mánudagur, mars 13, 2006

Í aðhaldi

Ég lenti í svolitlu skrítnu um helgina. Það er einhvern veginn voða mikið álag í gangi, allt í einhverri steik, nánar um það kannski seinna. En það besta við þetta er að ég var svo stressuð að ég hafði enga lyst á mat!

Kommon, ég ekki lyst á mat, detta nú af mér allar dauðar lýs. Ég kom bara ekki nema pínu litlu niður alla helgina. Vigtin fór líka í loftköstum niður held ég hafi verið 1,5 kílóum léttari í morgun heldur en á föstudag. En það er auðvitað ekkert að marka, þetta er bara vatn og svo fór ég líka offari í nammi, sló bara öllu upp í kæruleysi kom ekki niður grænmeti en fékk mér "djúpur" í staðin. Veit einhver hvort það er grænmeti í lakkrís?? Ég veit að súkkulaði er bara grænmeti!!

Jæja það hefur gengið aðeins betur að borða í dag, fékk mér morgunkorn í morgun og djúsglas og kom niður hálfri gúrku og 2 tómötum í hádeginu auk 1 brauðsneiðar. Drakk líka 1 skyr.is drykk. Jæja ég á þá eftir 1 brauðsneið og fullt af öðru dóti í kvöld.

Vonandi fara stormarnir að lægja þarna heima svo matarræðið komist aftur í samt lag.

bloggumst.

Engin ummæli: