Jæja
Það er komið að því að ferma barn nr. 2. Reyndar er þetta afskaplega eitthvað afslappað núna, mér fannst þetta miklu meira mál þegar ég fermdi frumburðinn fyrir 2 árum síðan. Munurinn er sá að það var auðvitað í fyrsta skipti sem maður fermir og í öðru lagi héldum við ferminguna heima sem olli auðvitað smá raski heimafyrir í nokkra daga áður og á eftir. Núna bjóða húsakynnin ekki uppá það að halda stórar veislur svo við erum með þetta í sal.
Núna er ég að ferma stúlku, auðvitað er soldið meira mál að finna föt, greiðslu ofl. og auðvitað hafa stúlkur á þessum aldri mjög ákveðnar skoðanir um það hvernig þetta á allt að vera. En allavega ég er afskaplega afslöppuð yfir þessu, förum á morgun og skreytum salinn og röðum upp borðum og slíku. Svo er bara veislan á sunnudaginn og athöfnin auðvitað. Þurfum að mæta kl. 7:00 í greiðslu, en þetta er bara gaman.
Um kvöldið er hún búin að bjóða öllum 8 stelpunum í bekknum í partý þannig að ég verð nú ósköp fegin á mánudaginn þegar þessu verður öllu lokið.
En ég ætla að njóta þess.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli