mánudagur, júní 15, 2009

7 tindar!


Helgin var nokkuð merkt af 7 tinda göngu skátanna alls 37 km. Gelgjan fór af stað kl. 10:00 á laugardagsmorguninn og gekk fram á kvöld þ.e. til kl. 22:00 er þau tóku næturpásu og svo voru síðustu tveir tindarnir kláraðir á sunnudagsmorgun og komið aftur að skátaheimilinu kl. 10:00. Þ.e. 7 tindar á 24 tímum. Þetta er í þriðja sinn sem skátarnir fara þessa leið og hafa krakkarnir safnað áheitum til að fjármagna skátamót og ferðir sumarsins.
Þessi ganga tókst bara mjög vel og komu allir nokkurn vegin heilir heim ef frá eru talin nokkur hælsæri. Tinna mín þ.e. tíkin fór með alla 7 tindana og er hún enn alveg lurkum lamin en náði að vinna hug og hjörtu krakkana eins og henni er lagið og þau tóku ekki annað í mál en að hún færi alla leið með þeim.
Ég hefði svo gjarnan viljað ganga með þeim og ætla að stefna að því að gera það næst, en vegna hnémeiðsla sem hafa verið að hrjá mig í vor treysti ég mér ekki með í þetta sinn.
Um leið og þessi ganga fór fram fór fram svokallað 7 tinda hlaup sem skátarnir skipulögðu í samráði við björgunarsveitina. Minn laugardagur fór að mestu í að vinna við þetta hlaup, vera við vatnspóst og stjórna umferð bæði manna og bíla.
En krakkarnir voru samt langflottust!

mánudagur, júní 08, 2009

Hinar fjórar fræknu!

Var í yndislegu húsmæðraorlofi um helgina. Fórum 3 vinkonurnar að heimsækja þá fjórðu í hinni frægu grúbbu "Fjórar fræknu". Flugum til Dusseldorf aðfaranótt fimmtudags og lentum kl. 6:00 um morguninn, þetta var jómfrúarferð áætlanaflugs Icelandair svo við fengum kampavín í flugvélinni. Aðeins voru 35 manns í vélinni, næstum því aðeins við og golfhópur, þannig að hver og einn fékk bekk fyrir sig. Við tókum bílaleigubíl þaðan til Lúxemborgar, vorum hálfósofnar komnar til Lúx um hálfellefuleytið þar sem beið okkar glæsilegur "brunch" að hætti Ellu minnar. Ég ætla nú ekki að rekja hér ferðasöguna frá A-Ö, en segja má að nóg var drukkið af hvítvíni og freyðivíni, skemmtanalífið skannað og strákarnir mældir út hehehe...

Soffía frænka leiddi okkur á réttar brautir með sinni hljómfögru röddu (svona garmin). "Make an U-turn as soon as possible!" Svo koma svona gullkorn ferðarinnar.

"Glosstime...."
"Vá stelpur sko, nú er ég hætt að trúa henni Soffíu"
"Hin rosalega Patricia"
"Við erum retired og erum svona soldið í Charity..."
"Halla "secretaðu" þennan uppá flugvöll"
"Sko það er búið að breyta þessu síðan Soffía frænka var hér síðast..."
"Stelpur sjáiði þennan á vinstir hönd"
"I'm the wingman"
"Hvert erum við komnar eiginlega... (þá vorum við komnar á sveitaflugvöll í Mönstengladbach, því Soffía fann ekki alþjóðaflugvöllinn í Drusluþorpi)!"
"Við "krössuðum" parýið og nú ætlum við að "krassa" tertuna!"
"Vá ef ég væri svona 20 árum yngri"
"Halla secretaðu stæði"
"Ég versla ekki í svona konubúðum"
"Við erum orðnar þyrstar"
"Hvernig geta þessar konur gegnið um á þessum líka háu hælum á þessum ójöfnu strætum hér?"
"You lost your chance I'm a lovely guy!!!"
"Nú erum við komnar á veg sem heitir K-176.... við erum aðallega búnar að vera á A og B vegum... hvað þýðir það eiginlega?? (var svona einbreiður stígur sem þræddi okkur smá "detour" um sveitir, þorp og skóga Þýskalands)"
"Hvort eigum við að fara í tangó eða techno?"
"Vá þau eru yndisleg (amma og afi voru mætt á technostaðinn til að fá sér snúning)"
"Erum við svangar?"
"Við þurfum að fá okkur svona einkennisbúning!"
"Tröppur, tröppur og meiri tröppur"

Margt fleira var svo sem sagt og gert eins og þið getið rétt ímyndað ykkur, kannski bæti ég einhverju við hér þegar mér dettur það í hug og þegar víman rennur af mér og hugurinn fer að hugsa rökrétt á ný!!