Já, nú ætti maður að hafa tíma til að lesa... ekki satt? Allavega er búin að klára eina bók síðan ég kom hingað, en er líka auðvitað búin að lesa norsk dagblöð og hið norska "Se og Hör" maður er auðvitað ekki maður með mönnum nema fylgjast með slúðrinu og svo er þetta nú líka soldið praktískt ef mann langar eitthvað að horfa á sjónvarpið.
En bókin sem ég kláraði er bókin "Myrká" eftir Arnald. Yfirleitt finnst mér bækur eftir Arnald alveg ágætar og þessi olli mér engum vonbrigðum, frekar en fyrri bækur hans. Hann lýsir einhvern vegin svo vel hinum íslenska hverdagsleika og maður getur eiginlega sett sig í spor margra persónanna. Yfirleitt liggur einhver persónulegur harmleikur að baki morðunum í bókunum hans og var þessi svo sem engin undantekning. Það má kannski segja að bækurnar hans Arnaldar séu góðar en þær séu svolítið keimlíkar þannig, þó að aðdragandinn að morðunum og ástæða þeirra sé nú misjöfn. Ég myndi segja að þessi bók sé skyldulesning fyrir aðdáendur Arnaldar en ef þú ert ekki aðdáandi hans þá hafa sumar bækur hans verið mikið betri sko.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli