fimmtudagur, apríl 26, 2007
Nýtt fósturbarn!
Ég hef oft hugsað það hvort ég sé yfirhöfuð með geðheilsuna í lagi. Núna með hækkandi sól fæ ég svona ógnarkraft, mér finnst lífið svo yndislegt.
Nú var ég að kíkja á netið bara svona smá, skoða mbl.is og þar er alltaf vísað í einhver blogg stundum les ég svona eitt og eitt. Í einu bloggi var vísað á heimasíðu hunds. Ég hef svo sem alltaf verið mjög hrifin af hundum en hef undanfarin 20 ár hlustað á fortölur kallsins um að þetta sé svo mikil binding og mikil vinna. Jæja en þessi heimasíða er á heimasvæði sem heitir hvuttar.net og ég kíki að gamni á forsíðuna þar. Nýjasta smáauglýsingin hét "Bjargið mér!" ég kíki á hana bara svona í rælni. Þar er þessi yndislega mynd af tík sem heitir Tinna og eigendurnir voru á leið með hana að láta svæfa hana. Ég hugsaði um þetta fram eftir degi en seinnipartinn hringi ég og hún er enn ekki farin og enginn hringt og spurt um hana. Jæja ég hringi og fæ uppgefið heimilisfang og auðvitað er það gefið að ef maður sér hundinn þá er ekkert aftur snúið svo nú er kominn nýr fjölskyldumeðlimur.
Jæja, maður er orðin einstæð með 4 börn!!
mánudagur, apríl 23, 2007
Karíus og Baktus
Við fórum mæðgurnar á leikritið Karíus og Baktus í gær. Mikið svakalega er þetta skemmtilegt leikrit hjá þeim í Leikfélagi Akureyrar. Það var svo sem aðeins og stutt fyrir minn smekk hefði sko alveg verið til í að sitja svolítið lengur og hlægja að þessum yndislegu karakterum. En já litla skottið hristist af hlátri. Hún var búin að fá diskinn í sumargjöf og það er sko búið að hlusta á hann í ræmur.
En já mæli með þessu leikriti fyrir börn á öllum aldri!!
En já mæli með þessu leikriti fyrir börn á öllum aldri!!
föstudagur, apríl 20, 2007
Gleðilegt sumar!
Þá er hann runninn upp sumardagurinn fyrsti. Þetta var ávallt mikill hátíðisdagur hjá okkur skátunum í Garðabæ. Talandi um það þá átti gamla skátafélagið mitt Vífill 40 ára afmæli í gær. Til hamingju.
Jæja, en í gær var líka mikill hátíðisdagur í bæjarfélaginu sem ég bý í núna, haldið var uppá opnun nýrrar íþróttamiðstöðvar og sundlaugar auk þess sem skátarnir seldu kaffi, lúðrasveitin spilaði, sunddeildin sýndi boðsund ofl. Það sem er kannski skemmtilegast í þessu öllu saman er að ég átti börn í öllu saman þar sem dóttirin er bæði í lúðrasveitinni og í skátunum og strákurinn er í sundinu.
En þessi dagur tókst mjög vel og ekki skemmdi veðrið fyrir þar sem það var alveg dásamlegt þó að kalt væri.
Jæja, en í gær var líka mikill hátíðisdagur í bæjarfélaginu sem ég bý í núna, haldið var uppá opnun nýrrar íþróttamiðstöðvar og sundlaugar auk þess sem skátarnir seldu kaffi, lúðrasveitin spilaði, sunddeildin sýndi boðsund ofl. Það sem er kannski skemmtilegast í þessu öllu saman er að ég átti börn í öllu saman þar sem dóttirin er bæði í lúðrasveitinni og í skátunum og strákurinn er í sundinu.
En þessi dagur tókst mjög vel og ekki skemmdi veðrið fyrir þar sem það var alveg dásamlegt þó að kalt væri.
mánudagur, apríl 16, 2007
Fermingin
Það sem hefur verið efst í huga mínum síðustu vikur er auðvitað fermingin. Hún var í gær, allt gekk eins og í sögu, þvílíkt góður dagur og fallegur. Held að fermingabarnið hafi sofnað með bros á vör í gærkveldi, (soldið erfitt að sjá það því hún er með þvílíkt beisli í tönnunum á nóttunni þessar vikurnar), en ég er eiginlega alveg sannfærð um það að dagurinn hafi verið ánægjulegur hjá henni.
Amma hennar fékk hana meira að segja til að troða upp í veislunni og spila þvílíkt ljúfa tóna við undirleik Stradivarius fiðlu, það verður ekki betra.
Það er svolítið spennufall í dag og erfitt að einbeita sér.
Amma hennar fékk hana meira að segja til að troða upp í veislunni og spila þvílíkt ljúfa tóna við undirleik Stradivarius fiðlu, það verður ekki betra.
Það er svolítið spennufall í dag og erfitt að einbeita sér.
Myndarlegur?
Ég fór að hugsa um daginn, já hljómar svona eins og ég hugsi ekki mikið. Held að það sé vandinn, ég hugsa of mikið!!
Jæja, einn vinnufélagi minn var að segja frá því að hann hefði kíkt til kunningja síns í kaffi, svo fylgdi því góð saga eins og ávallt. En hann endar á því að segja hann er fráskilinn .... myndarlegur maður! OK. Ég sagði ekkert bara brosti. En svo fór ég að hugsa. Hvað er það sem skiptir máli. Auðvitað hefur útlit eitthvað með fyrstu kynni að gera en hvað svo. Ég fór að stilla upp mínum óskum.
Hann þarf að vera skemmtilegur (algjört frumskiliyrði)
Hann þarf að vera fjárhagslega sjálfstæður þ.e. hann standi undir sjálfum sér!
Hann þarf að vera sæmilega menntaður, þannig að hægt sé að tala við hann um ýmis málefni.
Hann þarf að hafa húmor fyrir sjálfum sér.
Hann þarf að vera við ágætis heilsu og í sæmilegu formi, allavega þannig að hægt sé að draga hann með sér á skíði og í gönguferðir ofl.
Hann þarf að vera tilbúin að lifa fjölskyldulífi þar sem ég á börn.
Hann má ekki hafa mjög tímafrekt áhugamál sem ég hef ekki áhuga á, eða get ekki verið með honum í. (Sýni veiði skilning en ekki golfi hehe)
Hann má ekki vinna allan sólarhringinn, sem er svo sem hluti af þessu með fjölskyldulífið.
Sko ef hann er líka myndarlegur þá er það bara bónus en það er ekkert frumskilyrði.
Þetta eru kannski soldið miklar kröfur en hey það er ágætt að setja markmiðið hátt, maður lækkar þá bara standardinn ef þetta gengur ekki, upp ekki satt?
Mér finnst reyndar þessi listi minna óneitanlega soldið á fyrrverandi nema hann er líka myndarlegur.
Nóg í bili.
Jæja, einn vinnufélagi minn var að segja frá því að hann hefði kíkt til kunningja síns í kaffi, svo fylgdi því góð saga eins og ávallt. En hann endar á því að segja hann er fráskilinn .... myndarlegur maður! OK. Ég sagði ekkert bara brosti. En svo fór ég að hugsa. Hvað er það sem skiptir máli. Auðvitað hefur útlit eitthvað með fyrstu kynni að gera en hvað svo. Ég fór að stilla upp mínum óskum.
Hann þarf að vera skemmtilegur (algjört frumskiliyrði)
Hann þarf að vera fjárhagslega sjálfstæður þ.e. hann standi undir sjálfum sér!
Hann þarf að vera sæmilega menntaður, þannig að hægt sé að tala við hann um ýmis málefni.
Hann þarf að hafa húmor fyrir sjálfum sér.
Hann þarf að vera við ágætis heilsu og í sæmilegu formi, allavega þannig að hægt sé að draga hann með sér á skíði og í gönguferðir ofl.
Hann þarf að vera tilbúin að lifa fjölskyldulífi þar sem ég á börn.
Hann má ekki hafa mjög tímafrekt áhugamál sem ég hef ekki áhuga á, eða get ekki verið með honum í. (Sýni veiði skilning en ekki golfi hehe)
Hann má ekki vinna allan sólarhringinn, sem er svo sem hluti af þessu með fjölskyldulífið.
Sko ef hann er líka myndarlegur þá er það bara bónus en það er ekkert frumskilyrði.
Þetta eru kannski soldið miklar kröfur en hey það er ágætt að setja markmiðið hátt, maður lækkar þá bara standardinn ef þetta gengur ekki, upp ekki satt?
Mér finnst reyndar þessi listi minna óneitanlega soldið á fyrrverandi nema hann er líka myndarlegur.
Nóg í bili.
föstudagur, apríl 13, 2007
Pabbahelgar
Hver kannast ekki við þær, sumir þekkja þetta bara af afspurn en aðrir hafa reynt þetta á eigin skinni. Þetta er svolítið skrítin tilfinning þegar maður er svona aleinn heima og getur gert það sem maður vill.
Ég er eiginlega ekki búin að læra þetta, enda hafa unglingarnir svo sem ekki verið að fara heilu helgarnar til pabba síns, en það kemur fyrir að þau séu tvo daga hjá honum í röð.
Ég veit það ekki ég kann þetta ekki, mér finnst fyrsta kvöldið oft alveg ágætt, bara að setjast upp í sófa, þurfa ekki að hugsa um mat eða neitt horfa á það sem ég vil eða lesa eitthvað skemmtilegt. Svo fer ég að sofa, það gengur svona la, la. Fyrsta daginn er þetta oft allt í lagi líka, maður drífur sig í göngutúr í rigningunni, kíkir í búðir eða reynir að koma heimilinu í horf, vinnur kannski upp einhvern þvott og skiptir á rúminu. Svo kemur kvöld númer tvö, þá leiðist mér yfirleitt þ.e. við hjónin áttum það til að elda góðan mat á laugardagskvöldum, opna eina til tvær rauðvín og sitja og spjalla um daginn og veginn. Nú veit ég ekkert hvað ég á að gera, rölti oft yfir til bróður míns og hans konu með rauðvínsflösku ef þau eru heima en ef ekki þá er þetta eiginlega bara hundfúlt. Svo kemur dagur nr. tvö OMG hvað á maður að gera þá. Ég hef meira að segja staðið sjálfa mig að því að fara í vinnuna.
Þetta er nú bara fyndið, maður kvartar alla vikuna yfir því að maður hafi engan tíma fyrir sjálfan sig og geri aldrei neitt fyrir sig svo koma svona heilu dagarnir þá veit maður ekkert í hvorn fótinn maður á að stíga. Málið er auðvitað að maður er svo mikil fjölskyldumaður og félagsvera að maður saknar þess að hafa ekki húsið fullt af fólki.
Þetta venst kannski með tímanum.
Núna um páskana voru sko sorglegustu páskar ever. Ég var með krakkana fram á laugardagskvöld, þá kom pabbi þeirra og sótti þau. Páskadagur rann upp og það rigndi svo ég vissi eiginlega ekkert hvað ég átti að gera en endaði uppí vinnu og vann rúmlega hálfan vinnudag og fór svo á Nings á leiðinni heim. Getur þetta verið verra?? :-( Jæja kvöldið bjargaðist þegar mágkona mín hringdi og bauð mér að koma yfir fór yfir með rauðvín, breezer og bjór og við fengum okkur bara vel í glas og enduðum á djamminu niður í bæ!! Já á páskanótt! Jæja ætluðum á Torvaldssen en hann var lokaður svo við enduðum á staðnum við hliðina á, Deco held ég að hann heiti og þar var Einar Ágúst að spila "læf" svo við dönsuðum bara og skemmtum okkur vel.
Jæja þetta gæti alveg verið verra.
Ég er eiginlega ekki búin að læra þetta, enda hafa unglingarnir svo sem ekki verið að fara heilu helgarnar til pabba síns, en það kemur fyrir að þau séu tvo daga hjá honum í röð.
Ég veit það ekki ég kann þetta ekki, mér finnst fyrsta kvöldið oft alveg ágætt, bara að setjast upp í sófa, þurfa ekki að hugsa um mat eða neitt horfa á það sem ég vil eða lesa eitthvað skemmtilegt. Svo fer ég að sofa, það gengur svona la, la. Fyrsta daginn er þetta oft allt í lagi líka, maður drífur sig í göngutúr í rigningunni, kíkir í búðir eða reynir að koma heimilinu í horf, vinnur kannski upp einhvern þvott og skiptir á rúminu. Svo kemur kvöld númer tvö, þá leiðist mér yfirleitt þ.e. við hjónin áttum það til að elda góðan mat á laugardagskvöldum, opna eina til tvær rauðvín og sitja og spjalla um daginn og veginn. Nú veit ég ekkert hvað ég á að gera, rölti oft yfir til bróður míns og hans konu með rauðvínsflösku ef þau eru heima en ef ekki þá er þetta eiginlega bara hundfúlt. Svo kemur dagur nr. tvö OMG hvað á maður að gera þá. Ég hef meira að segja staðið sjálfa mig að því að fara í vinnuna.
Þetta er nú bara fyndið, maður kvartar alla vikuna yfir því að maður hafi engan tíma fyrir sjálfan sig og geri aldrei neitt fyrir sig svo koma svona heilu dagarnir þá veit maður ekkert í hvorn fótinn maður á að stíga. Málið er auðvitað að maður er svo mikil fjölskyldumaður og félagsvera að maður saknar þess að hafa ekki húsið fullt af fólki.
Þetta venst kannski með tímanum.
Núna um páskana voru sko sorglegustu páskar ever. Ég var með krakkana fram á laugardagskvöld, þá kom pabbi þeirra og sótti þau. Páskadagur rann upp og það rigndi svo ég vissi eiginlega ekkert hvað ég átti að gera en endaði uppí vinnu og vann rúmlega hálfan vinnudag og fór svo á Nings á leiðinni heim. Getur þetta verið verra?? :-( Jæja kvöldið bjargaðist þegar mágkona mín hringdi og bauð mér að koma yfir fór yfir með rauðvín, breezer og bjór og við fengum okkur bara vel í glas og enduðum á djamminu niður í bæ!! Já á páskanótt! Jæja ætluðum á Torvaldssen en hann var lokaður svo við enduðum á staðnum við hliðina á, Deco held ég að hann heiti og þar var Einar Ágúst að spila "læf" svo við dönsuðum bara og skemmtum okkur vel.
Jæja þetta gæti alveg verið verra.
Ferming
Jæja
Það er komið að því að ferma barn nr. 2. Reyndar er þetta afskaplega eitthvað afslappað núna, mér fannst þetta miklu meira mál þegar ég fermdi frumburðinn fyrir 2 árum síðan. Munurinn er sá að það var auðvitað í fyrsta skipti sem maður fermir og í öðru lagi héldum við ferminguna heima sem olli auðvitað smá raski heimafyrir í nokkra daga áður og á eftir. Núna bjóða húsakynnin ekki uppá það að halda stórar veislur svo við erum með þetta í sal.
Núna er ég að ferma stúlku, auðvitað er soldið meira mál að finna föt, greiðslu ofl. og auðvitað hafa stúlkur á þessum aldri mjög ákveðnar skoðanir um það hvernig þetta á allt að vera. En allavega ég er afskaplega afslöppuð yfir þessu, förum á morgun og skreytum salinn og röðum upp borðum og slíku. Svo er bara veislan á sunnudaginn og athöfnin auðvitað. Þurfum að mæta kl. 7:00 í greiðslu, en þetta er bara gaman.
Um kvöldið er hún búin að bjóða öllum 8 stelpunum í bekknum í partý þannig að ég verð nú ósköp fegin á mánudaginn þegar þessu verður öllu lokið.
En ég ætla að njóta þess.
Það er komið að því að ferma barn nr. 2. Reyndar er þetta afskaplega eitthvað afslappað núna, mér fannst þetta miklu meira mál þegar ég fermdi frumburðinn fyrir 2 árum síðan. Munurinn er sá að það var auðvitað í fyrsta skipti sem maður fermir og í öðru lagi héldum við ferminguna heima sem olli auðvitað smá raski heimafyrir í nokkra daga áður og á eftir. Núna bjóða húsakynnin ekki uppá það að halda stórar veislur svo við erum með þetta í sal.
Núna er ég að ferma stúlku, auðvitað er soldið meira mál að finna föt, greiðslu ofl. og auðvitað hafa stúlkur á þessum aldri mjög ákveðnar skoðanir um það hvernig þetta á allt að vera. En allavega ég er afskaplega afslöppuð yfir þessu, förum á morgun og skreytum salinn og röðum upp borðum og slíku. Svo er bara veislan á sunnudaginn og athöfnin auðvitað. Þurfum að mæta kl. 7:00 í greiðslu, en þetta er bara gaman.
Um kvöldið er hún búin að bjóða öllum 8 stelpunum í bekknum í partý þannig að ég verð nú ósköp fegin á mánudaginn þegar þessu verður öllu lokið.
En ég ætla að njóta þess.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)