föstudagur, apríl 20, 2007

Gleðilegt sumar!

Þá er hann runninn upp sumardagurinn fyrsti. Þetta var ávallt mikill hátíðisdagur hjá okkur skátunum í Garðabæ. Talandi um það þá átti gamla skátafélagið mitt Vífill 40 ára afmæli í gær. Til hamingju.

Jæja, en í gær var líka mikill hátíðisdagur í bæjarfélaginu sem ég bý í núna, haldið var uppá opnun nýrrar íþróttamiðstöðvar og sundlaugar auk þess sem skátarnir seldu kaffi, lúðrasveitin spilaði, sunddeildin sýndi boðsund ofl. Það sem er kannski skemmtilegast í þessu öllu saman er að ég átti börn í öllu saman þar sem dóttirin er bæði í lúðrasveitinni og í skátunum og strákurinn er í sundinu.

En þessi dagur tókst mjög vel og ekki skemmdi veðrið fyrir þar sem það var alveg dásamlegt þó að kalt væri.

Engin ummæli: