Jæja, maður er bara að fara til Parísar. Þetta var svona soldið "surprise", ég fer eftir rúma viku.
Málið er að mamma er búin að vera í París síðan um miðjan feb. og pabbi með henni. Hann kom reyndar heim í 2 vikur en fer aftur á sunnudag. Ég er búin að vera að hugsa um að skella mér í heimsókn til mömmu, en svo bauðst mér óvænt að fara í næstu viku á vegum vinnunnar þannig að ég skellti mér bara verð hjá m+p og gisti þar í svefnsófa í stofunni.
Verður örugglega frábært, ég hef ekki komið til Parísar síðan 2002 en það árið fór ég 2svar til Frakklands, svo fór ég 1999 til Parísar með vinnunni.
Jæja, ég varð bara að segja ykkur þetta ég er svo spennt. Það er svosem ýmislegt í gangi heima þessa dagana en ég nenni ekki að blogga um það, þetta skýrist vonandi allt. Allavega sagði stjörnuspáin mín í Mogganum í dag að þolinmæði og þrautsegja væru dyggðir. Þannig maður verður að trúa því og vera þolinmóður.
Matarræðið allt í rúst, ég er í nammikasti þessa dagana, svo ég hálfkvíði fyrir vigtinni á fimmtudag. :-((
Svona er lífið.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli