Æji, nú ætla sjálfstæðismenn enn og aftur að klúðra þessu öllu... þeir verða að átta sig á því að þeir komast ekkert áfram á gamalli frægð.
Jú, ESB er umdeilanlegt, það er alveg rétt, en þeir eru bara búnir að afskrifa það... það er ekki í lagi með þá... auðvitað þurfum við að fara í aðildaviðræður og sjá hvað kemur útúr því....
Ég er reyndar að vona að Bjarni vinni formannsslaginn, held að hann sé meiri diplómat og geti frekar náð til þjóðarinnar en hann Kristján....
Púff... ég gæti alveg trúað mér til að kjósa eitthvað annað en minn gamla flokk í vor... þeir eru bara ekki að ná þessu sko.
föstudagur, mars 27, 2009
miðvikudagur, mars 25, 2009
Stjórnmálin þessa dagana
Það er nú soldið svoleiðis í dag að margir eru með hugmyndir um lausnir, en einhvern veginn er ekki búið að sannfæra mig enn um það hvað er réttast að gera.
1. Skuldir heimilanna
Á að fella niður 20% skulda allra heimila, eða bara hluta þeirra og hvaða skuldir á þá að taka inn, bara íbúðaskuldir eða eiga bíllán, yfirdráttarlán og önnur neyslulán að koma inn í reikninginn hmmm.... Á að fella niður skuldir á öll heimili, sumum þykir það réttast, en þá kemur á móti að við værum að eyða peningum ríkissjóðs ja eða peningum sem ríkissjóður á ekki einu sinni, í fullt af fjölskyldum sem þurfa ekkert á þessu að halda, en á móti kemur að ef við gerum þetta bara fyrir suma, þá hverja? Svo koma þau rök, að ef þetta er gert jafnt á alla, þá hafa þau heimili sem þó standa ágætlega meira á milli handanna og geta veitt þeim peningum aftur útí þjóðfélagið í formi neyslu eða sparnaðar.
Svo ræða sumir um að færa bara vísitöluna aftur um einhver stig, miða jafnvel við einhverja dagssetningu hmmm... já kannski, en hvað þá með lífeyrisþegana sem þegar hafa mátt blæða um þau 25% sem lífeyrissjóðirnir hafa rýrnað um, eiga þeir svo líka að tapa þessum 20% í viðbót sem vísitalan hefur hækkað um, ég veit það ekki.
2. ESB
Já ég er reyndar komin með sterka skoðun í því máli, ég vil að fari verði í viðræður og svo verði niðurstaðan lögð fyrir þjóðina. Við vitum ekkert hvað við fáum fyrr en við byrjum að semja. Það þýðir hvorki að ákveða það að fara í ESB "no matter what" eða hitt að slá það bara strax útaf borðinu og gefa sér að við fengjum ekki þetta og ekki hitt.
Ég veit ekki hvort það er farsælast fyrir mína þjóð að standa utan ESB eða ekki, fyrr en ég sé samninginn.
3. Gjaldmiðillinn
Hmm... er krónan ónýt? Ég veit það ekki, það hefur sína kosti að vera með eigin mynt og geta þá soldið sveiflað hlutunum eftir því sem hentar hverju sinni, á móti kemur að það er dýrt og svo er það óstöðugleikinn sem fylgir, þessar stöðugu sveiflur.
Þá kemur hitt, ef krónan er ónýt, eigum við þá að taka upp dollar? Já eða ganga í ESB og taka upp evruna?
Svo eru að koma kosningar og ég hef ekki hugmnynd hvað ég á að kjósa eða hvort einhver listi er með hugmyndir sem falla að mínum, sem eru nú reyndar eins og þið sjáið svona frekar takamarkaðar hmmm...
Æji, hvað ég er fegin að vera ekki hagfræðingur þessa dagana..........
1. Skuldir heimilanna
Á að fella niður 20% skulda allra heimila, eða bara hluta þeirra og hvaða skuldir á þá að taka inn, bara íbúðaskuldir eða eiga bíllán, yfirdráttarlán og önnur neyslulán að koma inn í reikninginn hmmm.... Á að fella niður skuldir á öll heimili, sumum þykir það réttast, en þá kemur á móti að við værum að eyða peningum ríkissjóðs ja eða peningum sem ríkissjóður á ekki einu sinni, í fullt af fjölskyldum sem þurfa ekkert á þessu að halda, en á móti kemur að ef við gerum þetta bara fyrir suma, þá hverja? Svo koma þau rök, að ef þetta er gert jafnt á alla, þá hafa þau heimili sem þó standa ágætlega meira á milli handanna og geta veitt þeim peningum aftur útí þjóðfélagið í formi neyslu eða sparnaðar.
Svo ræða sumir um að færa bara vísitöluna aftur um einhver stig, miða jafnvel við einhverja dagssetningu hmmm... já kannski, en hvað þá með lífeyrisþegana sem þegar hafa mátt blæða um þau 25% sem lífeyrissjóðirnir hafa rýrnað um, eiga þeir svo líka að tapa þessum 20% í viðbót sem vísitalan hefur hækkað um, ég veit það ekki.
2. ESB
Já ég er reyndar komin með sterka skoðun í því máli, ég vil að fari verði í viðræður og svo verði niðurstaðan lögð fyrir þjóðina. Við vitum ekkert hvað við fáum fyrr en við byrjum að semja. Það þýðir hvorki að ákveða það að fara í ESB "no matter what" eða hitt að slá það bara strax útaf borðinu og gefa sér að við fengjum ekki þetta og ekki hitt.
Ég veit ekki hvort það er farsælast fyrir mína þjóð að standa utan ESB eða ekki, fyrr en ég sé samninginn.
3. Gjaldmiðillinn
Hmm... er krónan ónýt? Ég veit það ekki, það hefur sína kosti að vera með eigin mynt og geta þá soldið sveiflað hlutunum eftir því sem hentar hverju sinni, á móti kemur að það er dýrt og svo er það óstöðugleikinn sem fylgir, þessar stöðugu sveiflur.
Þá kemur hitt, ef krónan er ónýt, eigum við þá að taka upp dollar? Já eða ganga í ESB og taka upp evruna?
Svo eru að koma kosningar og ég hef ekki hugmnynd hvað ég á að kjósa eða hvort einhver listi er með hugmyndir sem falla að mínum, sem eru nú reyndar eins og þið sjáið svona frekar takamarkaðar hmmm...
Æji, hvað ég er fegin að vera ekki hagfræðingur þessa dagana..........
laugardagur, mars 21, 2009
Fúlar á móti!
Jæja, ég fór á leikrit í gærkveldi sem heitir "Fúlar á móti", þetta er leikrit sem fjallar um breytingaskeið kvenna og miðaldra konur svona yfirleitt. Leikkonurnar Björk Jakobsdóttir, Edda Björgvinsdóttir og hún Helga Braga fara á kostum, þarna gera þær óspart grín að sjálfum sér og konum á svipuðum aldir.
Við fórum 12 saman að sjá leikritið, semsagt vorum þarna 3 konur á fimmtugsaldrinum, ein aðeins yngri, tveir menn á fimmtugsaldrinum og svo það sem skemmtilegast er að við vorum með fullt af unglingum, einn 21 árs, annan að verða 20, tvö sem verða 18 á þessu ári og tvö sem verða 16 á þessu ári. Þarna hlógum við og hlógum og ég hló svo mikið að tárin runni niður kinnarnar hehehe... fyndnast var að krakkarnir hlógu svo mikið líka og svo kom á eftir, mamma ég kannaðist sko við þetta og þetta og þetta.... hehehe...
Ég kannaðist svo sem við ýmislegt líka, þó ég eigi kannski erfitt með að viðurkenna það, en þarna var líka fullt sem ég kannast sko ekkert við og dró því þá ályktun að það sé langt í það að ég verði miðaldra....
fimmtudagur, mars 19, 2009
Í nýrri vinnu, ja eða þannig...
Nú er búið að loka vinnustaðnum mínum, ég er nú hjá sama fyrirtæki en sit við annað borð og í öðru húsi.
Hér er opið rými og sitjum við í 4ra manna stjörnubásum. Þó að ég vinni hjá sama fyrirtæki þá fylgja ekki allir með okkur hingað af gamla staðnum heldur var okkar litla vinnustað skipt á tvo staði, við vorum 8 send hingað en 6 fara á annan stað.
Þetta er nú svolítið átak, svona þegar maður er búinn að vera á sama stað í 13 ár, auk þess sem það tekur mig uþb. tvöfalt lengri tíma að komast í vinnuna heldur en áður og þá er ekki tekið tillit til umferðar, en gamli vinnustaðurinn var uppi á Höfða og yfirleitt var umferðarteppan ekki byrjuð þegar ég beygði útaf Vesturlandsveginum í vinnuna.
Það eru svo sem ákveðnir kostir í þessu líka, hér er mötuneyti (ef kost skyldi kalla, bætast örugglega einhver kíló við hmm...), og svo er hér mun fleira fólk og meiri svona dynamik. Auk þess benti einhver mér á að það væri mun styttra í Kringluna héðan en af gamla staðnum hehehe.... ég sem forðast það eins og pestina að fara þangað, fæ yfileitt hausverk af öllu saman hehehe.... Jú og hér eru líka mun fleiri strákar ;).
Reyndar sakna ég nú smá svona gamla staðarins, spjallsins, hádegishlésins, og ekki síst fólksins sem ekki kom með okkur hingað.
En lífið heldur áfram...
Hér er opið rými og sitjum við í 4ra manna stjörnubásum. Þó að ég vinni hjá sama fyrirtæki þá fylgja ekki allir með okkur hingað af gamla staðnum heldur var okkar litla vinnustað skipt á tvo staði, við vorum 8 send hingað en 6 fara á annan stað.
Þetta er nú svolítið átak, svona þegar maður er búinn að vera á sama stað í 13 ár, auk þess sem það tekur mig uþb. tvöfalt lengri tíma að komast í vinnuna heldur en áður og þá er ekki tekið tillit til umferðar, en gamli vinnustaðurinn var uppi á Höfða og yfirleitt var umferðarteppan ekki byrjuð þegar ég beygði útaf Vesturlandsveginum í vinnuna.
Það eru svo sem ákveðnir kostir í þessu líka, hér er mötuneyti (ef kost skyldi kalla, bætast örugglega einhver kíló við hmm...), og svo er hér mun fleira fólk og meiri svona dynamik. Auk þess benti einhver mér á að það væri mun styttra í Kringluna héðan en af gamla staðnum hehehe.... ég sem forðast það eins og pestina að fara þangað, fæ yfileitt hausverk af öllu saman hehehe.... Jú og hér eru líka mun fleiri strákar ;).
Reyndar sakna ég nú smá svona gamla staðarins, spjallsins, hádegishlésins, og ekki síst fólksins sem ekki kom með okkur hingað.
En lífið heldur áfram...
miðvikudagur, mars 18, 2009
Prófkjör
Nú um helgina voru prófkjör víða, í mínu kjördæmi voru bæði prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum og hjá Samfylkingu. Greinilegt er að konurnar hafa verið duglegar að koma og taka þátt, því nýju forystumennirnir á þessum tveimur listum eru mjög svo myndarlegir og hafa mikinn "kjörþokka". Svo er spurning hvað liggur á bak við myndarlegt útlitið. Hef reyndar ágætis trú á báðum þessum mönnum og efast ekki um að þeir séu með greind vel yfir meðallagi....
Einhvern tíman sem unglingur sagði ég að ég kysi bara þann lista þar sem mér þætti efsti maður myndarlegastur... hmm.... ég verð í miklum vandræðum í vor hehehehe....
mánudagur, mars 16, 2009
Afmæli
Enn á ný er komin "afmælisvertíð" hjá mér, tvö af börnum mínum eru "Fiskar" þ.e. í stjörnumerkinu fiskar.
Í gær hélt ég uppá afmæli þeirra fyrir fjölskylduna, hef gert það undanfarin ár, algjör óþarfi að baka margar perutertur og fá fjölskylduna hér í kaffi með tveggja vikna millibili hehehe.....
Á morgun er svo "leikskólaafmæli", þ.e. "blöðruhópurinn" kemur ásamt nokkrum aukadömum og verður þetta mikið fjör þ.e. þegar 10 leikskólakrakkar koma saman svona eftir leikskóla.
Jæja en allavega verður hér í boði pizzur og hundakökur á morgun.
Í gær hélt ég uppá afmæli þeirra fyrir fjölskylduna, hef gert það undanfarin ár, algjör óþarfi að baka margar perutertur og fá fjölskylduna hér í kaffi með tveggja vikna millibili hehehe.....
Á morgun er svo "leikskólaafmæli", þ.e. "blöðruhópurinn" kemur ásamt nokkrum aukadömum og verður þetta mikið fjör þ.e. þegar 10 leikskólakrakkar koma saman svona eftir leikskóla.
Jæja en allavega verður hér í boði pizzur og hundakökur á morgun.
laugardagur, mars 07, 2009
Milljarða.....
Já talandi um milljarða, þá fór ég tvisvar í vikunni á sýningu sem tengdist einhverju svona milljarðadæmi. Hvað er milljarður? jú þúsund milljónir, en hvað eru þúsund milljónir? Ég persónulega skil svona aðeins færri milljónir eins og 30 milljónir sem er svona verð á góðri íbúð, tvær milljónir sem eru svona verð á sæmilegum bíl, 5 milljónir sem eru svona meðalárslaun fyrir skatta osfrv. Ég get svona séð fyrir mér allt að kannski 100 milljónum, það eru stærðir sem ég skil.. eftir það verður þetta bara heill haugur af peningum....hmmm...
Á fimmtudagskvöldinu fór ég og sá sýninguna "Milljarðamærin snýr aftur" í Borgarleikhúsinu og var það einstök sýning. Bæði voru leikararnir frábærir og svo er ádeila leikritsins líka mjög tímabær. Getur maður fengið allt ef maður á nógu mikinn pening, er fólk tilbúið að gera hvað sem er fyrir peninga? Hvenær er örvæntingin orðin nógu mikil til að fólk sé tilbúið að leggja öllum sínum siðferðislegum gildum? En allavega mjög gott leikrit og ég get mælt með því við hvern sem er.
Í dag sá ég svo kvikmyndina "Viltu vinna milljarð?". Hún er einnig mjög góð og sýnir okkur inn í heim, munaðarlausra barna á Indlandi, maður fær nú bara hroll þegar maður hugsar til þess að það eru mörg börn enn í dag á Indlandi sem búa við þessi kjör. Boðskapur myndarinnar er kannski ekki svo mikill, en samt að ekkert er svo með öllu illt að ekki boði nokkuð gott hmmm... eða enginn þannig séð, en meira svona að sýna eymd og fátækt.
Allavega er ég svo sem engu nær hvað milljarður er stór og mikil upphæð eða stór stafli af peningum, en get innilega mælt með báðum þessum sýningum.
fimmtudagur, mars 05, 2009
Fundasetur
Já þessi vika hefur verið frekar svona þéttsetin af fundum. Bæði vinnutengdum, tengdum félagsstörfum sem ég er í og svo stjórnmálafundum.
Einhvern tíman var sagt að vinnuævin væri þannig að í upphafi ynni maður mikið en færi lítið á fundi en eftir því sem á liði starfsævina ynni maður minna en meiri tími færi í fundarsetur... skv. þessari viku þá er ég á leiðinni á eftirlaun hehehe....
Allavega sat ég tvo mjög skemmtilega stjórnmálafundi, innst inni hvílir í mér forsætisráðherra sko... hehehe... nei bara jók, en ég hef löngum haft soldinn áhuga á stjórnmálum og í þessari viku buðust tveir fundir þar sem fólk í framboði fyrir sjálfstæðisflokkinn í SV kom og kynnti sig.
Á fyrri fundinum voru 3 konur sem allar eru í framboði, en þær eru Þorgerður Katrín, Ragnheiður Ríkharðs og Bryndís Haraldsdóttir, þar sem tvær þessar síðarnefndu búa hér í bæ, en Þorgerður kom úr Hafnarfirði sem gestur. Þetta var nú ekkert sérstaklega fjölmennur fundur en mjög fjörugar umræður spunnust og var ýmislegt látið fjúka.
Á seinni fundinum komu Bjarni Ben, Jón Gunnarsson og Bryndís aftur. Þessi fundur var nú ívið fjölmennari og mun fleiri karlmenn mættir í salinn. Þarna spunnust líka nokkrar umræður þó ekki fyndist mér þær eins fjörugar og á fyrri fundinum, enda notar Bjarni kannski soldið fleiri orð til að koma skoðunum sínum á framfæri eða... hann talaði allavega voða mikið, þó ekki muni ég allt sem hann sagði hehehe... enda er maðurinn fjallmyndarlegur hmmm....
En kannski er aðalatriðið í þessari umfjöllun minni það að ég fór á þessa fundi til að sjá hvort einhver von væri enn í flokknum mínum og já... ég hef trú á þeim. Þó að þau hafi setið við stjórnartaumana þegar allt fór í bál og brand, að þá treysti ég þeim langbest til að koma okkur uppúr þessum öldudal sem við erum í.
En það var eitt sem ég vildi koma hér að, mér hefur þótt lengi að konur eigi undir högg að sækja í sjálfstæðisflokknum og var Bjarni nú m.a. spurður útí það á fundinum og þótti mér það mjög góður punktur. En flokkurinn hefur mun minna fylgi meðal kvenna en karlmanna. En svo gat ég nú ekki setið á mér og á leið Bjarna útaf fundinum stoppaði ég hann og hélt smá tölu yfir honum hvað flokkurinn ætti að gera til að eiga séns í fylgi kvenna... bara svona þurfti að koma nokkrum punktum að, vona að hann hafi vit á að taka þá til greina.
Eitt enn, hann Bjarni minn klikkar reyndar soldið á einu, jú jú hann er af ríku fólki kominn og fæddur með silfurskeið í munni. Mér finnst að stjórnmálamenn þurfi aðeins að líta sér nær, sérstaklega í þessari kreppu, en á fundinn mætti Bjarni í mjög flottum jakkafötum efast ekki um að þau hafi kostað skildinginn, en það er kannski allt í lagi en að mæta svo á Benz 500 með einkanúmerinu 193 finnst mér aðeins skotið yfir markið, hann hefði kannski getað komið á konubílnum, hmm... nema það sé Benzjeppi, líka á einkanúmerum hehehe.... (man reyndar eftir því að pabbi hans átti alltaf bíl með númerinu G193.....)
jæja nóg í bili
þriðjudagur, mars 03, 2009
Viðburðarík vika.
Já... nú er komin heil vika sem ég hef ekki bloggað. Vá þetta var soldið buisy vika. Sonurinn átti afmæli á mánudag og við fórum gamla fjölskyldan á Ask að fá okkur að borða, auk þess sem það var bolludagur var maður auðvitað úttroðinn af mat og öðru. Svo var sprengidagur á þriðjudag og enn var borðað. Á miðvikudag var svo öskudagur og þá fór Skottan mín í kisubúning og eftir leikskóla var svo afmæli hjá vini hennar.
Á fimmtudaginn mættum við í foreldraviðtal hjá kennara Gelgjunnar og hún fékk frábæra umsögn, eins og við var að búast. Nú er bara spurning í hvaða skóla hún vill fara í haust, hún verður nú vonandi svo vel sett að hún getur valið.
Saumaklúbbur var á fimmtudagskvöldið, rosa fjör, langt síðan við hittumst síðast, engar nýjar óléttusögur, enda erum við svona komnar á þann aldur að við erum hættar að eiga börn, farnar að bíða eftir barnabörnum hehehe...
Alla vikuna var ég reyndar með mikið kvef og einhvern hita og endaði svo á penicillínkúr fyrir helgina, frekar fúlt, en ég held bara að þetta sé í fyrsta skipti á ævinni sem ég enda á sýklalyfjum í framhaldi af kvefi.
Laugardagskvöldið var nú eiginlega toppurinn á tilverunni, og má þakka því fyrirbrigði sem nefnist "fésbók" en þar voru skipulagðir endurfundir nokkurra árganga úr Garðabænum. Þetta var eins og einhver sagði "útópískt" eða eins og önnur orðaði þetta "Hvað eru eiginlega þessir kallar og kerlingar að gera hér" hehehe..... Þarna hitti maður heilan helling af fólki sem var með mér í gaggó og barnaskóla, alveg ótrúlegt. Við höfðum á orði stelpurnar að það væri bara fyndið hvað strákarnir væru orðnir kallalegir en við ennþá miklar pæjur, þó sjálfsagt megi það þakka þolinmæðum hárgreiðslukonum útí bæ sem nenna endalaust að hylja gráu hárin og svo höfum við konurnar það framyfir kallana að sjálfsagt þykir að við berum framan í okkur alls konar spartsl og litað krem auk maskara, augnskugga, varalits og hvað þetta heitir eiginlega allt saman ......
En allavega var þetta mjög viðburðarík og á flestan hátt mjög ánægjuleg vika.
Á fimmtudaginn mættum við í foreldraviðtal hjá kennara Gelgjunnar og hún fékk frábæra umsögn, eins og við var að búast. Nú er bara spurning í hvaða skóla hún vill fara í haust, hún verður nú vonandi svo vel sett að hún getur valið.
Saumaklúbbur var á fimmtudagskvöldið, rosa fjör, langt síðan við hittumst síðast, engar nýjar óléttusögur, enda erum við svona komnar á þann aldur að við erum hættar að eiga börn, farnar að bíða eftir barnabörnum hehehe...
Alla vikuna var ég reyndar með mikið kvef og einhvern hita og endaði svo á penicillínkúr fyrir helgina, frekar fúlt, en ég held bara að þetta sé í fyrsta skipti á ævinni sem ég enda á sýklalyfjum í framhaldi af kvefi.
Laugardagskvöldið var nú eiginlega toppurinn á tilverunni, og má þakka því fyrirbrigði sem nefnist "fésbók" en þar voru skipulagðir endurfundir nokkurra árganga úr Garðabænum. Þetta var eins og einhver sagði "útópískt" eða eins og önnur orðaði þetta "Hvað eru eiginlega þessir kallar og kerlingar að gera hér" hehehe..... Þarna hitti maður heilan helling af fólki sem var með mér í gaggó og barnaskóla, alveg ótrúlegt. Við höfðum á orði stelpurnar að það væri bara fyndið hvað strákarnir væru orðnir kallalegir en við ennþá miklar pæjur, þó sjálfsagt megi það þakka þolinmæðum hárgreiðslukonum útí bæ sem nenna endalaust að hylja gráu hárin og svo höfum við konurnar það framyfir kallana að sjálfsagt þykir að við berum framan í okkur alls konar spartsl og litað krem auk maskara, augnskugga, varalits og hvað þetta heitir eiginlega allt saman ......
En allavega var þetta mjög viðburðarík og á flestan hátt mjög ánægjuleg vika.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)