Jæja, þá kom að því að maður fór í vikustopp heim til Íslands. Stundum er maður búinn að ímynda sér hlutina kannski öðru vísi en þeir raunverulega eru og það er enginn lygi að fjarlægðin geri fjöllin blá hehehe....
Nú kom ég heim seint á föstudagskvöldi ja eða eiginlega laugardagsnótt og enginn heima, stelpurnar báðar hjá pabba sínum og sonurinn á djamminu, þannig að það var aðeins hundurinn sem fagnaði mér heima... já og þvotturinn.... hehehe.... ekki nóg með það heldur er uppþvottavélin mín að klikka alvarlega, ég fékk nú mann um daginn sem ekki fann neitt að henni og greiddi ég honum rúmlega 13000 kall fyrir en hún er bara ekkert í lagi sko....
Svo kom laugardagur og hann var nú bara yndislegur, Skottan kom til mín bara fyrir klukkan 10 og knúsaði mömmu sína þvílíkt í rot hehehehe... gaman að því, svo kom nú Menntaskólastelpan og knúsaði mömmu sína líka og sama gerði nú sonurinn þegar hann vaknaði seint og um síðir hehehe....
Ég var auðvitað búin að ímynda mér stóran svona fjölskyldukvöldverð með góðum mat og einhverju spjalli, á laugardagskveldinu, en nei, nei, Menntskælingarnir mínir voru nú með önnur plön og jú við borðuðum saman en það var gert svona í einum grænum því einn átti að vera hér og annar þar ... já svona er þetta þegar börnin manns fara að lifa sjálfstæðu lífi... Já ef ég hefði nú ekki Skottuna mína þá ....
þriðjudagur, október 06, 2009
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)