Þessir dagar eru pínu erfiðir. Ég sé fram á að vera að skilja, ég sem var svo bjartsýn í síðustu viku, hélt að kallinn væri að sjá ljósið og "afruglast" en svo er víst ekki og nú er búið að panta tíma hjá Sýslumanni.
Ég er frábærlega sett og get alveg talað um þetta við alla, þ.e. vinnufélaga og fjölskyldu að því leyti er ég betur sett en margar og allir eru með góð ráð sem flest hljóða uppá það að ég sé svo frábær manneskja og hann sé búinn að fara svo illa með mig að ég eigi nú bara ekki að láta bjóða mér uppá þessa framkomu og halda áfram með lífið.
Þetta er nefnilega auðveldara að segja en gera, hvernig pakkar maður 19 árum já 19 árum ofan í kassa og segja bara þetta er búið haltu áfram?
Ég veit að ég verð ekki í vandræðum fjárhagslega er í ágætri vinnu og ekki með neina pakka á bakinu, ég veit líka að ég get örugglega náð mér í annan kall svona flott og frábær sem ég er! En samt, þessi tengsl eru ótrúlega sterk, fullt af hans fjölskyldu eru góðir vinir mínir, tengdaforeldrarnir eru frábærir og allt!
Ég er kannski að láta þetta vaxa mér um höfuð. En það þarf að selja draumahúsið, húsið sem við ætluðum að eiga þangað til börnin væru farin að heiman, það þarf að skipta upp eigunum, hvað er mitt og hvað er þitt? Við erum búin að vera saman það lengi að það eru engar einkaeigur, bankareikningarnir, visakortinn, það er allt sameiginlegt!
Samskiptin við börnin, hann tók litla skottið og leyfði henni að gista hjá sér aðfaranótt fimmtudags, ég fór með stóru börnin í bíó sáum "Da Vinci Code" ég saknaði litla skottsins framan af degi í gær.
Hún sagði við pabba sinn, "Hvar erum við þetta er ekki heima hjá okkur!" Svo þegar pabbi hennar var að pakka sænginni hennar í gærmorgun, fór hún að rúlla upp sænginni hans pabba til að taka með heim!!
Frídagarnir eru verstir, það er bara þannig að virkir dagar eru svo fullir af verkefnum að maður dettur ekki í neina þvælu maður fer bara í gegn um daginn en svo koma frídagarnir og þá er best að hafa fullt að gera.
Í gær fór ég eldsnemma að heiman vann í rúman klukkutíma, tók mig svo til og hjólaði inn í Grafarvog að Egilshöll, taldi allar flöskurnar í bílskúrnum og fór með í Sorpu, tók blaðabunkann og sorteraði fór líka með blöðin í Sorpu, þreif annað baðherbergið þurrkaði af í stofunni, fór í búð, las öll blöðin í ræmur, leysti 3* SUDOKU í Mogganum, bjó til Lasagna og horfði svo á eina mynd í DVD og þessu náði ég öllu fyrir kvöldmat!!
Jæja nóg í bili.
Munið svo að kjósa rétt á morgun!!
föstudagur, maí 26, 2006
fimmtudagur, maí 18, 2006
Kíló og markmið.
Jæja,
Loksins hafðist það, þ.e. þetta með kílóin og markmiðin.
Fór undir fyrsta þrepið.
Annars allt í smá mínus, maður er í þvílíkum rússíbana tilfinningalega þessa dagana. Svo líða dagar og vikur og maður siglir þetta áfram. Ég og kallinn fórum til ráðgjafa áðan, mér líst mjög vel á hana, gott að tala við hana. En við erum ekki í þessu með sama markmiði. Ég vil að þetta hjónaband lifi en hann ekki eða þannig. Hann er að senda svo misvísandi skilaboð að það hálfa væri nóg og alltaf fell ég fyrir því og held að hann sé nú að átta sig.
Ég hef engar áhyggjur af því að ég eigi ekki eftir að reddast fjárhagslega, ég hef heldur ekki áhyggjur af því að ég eigi ekki eftir að eignast annan kall, en mér finnst þetta bara óþarfi þegar ég elska minn kall og er alveg viss um það að ég yrði ekkert hamingjusamari með nýjan. Þar að auki þyrfti maður að díla þetta með stjúptengsl og pabbahelgar skipta jólum, páskum, sumarfríum. Mér finnst þetta bara ömurlegt!!
Ömurlegt!
Loksins hafðist það, þ.e. þetta með kílóin og markmiðin.
Fór undir fyrsta þrepið.
Annars allt í smá mínus, maður er í þvílíkum rússíbana tilfinningalega þessa dagana. Svo líða dagar og vikur og maður siglir þetta áfram. Ég og kallinn fórum til ráðgjafa áðan, mér líst mjög vel á hana, gott að tala við hana. En við erum ekki í þessu með sama markmiði. Ég vil að þetta hjónaband lifi en hann ekki eða þannig. Hann er að senda svo misvísandi skilaboð að það hálfa væri nóg og alltaf fell ég fyrir því og held að hann sé nú að átta sig.
Ég hef engar áhyggjur af því að ég eigi ekki eftir að reddast fjárhagslega, ég hef heldur ekki áhyggjur af því að ég eigi ekki eftir að eignast annan kall, en mér finnst þetta bara óþarfi þegar ég elska minn kall og er alveg viss um það að ég yrði ekkert hamingjusamari með nýjan. Þar að auki þyrfti maður að díla þetta með stjúptengsl og pabbahelgar skipta jólum, páskum, sumarfríum. Mér finnst þetta bara ömurlegt!!
Ömurlegt!
fimmtudagur, maí 11, 2006
Your Life Path Number is 9 |
Your purpose in life is to make the world better You are very socially conscious and a total idealist. You think there are many things wrong with the world, and you want to fix them. You have a big idea of how to world could be, and you'll sacrifice almost anything to work towards this dream. In love, you can easily see the beauty in someone else. And you never cling too tightly. You are capable of great love, but it's hard for you to focus your love on one person or relationship. You have a lot of outward focus, and you tend to blame the world for your failures. You are often disappointed by the realities of life - it's hard for you to accept the shortcomings of the world. |
Your Birthdate: January 5 |
You have many talents, and you are great at sharing those talents with others. Most people would be jealous of your clever intellect, but you're just too likeable to elicit jealousy. Progressive and original, you're usually thinking up cutting edge ideas. Quick witted and fast thinking, you have difficulty finding new challenges. Your strength: Your superhuman brainpower Your weakness: Your susceptibility to boredom Your power color: Tangerine Your power symbol: Ace Your power month: May |
You Are 60% Open Minded |
You are a very open minded person, but you're also well grounded. Tolerant and flexible, you appreciate most lifestyles and viewpoints. But you also know where you stand firm, and you can draw that line. You're open to considering every possibility - but in the end, you stand true to yourself. |
fimmtudagur, maí 04, 2006
Vigtin og skilnaðir
Jæja, loksins þorir maður að koma hér inn með nýjar vigtunartölur, þetta er búið að vera ferlega lélegt hjá mér, en er að vona að ég sé að komast í gang aftur, ekki veitir af núna þegar maður er að verða "single". Já þið lásuð rétt, kallinn tók pokann sinn og fór síðastliðinn föstudag. Eftir situr maður lítill og sár.
Mér finnst reyndar að þetta sé skárra og skárra eftir því sem dagarnir líða, þetta verður kannski orðið bara allt í lagi svona árið 2010! Jaaá en bara kannski.
Ég ætlaði nú ekkert að fara að rekja söguna hér, enda kannski einhverjir sem lesa þetta hérna sem þekkja hana.
En eitt skal ég segja ykkur það er hrikalegt fyrir "egóið" að vera skilinn eftir fyrir aðra konu. Skora á ykkur strákar og stelpur að láta framhjáhald og daður alveg vera ef þið eruð í föstu sambandi!!
kv.
ein sár og svekkt.
Mér finnst reyndar að þetta sé skárra og skárra eftir því sem dagarnir líða, þetta verður kannski orðið bara allt í lagi svona árið 2010! Jaaá en bara kannski.
Ég ætlaði nú ekkert að fara að rekja söguna hér, enda kannski einhverjir sem lesa þetta hérna sem þekkja hana.
En eitt skal ég segja ykkur það er hrikalegt fyrir "egóið" að vera skilinn eftir fyrir aðra konu. Skora á ykkur strákar og stelpur að láta framhjáhald og daður alveg vera ef þið eruð í föstu sambandi!!
kv.
ein sár og svekkt.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)