð mamma bauðst til þess að keyra krakkana sem æfa með honum út að borða og svo í bíó, talaði við þjálfarann og fékk leyfi til að taka litlu systur með. Ég veit bara ekki hvert hann ætlaði, hann varð alveg svakalega móðgaður út í mig og fór í nokkurra daga fýlu. Svo var þetta ekkert svo hræðilegt held ég, ég skipti mér ekkert af þeim þegar þau voru með læti eða slíkt, lét þjálfarana alveg sjá um þetta og minn varð bara nokkuð kátur með þetta á endanum.

Erfiður aldur maður, ekki voru mín unglingsár neitt auðveld heldur segi kannski frá því seinna.

kv.

mánudagur, mars 14, 2005

Fermingarpælingar

Jæja
Þar koma að því að maður færi að blogga aftur, hef ekkert gert þetta í marga mánuði. En málið er að nú er maður að fara að ferma. OK það er í góðu lagi, við ætluðum að hafa þetta voða létt og laggott, en þetta vindur alltaf upp á sig. Ég er enginn föndrari eða puntari og kann ekkert á svoleiðis, en tengdó er voða veik fyrir slíku. Nú fór hún á laugardaginn í heimsókn til vinkonu sinnar sem var að ferma í gær og það var þvílíkt punt og skraut. Hún má alveg skreyta ef hún nennir því, en henni skal ekki takast að draga mig í slíkt.
Jæja en við ætlum að hafa veisluna heima, en buðum fullt af fólki og svo verður bara að sjá til hvort þetta kemst fyrir eða ekki. En maðurinn minn þessi elska er búinn að redda kokki, frænda sínum, og tveimur konum til að aðstoða svo fær hann lánuð borð, glös, stóla og fleira í vinnunni sinni.

Fleiri pælingar seinna.