fimmtudagur, júní 08, 2006

Ferlið

Jæja, næg verkefni svona í þessu ferli sem við erum í.

Fengum fasteignasala í heimsókn í fyrradag, ágætis kunningi okkar og hann sagði að skilnaðir héldu hjólum efnahagslífsins gangandi. OK. Það er nefnileg þannig ef hjón skilja kemur yfirleitt út úr því, ein sala hjá fasteingasalanum og tvö kaup, reyndar í þessum skilnaði eru það tvær sölur og fjögur kaup en það er nú önnur saga!! Jæja svo kostaði það uþb. 30% meira að reka 2 heimili heldur en eitt þannig að þetta skilaði sér sko út í þjóðfélagið.

Niðurstaðan er sú að ég er að skilja til að halda hjólum efnahagslífsins gangandi. Flott hjá mér.

Svo fórum við til prestsins í gær, presturinn er fínn. Það er örugglega próf í því í guðfræði hvað menn eru góðir í mannlegum samskiptum, þeir eru ótrúlegir þessir menn og ekki gleyma konur sem eru í þessu starfi. Enda deila þeir gleði- og sorgarstundum með fólki daglega.

Jæja en við fengum vottorðið sem þarf að sýna hjá sýslumanni í næstu viku þegar við förum þangað.

Life goes on!

Engin ummæli: