mánudagur, júní 15, 2009
7 tindar!
Helgin var nokkuð merkt af 7 tinda göngu skátanna alls 37 km. Gelgjan fór af stað kl. 10:00 á laugardagsmorguninn og gekk fram á kvöld þ.e. til kl. 22:00 er þau tóku næturpásu og svo voru síðustu tveir tindarnir kláraðir á sunnudagsmorgun og komið aftur að skátaheimilinu kl. 10:00. Þ.e. 7 tindar á 24 tímum. Þetta er í þriðja sinn sem skátarnir fara þessa leið og hafa krakkarnir safnað áheitum til að fjármagna skátamót og ferðir sumarsins.
Þessi ganga tókst bara mjög vel og komu allir nokkurn vegin heilir heim ef frá eru talin nokkur hælsæri. Tinna mín þ.e. tíkin fór með alla 7 tindana og er hún enn alveg lurkum lamin en náði að vinna hug og hjörtu krakkana eins og henni er lagið og þau tóku ekki annað í mál en að hún færi alla leið með þeim.
Ég hefði svo gjarnan viljað ganga með þeim og ætla að stefna að því að gera það næst, en vegna hnémeiðsla sem hafa verið að hrjá mig í vor treysti ég mér ekki með í þetta sinn.
Um leið og þessi ganga fór fram fór fram svokallað 7 tinda hlaup sem skátarnir skipulögðu í samráði við björgunarsveitina. Minn laugardagur fór að mestu í að vinna við þetta hlaup, vera við vatnspóst og stjórna umferð bæði manna og bíla.
En krakkarnir voru samt langflottust!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Játs - þau voru sko langflottust - þau og Tinna
Skrifa ummæli