þriðjudagur, apríl 25, 2006

Hvaða grænn ert þú?




You Are Olive Green



You are the most real of all the green shades. You're always true to yourself.

For you, authenticity and honesty are very important... both in others and yourself.

You are grounded and secure. It takes a lot to shake you.

People see you as dependable, probably the most dependable person they know.

miðvikudagur, apríl 19, 2006

Smá hugleiðing um "átak" og blogg

Jæja, nú er maður búin að segja kallinum frá blogsíðunni, þá er nú eins gott að hafa eitthvað bitastætt á henni. Eitthvað svona skemmtilegt til að fólk nenni að kíkja á þetta hjá mér. Það eru skemmtilegu síðurnar sem fólk skoðar aftur og aftur en þær fúlu gleymast bara og maður nennir ekki að kíkja á þær aftur.

Ég er svona að reyna að koma sér í gírinn með matarræðið. Blessaða átakið gekk ekkert of vel þarna síðustu vikurnar fyrir páska svo kom París og svo páskar. Nú þarf að taka á því.

Ég geri það svona einstaka sinnum að skoða blogsíður hjá svona kerlingum eins og mér sem eru í átaki. Það veitir manni mjög mikinn innblástur og ég er svona að gera mér grein fyrir því að þetta er auðvitað ekkert átak heldur á þetta að vera lífstílsbreyting. Vonandi að það takist hjá mér. Það er engin vigtun í þessari viku og var heldur ekki í þeirri síðustu, það er svona að vera með vigtunardaga á fimmtudögum.

bloggumst

þriðjudagur, apríl 18, 2006

Páskar

Jæja, þá eru þeir afstaðnir, þvílíkt, hver fann þetta súkkulaðieggjaát upp eiginlega, sælgætisframleiðendur eða hvað??

Jæja, kílóin hlaðast upp í stað þess að tínast í burtu, en svona er þetta fyrst París með sínum góða mat og víni og svo páskar.

Ég hætti mér nú ekki í vigtun fyrr en í fyrsta lagi í næstu viku það er alveg á hreinu og nú er bara að halda sig á mottunni og við rétta fæðið.

Gangi mér vel.

þriðjudagur, apríl 04, 2006

1. apríl

Afi minn á afmæli 1. apríl, alltaf í gamla daga voru aprílgabb í hádegisfréttunum, Mogganum, Alþýðublaðinu og Tímanum aðalumræðuefni afmælisins og svo biðu allir spenntir eftir 8 fréttunum á RÚV til að sjá hvað þeim hafði dottið í hug. Í dag kafna aprílgöbbin í öllum þeim fjölmiðlum, netsíðum ofl. sem í boði eru.

Ég hef svo sem aldrei hlaupið apríl svo ég muni, kannski verið send á milli herbergja en aldrei neitt alvarlegra en það.