Ég kláraði í strætó, á leiðinni heim, í dag alveg stórkostlega bók að mínu mati. Bókin heitir "Veronika decides to die" og ég er búin að eiga hana uppí hillu í mörg ár, en einhvern veginn ekki verið í "stuði". Höfundur bókarinnar er brasilíski rithöfundurinn Paulo Coelho sem meðal annars er höfundur bókanna "Alkemistinn" og "Ellefu mínútur", sem eru líka mjög góðar.
En bókin fjallar um hana Veroniku sem er ung, falleg, í góðri vinnu, hún á umhyggjusama fjölskyldu og hefur eiginleg allt sem ung kona getur óskað sér, en henni finnst lífið tilgangslaust og gerir tilraun til að fremja sjálfsmorð með að taka inn svefntöflur. Tilraunin mistekst og hún vaknar á geðsjúkrahúsi þar sem henni er sagt að töflurnar hafi haft svo slæm áhrif á hjarta hennar að hún geti ekki reiknað með að lifa nema í mesta lagi viku í viðbót. Hún er svo sem alveg sátt við það í upphafi, en smátt og smátt lærir hún að kunna að meta lífið. Það sem mér fannst stórkostlegt í þessari bók eru pælingarnar um geðveiki, hver er geðveikur? og hver ekki? eru allir sem ekki eru alveg eins og hinir geðveikir? Innan hælisins leyfist fólkinu að gera alls konar hluti og það getur alltaf afsakað þig með því að það sé nú geðveikt, einnig er þarna inni fólk sem er alveg heilbrigt en líkar svo vel við það að vera inni í vernduðu umhverfi hælisins þar sem það getur verið það sjálft einnig er þarna fólk sem er löngu orðið heilbrigt en er hrætt við að horfast í augu við harðan heiminn utan veggja hælisins .... Já, en afhverju erum við ekki öll soldið "geðveik" í okkar daglega lifi? við þurfum ekkert að vera öll eins, við þurfum ekkert að vera öll eins eð með sömu skoðanir, í raun högum við okkur svolítið eftir óskrifuðum reglum og í takt hmmm....
Ég er bara að spá í að verða soldið geðveik í framtíðinni.......
fimmtudagur, nóvember 19, 2009
sunnudagur, nóvember 15, 2009
Loftkastalinn sem var sprengdur!
Já ég var nefnilega að lesa bók, þriðju bókina í svokölluðum Millenium bókaflokki eftir Stig Larsson. En ég las hana á dönsku og heitir hún þar "Luftkastellet der blev sprængt" ég hef ekki hugmynd um hvað hún kemur tilmeð að heita á íslensku. En þessar bækur hafa algjörlega tekið mig með trompi og ég varð eiginlega hálfsár þegar ég kláraði síðustu bókina og óskaði þess eiginlega að ég ætti eftir að lesa þessar bækur hehehe...
Það sem ég hef áhyggjur af núna er að ég á bara tvær bækur eftir af þeim bókum sem ég kom með hingað út, og þær heita "Veronica decides to die" og "Áður en ég dey"... hmmm... mætti halda að dauðinn væri mér eitthvað ofarlega í huga, en svo er nú alls ekki bara soldið fyndið, því sérstaklega bókin um Veronicu er bók sem var mælt með við mig fyrir mörgum árum síðan og ég er búin að eiga hana uppí hillu þó nokkuð lengi en svona er þetta bara.....
laugardagur, nóvember 14, 2009
Myndarlegir Norðmenn
Það er eitt sem ég tek eftir hér í Noregi, en það eru karlmennirnir hmmm... Mikið afskaplega eru margir myndarlegir karlmenn hér;) Norðmenn leggja mikið uppúr hreyfingu og heilsu og það sést alveg, þeir eru kannski ekki mikið að elta einhverja tískustrauma en samt, þeir eru í sporttískunni og þeir klæðast merkjavöru þegar kemur að íþróttafatnaði. Já en strákarnir hérna eru alveg gullfallegir og ef ég væri tuttugu árum yngri yrði ég ásfangin á hverjum degi sko bara á leiðina í vinnuna. Karlmenn á miðjum aldri halda sér lika bara helv. vel finnst mér allavega þeir sem ég sé í sjónvarpinu og í séð og heyrt hehehe... en sama má svo sem segja í vinnunni alveg fullt af þeim. Ég ætla ekki að dæma um það hvort karlar séu eitthvað fallegri hér en heima, kannski er ég bara með augun betur opin hér og svo er maður alltaf að sjá nýja menn, heima hefur maður séð þessa menn svo oft áður að maður er kannski bara hættur að taka eftir þeim hehehe...
mánudagur, nóvember 09, 2009
Strætó!
Hérna heima á Íslandi er maður löngu hættur að nota strætó, en hér í Bergen er þetta eina farartækið sem ég hef aðgang að ;)
Venjulega fer ég á sama tíma í vinnuna á morgnana og tek sama strætó og þar má sjá ýmsa kynlega kvisti, eins og heima á Íslandi eru það aðallega unglingar og útlendingar sem nota strætó hér auk nokkurra svona "venjulegra" kvenna og karla sem líta á þetta sem sparnað í stað þess að fá sér bíl númer tvö.
En á þessum sama tíma og ég fara í strætó, eldri kona með hækju, stúlkan frá austurevrópu einhvers staðar sem alltaf talar í símann, á hverjum einasta morgni kemur hún hlaupandi í strætóskýlið með símann á eyranu, hún talar í símann á meðan hún bíður eftir strætó, talar í símann alla leið að umferðarmiðstöðinni þar sem við skiptum um vagn og svo fer hún úr strætó nokkru á undan mér og enn er hún í símanum talandi eitthvað óskiljanlegt tungumál.
Svo er þarna huggulegi ungi sköllótti maðurinn, maðurinn í frakkanum með stresstöskuna, ungi strákurinn í vinnugallanum og unga konan sem sennilega er kennari við Söreide skóla og miðaldra huggulega konan í fínu kápunni hehehe... já já, svo eru það krakkarnir sem eru á leið í skólann, held að þau séu á leið í einhvern menntaskóla, sem ég veit ekki alveg hvar er staðsettur.
Í morgun var ég þreytt, enda ekkert skrítið, gærdagurinn fór í flugferðir og bið, ég var ekki komin hér inn fyrr en seint og ákvað að sofa aðeins lengur og taka strætóinn aðeins seinna í vinnuna, jú jú það gekk eftir, þegar ég kom á umferðarmiðstöðina var nægur tími ja sem betur fer ef allt hefði verið eðlilegt því snillunum á umferðarmiðstöðinni hafði dottið í hug að rugla öllum staðsetningum og fólk var þarna hlaupandi á milli palla að leita að sínum vagni hehehe... en jú jú ég var á réttum palli en mig grunar að strætóbílstjórinn hafi ekki fundið þann rétta því enginn kom vagninn og við vorum nokkur sem biðum og biðum og biðum og biðum ooog biðum og .... já já það kom enginn vang fyrr en sá næsti átti að koma alveg hálftíma seinna púff.... jæja en svona er þetta sem betur fer lá mér ekkert á í vinnuna og gat unnið aðeins lengur til að vinna upp daginn hehehehe....
Venjulega fer ég á sama tíma í vinnuna á morgnana og tek sama strætó og þar má sjá ýmsa kynlega kvisti, eins og heima á Íslandi eru það aðallega unglingar og útlendingar sem nota strætó hér auk nokkurra svona "venjulegra" kvenna og karla sem líta á þetta sem sparnað í stað þess að fá sér bíl númer tvö.
En á þessum sama tíma og ég fara í strætó, eldri kona með hækju, stúlkan frá austurevrópu einhvers staðar sem alltaf talar í símann, á hverjum einasta morgni kemur hún hlaupandi í strætóskýlið með símann á eyranu, hún talar í símann á meðan hún bíður eftir strætó, talar í símann alla leið að umferðarmiðstöðinni þar sem við skiptum um vagn og svo fer hún úr strætó nokkru á undan mér og enn er hún í símanum talandi eitthvað óskiljanlegt tungumál.
Svo er þarna huggulegi ungi sköllótti maðurinn, maðurinn í frakkanum með stresstöskuna, ungi strákurinn í vinnugallanum og unga konan sem sennilega er kennari við Söreide skóla og miðaldra huggulega konan í fínu kápunni hehehe... já já, svo eru það krakkarnir sem eru á leið í skólann, held að þau séu á leið í einhvern menntaskóla, sem ég veit ekki alveg hvar er staðsettur.
Í morgun var ég þreytt, enda ekkert skrítið, gærdagurinn fór í flugferðir og bið, ég var ekki komin hér inn fyrr en seint og ákvað að sofa aðeins lengur og taka strætóinn aðeins seinna í vinnuna, jú jú það gekk eftir, þegar ég kom á umferðarmiðstöðina var nægur tími ja sem betur fer ef allt hefði verið eðlilegt því snillunum á umferðarmiðstöðinni hafði dottið í hug að rugla öllum staðsetningum og fólk var þarna hlaupandi á milli palla að leita að sínum vagni hehehe... en jú jú ég var á réttum palli en mig grunar að strætóbílstjórinn hafi ekki fundið þann rétta því enginn kom vagninn og við vorum nokkur sem biðum og biðum og biðum og biðum ooog biðum og .... já já það kom enginn vang fyrr en sá næsti átti að koma alveg hálftíma seinna púff.... jæja en svona er þetta sem betur fer lá mér ekkert á í vinnuna og gat unnið aðeins lengur til að vinna upp daginn hehehehe....
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)