Það er kominn vetur!
Búin að setja vetrardekkin undir. Mikið afskaplega er langt síðan ég bloggaði síðast, en svona er þetta stundum.
Sumarið er liðið og ég búin að fara á skátamót, norður í land í sumarbústað og skreppa í smá helgarferð til Lúxemborgar. Þetta var bara ágætt sumar eftir allt saman.
Nú er orðið dimmt þegar ég kem heim úr vinnunni og þá er soldið erfitt að fara út með hundinn nema bara í svona venjulegan göngutúr um göturnar og í bandi. Hún Tinna mín er bara ekkert voða hrifin af slíku, hún vill helst fá að hlaupa eins hratt og hún getur sem er sko miklu hraðar en ég kemst nokkurn tímann en maður verður þá að reyna að virkja krakkana þá daga sem þau eru komin snemma heim og plata þau til að skreppa út með hundinn.
Ég er með fullt af pælingum hérna sem ég verð að fara að koma á blað og vonandi tekst mér það þarf bara soldið að snúa mér í gang.
miðvikudagur, október 31, 2007
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)