föstudagur, ágúst 04, 2006

Pælingar

Kannski maður reyni að blogga soldið oftar hér, þá eru allavega meiri líkur á að fólk nenni að lesa hjá manni þessar pælingar sem settar eru á blað eða ekki þ.e. á tölvuskjá.

Ég reyndi að taka ákvörðun í gær, ég ætla ekki að hugsa um það að kallinn vilji kannski koma heim.

Þið megið ekki miskilja mig, ég vil auðvitað fá hann heim, allavega ennþá, en hann er bara svo ruglaður þessa dagana. Svo gengur heldur ekki að byggja okkar samband upp núna, við erum bæði í tilfinningalegri rúst og verðum bæði að taka okkur saman í andlitinu. Einnig þurfum við að standa bæði á eigin fótum áður en hugsanlega væri hægt að gera eitthvað í því að reisa sambandi við.

Það eru ýmsir hlutir sem hann þarf að gera áður en hægt er að hugsa um það og hvað þá tala um það að hann sé á leiðinni heim og hann virðist bara ekki hafa sig í þá. Ég veit ekki alveg hvað er að honum, það virðist vanta bein í nefið á honum, hann þorir ekki. Ég trúi því bara ekki að hann sé svona mikill aumingi og gunga!!

En allavega ef ég næ mér ekki upp úr þessari lægð og það með hraði er ég komin á sama stað og ég var í ágúst í fyrra sem er ekki æskilegur staður. En þá væri ég aftur bara farin að bíða eftir því að hann geri eitthvað og taki einhverjar ákvarðanir, sem hann virðist vera algjörlega óhæfur til að gera. Hvað varð eiginlega um manninn minn??

jæja nóg í bili.

Engin ummæli: