mánudagur, mars 14, 2005

Fermingarpælingar

Jæja
Þar koma að því að maður færi að blogga aftur, hef ekkert gert þetta í marga mánuði. En málið er að nú er maður að fara að ferma. OK það er í góðu lagi, við ætluðum að hafa þetta voða létt og laggott, en þetta vindur alltaf upp á sig. Ég er enginn föndrari eða puntari og kann ekkert á svoleiðis, en tengdó er voða veik fyrir slíku. Nú fór hún á laugardaginn í heimsókn til vinkonu sinnar sem var að ferma í gær og það var þvílíkt punt og skraut. Hún má alveg skreyta ef hún nennir því, en henni skal ekki takast að draga mig í slíkt.
Jæja en við ætlum að hafa veisluna heima, en buðum fullt af fólki og svo verður bara að sjá til hvort þetta kemst fyrir eða ekki. En maðurinn minn þessi elska er búinn að redda kokki, frænda sínum, og tveimur konum til að aðstoða svo fær hann lánuð borð, glös, stóla og fleira í vinnunni sinni.

Fleiri pælingar seinna.