Jæja
Þá er enn eitt árið gengið í garð, svakalega líður tíminn hratt. Ég held að þetta verði árið með öllum fertugsafmælunum! Ég tók forskot á sæluna á síðasta ári en allar eða allavega allflestar vinkonur mínar ná þessum áfanga á þessu ári. Ég fékk meira að segja fyrsta boðskortið á nýjársdag!!
Heyr heyr Ragga, en afmælið verður um næstu helgi og ég hlakka sko mikið til.
Ella vinkona í Svíþjóð, bráðum Lúx, átti afmæli í gær, til hamingju Ella!, en hún náði hinum mikla áfanga á síðasta ári. Mér verður oft hugsað til þess er við héldum stóru þrítugs-afmælisveisluna í "sentrinu" á Kagså kollegiinu fyrir 11 árum síðan, þvílíkt fjör og fjöldi ég held að gestirnir hafi verið á annað hundraðið, enda ekki hægt að skilja neinn útundan í svona "Íslendinganýlendu"!!
Mér sýnist afmælið hjá Röggu ætla að vera mikið fjör ég held að þetta séu á þriðja tug kvenna á miðjum aldri sem ætla að sitja saman og njóta góðs matar og drykkjar í frábærum félagsskap.
Jæja nóg í bili
mánudagur, janúar 23, 2006
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)