Nótt eina dreymdi mann draum. Honum fannst sem hann væri á gangi eftir ströndu með Drottni. Í skýjum himins flöktu myndir úr lífi mannsins. Við hverja mynd greindi hann tvenns konar fótspor í sandinum, önnur hans eigin, og hin Drottins. Þegar síðasta myndin birtist fyrir augum hans,leit hann um öxl á sporin í sandinum. Hann
tók eftir því að víða á leiðinni voru aðeins ein spor. Hann sá einnig að það var á þeim augnablikum Lífsins, sem hvað erfiðust höfðu reynst.
Þetta olli honum miklu hugarangri og hann tók það ráð að spyrja Drottinn hverju þetta sætti.
“ Drottinn, þú sagðir að þegar ég hefði ákveðið að fylgja þér, myndir þú ganga alla leiðina í fylgd með mér. En ég hef tekið eftir að meðan á erfiðustu stundum lífs míns hefur staðið, eru bara ein fótspor í sandinum. Ég get ekki skilið hvernig þú gast fengið af þér að skilja mig eftir einan þegar ég þarfnaðist þín mest ”.
Drottinn svaraði: “Þú dýrmæta barn mitt.Ég elska þig og myndi aldrei skilja þig eftir eitt. Á meðan þessir erfiðu tímar lífs þíns liðu – þar sem þú sérð aðeins ein fótspor – Var það ég sem bar þig “.
Mary Stevenson (f. 1922 d. 1999)
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli