Hér í Bergen hefur rignt næstum látlaust í rúma viku. Auðvitað er ég búin að fjárfesta í regnhlíf, enda þýðir ekkert annað, jafnvel þó að maður sé í góðum regnjakka þá nær maður einvhern veginn að verða blautur.
Vinnuvikan gekk bara nokkuð vel fyrir sig, bara leið ótrúlega hratt og nú eru bara 5 dagar þar til ég kem heim, ja eða 4 eftir því hvernig maður telur hehehe....
Fór í bíó á föstudag og sá myndina "Inglorious Basterds", þar sem hinn ofurkynþokkafulli Brad Pitt fer á kostum með Tenessee hreiminn, alveg stórkostlegur, sérstaklega þegar hann talaði ítölsku hehehe.... Það var búið að mæla mikið með þessari mynd við mig og var það algjörlega verðskuldað, en ég bjóst ekki við svona grófu ofbeldi en áttaði mig auðvitað um leið þegar ég sá að Quentin Tarantino væri leikstjórinn, enda hefur hann leikstýrt myndum eins og Kill Bill vol 1 og 2, Pulp Fiction og Reservoir Dog, sem eru nú ekkert sunnudagaskóla efni. En allavega skemmti ég mér stórvel á þessari mynd og get mælt með henni við hvern sem er sem þolir smá blóð og ógeðslegheit hehehe....
Gærdagurinn fór nú frekar í rólegheit, flæktist um á netinu, reyndi að vinna smá, verslaði og fór svo til frænku minnar í mat, dagurinn í dag var enn rólegri, ekki var hægt að flækjast á netinu vegna mjög svo óstabíls sambands hérna í húsinu, heyrði reyndar í stelpunum mínum á milli þess sem netið datt út, þreif svo íbúðina.. alla 37 fermetrana og las, er langt komin með bókina um stúlkuna sem lék sér að eldinum (á norsku auðvitað) auk þess sem ég veiti mér þann lúxus að kaupa hér tímaritið "Se og Hör" sem er auðvitað nauðsynlegt sjónvarpsdagskráinnar vegna og svo er auðvitað skylda að kaupa slík blöð til að komast inn í það hverjir skipta máli í norsku samfélagi hehehe... og vera auðvitað viðræðuhæfur í hádeginu hmmm.....
sunnudagur, september 27, 2009
mánudagur, september 21, 2009
Hvenær ætla menn eiginlega að átta sig!!!!
Jáhá... Davíð Oddsson næsti ritstjóri Moggans.... dísus... ætlar þessi maður aldrei að átta sig á því að hans tími er löngu liðinn...
Reikna með að það verði mitt fyrsta verk að segja blessuðum Mogganum upp þegar ég kem heim næst.
Reikna með að það verði mitt fyrsta verk að segja blessuðum Mogganum upp þegar ég kem heim næst.
Bókarýni - Myrká
Já, nú ætti maður að hafa tíma til að lesa... ekki satt? Allavega er búin að klára eina bók síðan ég kom hingað, en er líka auðvitað búin að lesa norsk dagblöð og hið norska "Se og Hör" maður er auðvitað ekki maður með mönnum nema fylgjast með slúðrinu og svo er þetta nú líka soldið praktískt ef mann langar eitthvað að horfa á sjónvarpið.
En bókin sem ég kláraði er bókin "Myrká" eftir Arnald. Yfirleitt finnst mér bækur eftir Arnald alveg ágætar og þessi olli mér engum vonbrigðum, frekar en fyrri bækur hans. Hann lýsir einhvern vegin svo vel hinum íslenska hverdagsleika og maður getur eiginlega sett sig í spor margra persónanna. Yfirleitt liggur einhver persónulegur harmleikur að baki morðunum í bókunum hans og var þessi svo sem engin undantekning. Það má kannski segja að bækurnar hans Arnaldar séu góðar en þær séu svolítið keimlíkar þannig, þó að aðdragandinn að morðunum og ástæða þeirra sé nú misjöfn. Ég myndi segja að þessi bók sé skyldulesning fyrir aðdáendur Arnaldar en ef þú ert ekki aðdáandi hans þá hafa sumar bækur hans verið mikið betri sko.
En bókin sem ég kláraði er bókin "Myrká" eftir Arnald. Yfirleitt finnst mér bækur eftir Arnald alveg ágætar og þessi olli mér engum vonbrigðum, frekar en fyrri bækur hans. Hann lýsir einhvern vegin svo vel hinum íslenska hverdagsleika og maður getur eiginlega sett sig í spor margra persónanna. Yfirleitt liggur einhver persónulegur harmleikur að baki morðunum í bókunum hans og var þessi svo sem engin undantekning. Það má kannski segja að bækurnar hans Arnaldar séu góðar en þær séu svolítið keimlíkar þannig, þó að aðdragandinn að morðunum og ástæða þeirra sé nú misjöfn. Ég myndi segja að þessi bók sé skyldulesning fyrir aðdáendur Arnaldar en ef þú ert ekki aðdáandi hans þá hafa sumar bækur hans verið mikið betri sko.
sunnudagur, september 20, 2009
Fjölskyldan og tíminn flygur
Svo hafa nú dagarnir liðið áfram í rólegheitum hér í Bergen, er búin að finna þessa fínu búð sem er hér rétt hjá og ég get verslað allt sem ég þarf. Á svo eftir að finna "ríkið" til að fylla uppí skarð líkjörspelans sem fór í ruslið í Osló hehehe.... en annars er ég bara fín.
Komst reyndar að því að skórnir sem ég nota venjulega og eru með svona tæplega 4 cm háum hæl ganga eiginlega ekki hér. Allar götur hér steinlagðar með gapi á milli og hælarnir festast þar og tætast upp auk þess sem erfitt getur verið að fóta sig í þeim í þessum mikla halla. hehehe... en allavega er ég búin að fjárfesta í fínum ECCO skóm með engum hæl.... En ég ætla ekki að diskútera verðlagið hérna, enda er það örugglega efni í heilan pistil, svona þegar maður færir þetta yfir á "ónýtar" íslenskar krónur á genginu 1:22 hmmm.....
Helginni hefur svo verið eytt í faðmi fjölskyldunnar sko... á föstudagskvöld kom nefnilega dóttir þessarar frænku minnar sem hér býr í heimsókn en hún býr í Osló og okkur var öllum boðið út að borða á föstudagskvöld, í gær fórum við frænkurnar þ.e. þessi sem býr í Osló og ég í góðan göngutúr og kaffihúsarölt um bæinn og svo var "brunch" í hádeginu hjá frænku minni í dag.
Komst reyndar að því að skórnir sem ég nota venjulega og eru með svona tæplega 4 cm háum hæl ganga eiginlega ekki hér. Allar götur hér steinlagðar með gapi á milli og hælarnir festast þar og tætast upp auk þess sem erfitt getur verið að fóta sig í þeim í þessum mikla halla. hehehe... en allavega er ég búin að fjárfesta í fínum ECCO skóm með engum hæl.... En ég ætla ekki að diskútera verðlagið hérna, enda er það örugglega efni í heilan pistil, svona þegar maður færir þetta yfir á "ónýtar" íslenskar krónur á genginu 1:22 hmmm.....
Helginni hefur svo verið eytt í faðmi fjölskyldunnar sko... á föstudagskvöld kom nefnilega dóttir þessarar frænku minnar sem hér býr í heimsókn en hún býr í Osló og okkur var öllum boðið út að borða á föstudagskvöld, í gær fórum við frænkurnar þ.e. þessi sem býr í Osló og ég í góðan göngutúr og kaffihúsarölt um bæinn og svo var "brunch" í hádeginu hjá frænku minni í dag.
laugardagur, september 19, 2009
"Bergenska" strætókerfið
Ég lofaði að halda áfram með söguna í dag og stend auðvitað við það.
Elskulegur maður frænku minnar tók sig til og rúntaði um Minde sem er hverfið sem þau búa í til að finna útúr strætónum fyrir mig og það tókst auðvitað, svo hann sýndi mér hvar ég ætti að ganga morguninn eftir til að ná strætó og hvenær. Auðvitað stóðst þetta allt og ég náði strætó með glans morguninn eftir og hann stoppaði beint fyrir utan vinnuna. Á heimleiðinni var ég að ég taldi búin að finna út hvernig strætó færi og hvenær, svo ég fór tímanlega útá stoppustöð og beið samviskusamlega en viti menn.... strætóinn sem ég ætlaði að taka stoppaði hinum megin á götunni en ekki mín megin hmmm.... en þetta þýddi auðvitað að það var alveg hálftími í þann næsta hehehe....
Þegar til frænku var komið beið eftir mér dýrindis kvöldmatur og svo fórum við að fá íbúðina sem ég hafði leigt í gegn um netið. Þetta gekk nú bara mjög vel og leist mér mjög vel á íbúðina, hún er í eldgömlu húsi og í eldgömlu hverfi en alveg nýuppgerð með flísum á gólfum og gólfhita. Mjög snyrtileg og fín, mér fannst hún nú frekar köld svona um kvöldið en svo uppgötvaði ég að hægt væri að stilla gólfhitann og auðvitað keyrði ég upp hitann í gólfunum og morguninn eftir var bara mjög hlýtt og notalegt hérna.
Frænka mín elskuleg vildi nú endilega helst taka mig bara með heim til sín aftur, algjör óþarfi að láta mig hírast hérna í þessari íbúð svona alein hehehe... tók mig smá að sannfæra hana um að mér þætti bara ekkert vont að vera ein og ég þráði pínu ró og frið.
Jæja ég svaf ágætlega svona fyrstu nóttina og vaknaði eldhress á miðvikudagsmorgni. Rölti svo niður á "Bryggen" en þaðan þarf ég að taka strætó niður að svokallaðri "Busstasjon" eða umferðarmiðstöð þaðan sem flestir vagnarnir fara. Vissi það að minn vagn væri á hálftíma fresti ja eða allavega hélt ég það, svo ég var bara róleg sko.... tók einhvern vagn að umferðarmiðstöðinni og fór svo út þar og fann út hvaðan minn vagn ætti að fara en viti menn ég var þarna kl. 8:10 og vagninn hafði farið kl. 8:05 OK hálftími í næsta, nei, nei bjartsýni, sko eftir kl. 8:00 á morgnana gengur vagninn ekkert lengur á hálftímafresti heldur klukkutíma hehehe... jæja eitthvað til að læra af sko.
Heimleiðin gekk svo fínt og ég held að ég sé að ná tökum á þessu.
kveðja
Elskulegur maður frænku minnar tók sig til og rúntaði um Minde sem er hverfið sem þau búa í til að finna útúr strætónum fyrir mig og það tókst auðvitað, svo hann sýndi mér hvar ég ætti að ganga morguninn eftir til að ná strætó og hvenær. Auðvitað stóðst þetta allt og ég náði strætó með glans morguninn eftir og hann stoppaði beint fyrir utan vinnuna. Á heimleiðinni var ég að ég taldi búin að finna út hvernig strætó færi og hvenær, svo ég fór tímanlega útá stoppustöð og beið samviskusamlega en viti menn.... strætóinn sem ég ætlaði að taka stoppaði hinum megin á götunni en ekki mín megin hmmm.... en þetta þýddi auðvitað að það var alveg hálftími í þann næsta hehehe....
Þegar til frænku var komið beið eftir mér dýrindis kvöldmatur og svo fórum við að fá íbúðina sem ég hafði leigt í gegn um netið. Þetta gekk nú bara mjög vel og leist mér mjög vel á íbúðina, hún er í eldgömlu húsi og í eldgömlu hverfi en alveg nýuppgerð með flísum á gólfum og gólfhita. Mjög snyrtileg og fín, mér fannst hún nú frekar köld svona um kvöldið en svo uppgötvaði ég að hægt væri að stilla gólfhitann og auðvitað keyrði ég upp hitann í gólfunum og morguninn eftir var bara mjög hlýtt og notalegt hérna.
Frænka mín elskuleg vildi nú endilega helst taka mig bara með heim til sín aftur, algjör óþarfi að láta mig hírast hérna í þessari íbúð svona alein hehehe... tók mig smá að sannfæra hana um að mér þætti bara ekkert vont að vera ein og ég þráði pínu ró og frið.
Jæja ég svaf ágætlega svona fyrstu nóttina og vaknaði eldhress á miðvikudagsmorgni. Rölti svo niður á "Bryggen" en þaðan þarf ég að taka strætó niður að svokallaðri "Busstasjon" eða umferðarmiðstöð þaðan sem flestir vagnarnir fara. Vissi það að minn vagn væri á hálftíma fresti ja eða allavega hélt ég það, svo ég var bara róleg sko.... tók einhvern vagn að umferðarmiðstöðinni og fór svo út þar og fann út hvaðan minn vagn ætti að fara en viti menn ég var þarna kl. 8:10 og vagninn hafði farið kl. 8:05 OK hálftími í næsta, nei, nei bjartsýni, sko eftir kl. 8:00 á morgnana gengur vagninn ekkert lengur á hálftímafresti heldur klukkutíma hehehe... jæja eitthvað til að læra af sko.
Heimleiðin gekk svo fínt og ég held að ég sé að ná tökum á þessu.
kveðja
fimmtudagur, september 17, 2009
Ferðalag og BKK
Ég var minnt á það að ég ætti að vera dugleg að blogga nú á meðan ég er stödd í "útlandinu", auðvitað þarf ég að vera það.
Kom hér til Bergen á sunnudagseftirmiðdag eftir tiltölulega þægilegt flug. Lenti reyndar í því sem ég vissi ekki að ég þurfti að fara í gegn um tollskoðun í Osló, sem þýddi að ég þurfti svo aftur að fara í gegn um öryggisskoðun í Osló eins og þegar maður fer til útlanda hmmmm..... hafði ekki áttað mig á þessu. En útaf þessu fór Amarula pelinn sem ég hafði keypt í fríhöfninni auk einnar coke light flösku beint í ruslið æjæjæj.... en ég man það í næstu ferð að láta innsigla það sem ég kaupi í fríhöfninni.... sem betur fer slapp ég í gegn með kremið, tannkremið og svitalyktaeyðirinn sem ég hafði líka keypt.
Hér á Bergenflugvelli tók svo á móti mér elskuleg föðursystir mín og maðurinn hennar, en hún hefur búið hér í yfir 30 ár. Ég hafði nefnilega "bókað" gistingu hjá þeim fyrstu tvær næturnar, en íbúðina fékk ég ekki fyrr en á þriðjudag. Þegar til þeirra var komið, var mættur þar sonur hennar sem einnig býr hér og tvö af þremur börnum hans, þetta var voða gaman, enda hafði ég ekki séð krakkana fyrr.
Á mánudagsmorgun tók ég svo leigubíl í vinnuna, svona fyrsta daginn. Þegar þangað var komið var búið að finna handa mér skrifborð og setja upp tölvu fyrir mig, fartölvu sem ég má svo hafa með mér hingað í íbúðina á kvöldin ef ég vil. Dagurinn fór svo í að fara yfir öryggisreglur, skrifa undir trúnaðarskjöl, ræða málin við gamla vinkonu mína sem einnig vinnur hjá BKK (Bergens halvöens kommunale kraftværk), rata um vinnustaðinn, láta útbúa aðgangskort ofl. ofl. Fékk svo far með þessari vinkonu minni sem fyrir algjöra "tilviljun" býr með yfirmanni mínum hér hjá BKK hehehe.... nei auðvitað er það engin tilviljun enda þekkir hún mig af mínum fyrri störfum auk þess sem við vorum skólafélagar í Háskólanum og hún var einnig við nám í DTU á svipuðum tíma og ég... þannig að víða liggja leiðir.
framhald á morgun.
Kom hér til Bergen á sunnudagseftirmiðdag eftir tiltölulega þægilegt flug. Lenti reyndar í því sem ég vissi ekki að ég þurfti að fara í gegn um tollskoðun í Osló, sem þýddi að ég þurfti svo aftur að fara í gegn um öryggisskoðun í Osló eins og þegar maður fer til útlanda hmmmm..... hafði ekki áttað mig á þessu. En útaf þessu fór Amarula pelinn sem ég hafði keypt í fríhöfninni auk einnar coke light flösku beint í ruslið æjæjæj.... en ég man það í næstu ferð að láta innsigla það sem ég kaupi í fríhöfninni.... sem betur fer slapp ég í gegn með kremið, tannkremið og svitalyktaeyðirinn sem ég hafði líka keypt.
Hér á Bergenflugvelli tók svo á móti mér elskuleg föðursystir mín og maðurinn hennar, en hún hefur búið hér í yfir 30 ár. Ég hafði nefnilega "bókað" gistingu hjá þeim fyrstu tvær næturnar, en íbúðina fékk ég ekki fyrr en á þriðjudag. Þegar til þeirra var komið, var mættur þar sonur hennar sem einnig býr hér og tvö af þremur börnum hans, þetta var voða gaman, enda hafði ég ekki séð krakkana fyrr.
Á mánudagsmorgun tók ég svo leigubíl í vinnuna, svona fyrsta daginn. Þegar þangað var komið var búið að finna handa mér skrifborð og setja upp tölvu fyrir mig, fartölvu sem ég má svo hafa með mér hingað í íbúðina á kvöldin ef ég vil. Dagurinn fór svo í að fara yfir öryggisreglur, skrifa undir trúnaðarskjöl, ræða málin við gamla vinkonu mína sem einnig vinnur hjá BKK (Bergens halvöens kommunale kraftværk), rata um vinnustaðinn, láta útbúa aðgangskort ofl. ofl. Fékk svo far með þessari vinkonu minni sem fyrir algjöra "tilviljun" býr með yfirmanni mínum hér hjá BKK hehehe.... nei auðvitað er það engin tilviljun enda þekkir hún mig af mínum fyrri störfum auk þess sem við vorum skólafélagar í Háskólanum og hún var einnig við nám í DTU á svipuðum tíma og ég... þannig að víða liggja leiðir.
framhald á morgun.
mánudagur, september 07, 2009
Þetta er svo rétt!
Eitt bros getur dimmu í dagsljós breytt
sem dropi breytir veg heillar skálar.
Þel getur snúist við atorð eitt
aðgát skal höfð i nærveru sálar.
Svo oft leynist strengur í brjósti sem brast
við biturt andsvar gefið án sakar.
Hve iðrar margt líf eitt augnakast
sem aldrei verður tekið til baka.
- Einar Benediktsson , úr Einræðum Starkaðar.
sem dropi breytir veg heillar skálar.
Þel getur snúist við atorð eitt
aðgát skal höfð i nærveru sálar.
Svo oft leynist strengur í brjósti sem brast
við biturt andsvar gefið án sakar.
Hve iðrar margt líf eitt augnakast
sem aldrei verður tekið til baka.
- Einar Benediktsson , úr Einræðum Starkaðar.
fimmtudagur, september 03, 2009
Óvinafagnaður og Ofsi
Ég fékk bókina "Ofsa", eftir Einar Kárason, í jólagjöf síðastliðin jól og ákvað þá að gera hlutina í réttri röð, ja eins og verkfræðingum er einum lagið, og lesa fyrst fyrri bók Einars Kára um Sturlungaöldina "Óvinafagnað". Ég er auðvitað ein margra sem ekki hafa lesið "Sturlungu" enda var hún ekki skyldulesning í mínum menntaskóla hehehe... æji það er eins og maður hafi stundum bara lesið það sem "þurfti" að lesa. En allavega með lestri þessara bóka fær maður góða innsýn í þetta tímabil í Íslandssögunni þar sem menn skiptust í hópa og háðu stríð sín á milli. Einar setur þetta upp á mjög skemmtilegan hátt líkt og viðtalsbækur þar sem hver og ein persóna segir frá og þarmeð fær maður innsýn í það hvað hver persóna var að hugsa (allavega eins og Einar túlkar það). En ég er allavega ákveðin í því að komast yfir Sturlungu sjálfa og lesa söguna útfrá sjónarhorni þess sem ritaði hana.
miðvikudagur, september 02, 2009
Smá svona síðsumarspjall.
Já, ég er aldeilis búin að vera í fríi, frá blogginu allavega, æji ég var eitthvað orðin svo þreytt á endalausu krepputali.
Ég var nú ekki alveg búin með sumarfríið þegar ég skrifaði hér síðast og myndi ég segja að toppurinn af sumrinu hafi verið ferð mín og hóps fólks úr Mosverjum á Hornstrandir. Sú ferð var ógleymanleg, við unnum auðvitað í veðurhappdrættinu og fengum alveg dásamlegt veður samfellt í 5 daga með hita, sól, logni og frábæru skyggni.
Þarna var gengið m.a. á Hornbjarg og yfir að Hornbjargsvita, sumir fór á Kálfatinda og Langakamb, en allavega frábær ferð með frábæru fólki. Sáum seli, hvali og refi að ótöldum flugunum, sem eru extra stórar þarna fyrir vestan hehehe...
Nú eru skólarnir byrjaðir og eru báðar stelpurnar mínar að byrja í skóla ef hægt er að orða það þannig, sú stutta var að byrja í 1. bekk í grunnskóla og sú stóra í 3ja bekk í MR. MR-ingurinn gengur nú með brosið hringinn og segir mömmu gömlu sögur úr gamla skólanum hennar, busareglunum, kennurunum, húsnæðinu og slíku, móður sinni til mikillar ánægju. Held bara að stelpan sé alsæl, komin í kórinn og nú á að taka busaballið með trompi á morgun hmmmm.... já já.... hvað er langt síðan þú varst 16?? Nei segi bara svona.
Sú stutta er líka alsæl, soldið þreytt enda ekkert á því að fara að sofa eitthvað fyrr en venjulega þó hún þurfi að vakna klukkan 7:00 auk þess sem áreitið er mikið svona í upphafi skólaárs, læra þarf á nýtt dagsskipulag, nýtt húsnæði, nýtt fólk og nýja krakka..... Reyndar sagði hún eftir fyrsta skóladaginn að það væri ekkert lært í þessum skóla bara leikið ;)
seeya
Ég var nú ekki alveg búin með sumarfríið þegar ég skrifaði hér síðast og myndi ég segja að toppurinn af sumrinu hafi verið ferð mín og hóps fólks úr Mosverjum á Hornstrandir. Sú ferð var ógleymanleg, við unnum auðvitað í veðurhappdrættinu og fengum alveg dásamlegt veður samfellt í 5 daga með hita, sól, logni og frábæru skyggni.
Þarna var gengið m.a. á Hornbjarg og yfir að Hornbjargsvita, sumir fór á Kálfatinda og Langakamb, en allavega frábær ferð með frábæru fólki. Sáum seli, hvali og refi að ótöldum flugunum, sem eru extra stórar þarna fyrir vestan hehehe...
Nú eru skólarnir byrjaðir og eru báðar stelpurnar mínar að byrja í skóla ef hægt er að orða það þannig, sú stutta var að byrja í 1. bekk í grunnskóla og sú stóra í 3ja bekk í MR. MR-ingurinn gengur nú með brosið hringinn og segir mömmu gömlu sögur úr gamla skólanum hennar, busareglunum, kennurunum, húsnæðinu og slíku, móður sinni til mikillar ánægju. Held bara að stelpan sé alsæl, komin í kórinn og nú á að taka busaballið með trompi á morgun hmmmm.... já já.... hvað er langt síðan þú varst 16?? Nei segi bara svona.
Sú stutta er líka alsæl, soldið þreytt enda ekkert á því að fara að sofa eitthvað fyrr en venjulega þó hún þurfi að vakna klukkan 7:00 auk þess sem áreitið er mikið svona í upphafi skólaárs, læra þarf á nýtt dagsskipulag, nýtt húsnæði, nýtt fólk og nýja krakka..... Reyndar sagði hún eftir fyrsta skóladaginn að það væri ekkert lært í þessum skóla bara leikið ;)
seeya
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)