þriðjudagur, nóvember 28, 2006

Köben

Jæja

Þá er maður loksins búin að fara "heim" til Köben. Það er ótrúlegt hvað maður er enn sleipur í dönskunni þrátt fyrir 10 ára hlé. Við mættum þarna og fórum inn á þetta fína farfuglaheimili. Get sko alveg mælt með því kostar skít og kanil. Danhostel og er staðsett á H.C. Andersen boulevard bara í miðbænum.

www.danhostel.dk

Við vorum saman í 6 manna herbergi, herbergin stór hrein og ágætis bað sem fylgdi með. Pottþétt að maður fer aftur þarna ef maður þarf á gistingu að halda í Köben.

Jæja, íbúðin sem tengdó fékk svo á föstudeginum var alveg frábær, í Christianshavn, í göngufæri við strikið og miðbæinn. Ég leigði svo bíl á föstudeginum til að rúnta svolítið um gamlar slóðir og það var rúntað upp í Herlev, Kagså, Lyngby og DTU, allt okkar heimaslóðir. Við heimsóttum leikskólann og þar var enn að vinna einn starfsmaður síðan sonurinn var þarna fyrir 10 árum. Þetta var æðislegt og svo á að fara að sýna Pyrus "Alletiders nisse" sem jóladagatalið í ár en það var einnig sýnt fyrir uþb. 10 árum síðan, við eigum diskinn með tónlistinni og allt!!

Tíminn stendur í stað!! Stundum, auðvitað hefur sumt breyst en samt, maður fílaði sig soldið eins og kominn heim.

Loksins.

Engin ummæli: