mánudagur, febrúar 27, 2006

Gamlir vinir

Ég átti einu sinni vinkonu. Við vorum svona ekta vinkonur eins og þær gerast bestar, gerðum allt saman. Við gengum nú reyndar ekki svo langt að ganga í eins fötum en næstum því. Við áttum margt sameiginlegt, báðar vorum við frekar sjálfstæðar, ákveðnar ungar konur. Okkur gekk vel í skóla og vorum svona frekar vinsælar stúlkur. Ósköp eðlilegar stúlkur báðar vorum við frekar lágvaxnar í gaggó og svona í saklausari kantinum.

Við fórum nú samt í partý saman og sátum aftan á mótorhjólum vina okkar. Við drukkum nú ekki áfengi á þessum tíma né reyktum en vorum nú samt alltaf með. Við spiluðum bridds!

Hvað gerðist?

Önnur okkar eignaðist kærasta í lok 9 unda bekkjar (það var þegar grunnskólinn var upp í 9 unda bekk en ekki 10 eins og núna)og svo fórum við í sitt hvorn framhaldsskólann.

Við héldum nú áfram þó nokkru sambandi en ekkert eins og áður. Við fórum báðar út sem skiptinemar (reyndar í sitt hvort landið) og fitnuðum um 15+ kíló hvor í sínu landi. Við skrifuðumst á.

Við týndum hvor annarri!!

Meira seinna.

Engin ummæli: