þriðjudagur, nóvember 28, 2006

Köben

Jæja

Þá er maður loksins búin að fara "heim" til Köben. Það er ótrúlegt hvað maður er enn sleipur í dönskunni þrátt fyrir 10 ára hlé. Við mættum þarna og fórum inn á þetta fína farfuglaheimili. Get sko alveg mælt með því kostar skít og kanil. Danhostel og er staðsett á H.C. Andersen boulevard bara í miðbænum.

www.danhostel.dk

Við vorum saman í 6 manna herbergi, herbergin stór hrein og ágætis bað sem fylgdi með. Pottþétt að maður fer aftur þarna ef maður þarf á gistingu að halda í Köben.

Jæja, íbúðin sem tengdó fékk svo á föstudeginum var alveg frábær, í Christianshavn, í göngufæri við strikið og miðbæinn. Ég leigði svo bíl á föstudeginum til að rúnta svolítið um gamlar slóðir og það var rúntað upp í Herlev, Kagså, Lyngby og DTU, allt okkar heimaslóðir. Við heimsóttum leikskólann og þar var enn að vinna einn starfsmaður síðan sonurinn var þarna fyrir 10 árum. Þetta var æðislegt og svo á að fara að sýna Pyrus "Alletiders nisse" sem jóladagatalið í ár en það var einnig sýnt fyrir uþb. 10 árum síðan, við eigum diskinn með tónlistinni og allt!!

Tíminn stendur í stað!! Stundum, auðvitað hefur sumt breyst en samt, maður fílaði sig soldið eins og kominn heim.

Loksins.

miðvikudagur, nóvember 22, 2006

Börn

Jæja, alltaf bloggar maður um það sem stendur manni næst en það eru börnin. Sú stutta var alsæl með bíómyndina sem mamma keypti í "útlandinu". Reyndar var hún ekki keypt í "útlandinu" bara hjá honum Leifi Eiríkssyni en það er nú aukaatriði. Svo tilkynnti hún mér það að það væru allir soldið lasnir og veikir í leikskólanum þau væru með "kubbuhest". Forvitnilegur hestur það!! En hún væri nú bara svolítið
"hóstalasin".

Svo er það morgundagurinn, loksins rennur hann upp, en þá er ég að fara með "fyrrverandi" tengdó til Köben og tek unglingana með. Ég held að þetta verði frábær ferð, en þetta verður svona soldil pílagrímaferð fyrir mig. Ég bjó nefnilega í Köben fyrir allmörgum árum eða nánar sagt næstum 11 árum og bjó ég þá í 3,5 ár þar. Þótt ég sé búin að fara víða síðan hef ég ekki komið til Köben síðan 1996!! Váá. Ég er líka búin að leigja mér bíl á föstudaginn og nú skal sko rúntað á gamlar slóðir, kíkja á kollegíið, Lyngby storsenter ef það er enn til staðar og kíkja á skólann. Ég hlakka svo til. Svo á auðvitað að rölta strikið og kíkja í Tívolí. Ég segi ykkur frá Köbenferðinni þegar ég kem aftur.

blogg kveðjur

þriðjudagur, nóvember 21, 2006

Róm-Rome-Roma

Vá, ég var í þessari stórkostlegu borg, Róm rokkar eins og unglingarnir segja. Ég hef reyndar komið þarna einu sinni áður en þá náði maður einhvern veginn ekki utan um þetta allt saman. Þetta er allt svo stórt og mikið og yfirskreytt að listaverkin týnast í fjöldanum. En þvílík borg. Við vorum líka hrikalega heppin með veður á meðan allt fraus hér heima sátum við í 20°C stiga hita og sötruðum rauðvín og bjór, bara frábært.

Ég fór einnig til Pompei þar sem dóu einhver þúsund manna fyrir tæplega 2000 árum þegar Vesúvíus gaus sínu fræga sprengjugosi og eitraðar gufur drápu allt sem fyrir varð. Það er svolítið skrítið hvað minni manna er stutt, ef það yrði svona gos í dag þá búa rúmlega 3 milljónir manna á hættusvæði. Svo var annað sem mér fannst svolítið athyglisvert, það var það að í Róm til forna voru embættismenn kosnir með árs millibili þannig að menn urðu að standa og falla með því hvort þeir hefðu nú staðið við öll kosningaloforin. Hér heima er kosið á 4ra ára fresti og er það örugglega gert að ásettu ráði því á fjórum árum gleymir almenningur hverju var lofað og hverju ekki!! Come on! er þetta ekki allt eitthvað "norskt" samsæri.

Jæja ég á örugglega eftir að blogga um kosningar þega nær dregur því ég er mikil áhugamanneskja um það sem gerist í samfélaginu þó ekki sé ég á leiðinni í stjórnmálin, allavega ekki enn.

Jæja nóg úr rauðvínsmarenaða hausnum mínum í bili!!