Jæja, þá er maður fluttur með allt gengið.
Svona er þetta bara, sú stutta var nú ekki alveg sátt í síðustu viku og sagði að nýja húsið væri ljótt og hún vildi bara fara í húsið sitt í Mosó. Við reyndum að útskýra fyrir henni að nýja húsið væri líka í Mosó en það var hún nú ekki alveg að kaupa. Svo gisti hún hjá ömmu og afa á meðan flutningarnir stóðu sem hæst og fékk svo að skoða "gamla húsið" alveg tómt. Svo sá hún að allt dótið sitt, og þá segi ég sko "allt" dótið; var komið í "nýja húsið" og þá var þetta bara allt í lagi. Það fyndna var svo þegar hún spurði hvort hún færi svo í leikskólann. Æji maður fattar ekki alveg allt sem fer fram í höfðinu á þessum krílum, mín var þá þjökuð af áhyggjum yfir því að nú fengi hún ekki að fara oftar í leikskólann sinn. Ég sem hélt að ég væri að láta þennan skilnað hafa sem minnst áhrif á börnin mín og þau halda öll sínu gamla umhverfi þó að ég myndi persónulega vilja flytja sem lengst í burtu frá þessu öllu saman!
Lífið heldur áfram.
þriðjudagur, september 05, 2006
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)