miðvikudagur, nóvember 22, 2006

Börn

Jæja, alltaf bloggar maður um það sem stendur manni næst en það eru börnin. Sú stutta var alsæl með bíómyndina sem mamma keypti í "útlandinu". Reyndar var hún ekki keypt í "útlandinu" bara hjá honum Leifi Eiríkssyni en það er nú aukaatriði. Svo tilkynnti hún mér það að það væru allir soldið lasnir og veikir í leikskólanum þau væru með "kubbuhest". Forvitnilegur hestur það!! En hún væri nú bara svolítið
"hóstalasin".

Svo er það morgundagurinn, loksins rennur hann upp, en þá er ég að fara með "fyrrverandi" tengdó til Köben og tek unglingana með. Ég held að þetta verði frábær ferð, en þetta verður svona soldil pílagrímaferð fyrir mig. Ég bjó nefnilega í Köben fyrir allmörgum árum eða nánar sagt næstum 11 árum og bjó ég þá í 3,5 ár þar. Þótt ég sé búin að fara víða síðan hef ég ekki komið til Köben síðan 1996!! Váá. Ég er líka búin að leigja mér bíl á föstudaginn og nú skal sko rúntað á gamlar slóðir, kíkja á kollegíið, Lyngby storsenter ef það er enn til staðar og kíkja á skólann. Ég hlakka svo til. Svo á auðvitað að rölta strikið og kíkja í Tívolí. Ég segi ykkur frá Köbenferðinni þegar ég kem aftur.

blogg kveðjur

Engin ummæli: