fimmtudagur, mars 05, 2009

Fundasetur


Já þessi vika hefur verið frekar svona þéttsetin af fundum. Bæði vinnutengdum, tengdum félagsstörfum sem ég er í og svo stjórnmálafundum.

Einhvern tíman var sagt að vinnuævin væri þannig að í upphafi ynni maður mikið en færi lítið á fundi en eftir því sem á liði starfsævina ynni maður minna en meiri tími færi í fundarsetur... skv. þessari viku þá er ég á leiðinni á eftirlaun hehehe....

Allavega sat ég tvo mjög skemmtilega stjórnmálafundi, innst inni hvílir í mér forsætisráðherra sko... hehehe... nei bara jók, en ég hef löngum haft soldinn áhuga á stjórnmálum og í þessari viku buðust tveir fundir þar sem fólk í framboði fyrir sjálfstæðisflokkinn í SV kom og kynnti sig.

Á fyrri fundinum voru 3 konur sem allar eru í framboði, en þær eru Þorgerður Katrín, Ragnheiður Ríkharðs og Bryndís Haraldsdóttir, þar sem tvær þessar síðarnefndu búa hér í bæ, en Þorgerður kom úr Hafnarfirði sem gestur. Þetta var nú ekkert sérstaklega fjölmennur fundur en mjög fjörugar umræður spunnust og var ýmislegt látið fjúka.

Á seinni fundinum komu Bjarni Ben, Jón Gunnarsson og Bryndís aftur. Þessi fundur var nú ívið fjölmennari og mun fleiri karlmenn mættir í salinn. Þarna spunnust líka nokkrar umræður þó ekki fyndist mér þær eins fjörugar og á fyrri fundinum, enda notar Bjarni kannski soldið fleiri orð til að koma skoðunum sínum á framfæri eða... hann talaði allavega voða mikið, þó ekki muni ég allt sem hann sagði hehehe... enda er maðurinn fjallmyndarlegur hmmm....

En kannski er aðalatriðið í þessari umfjöllun minni það að ég fór á þessa fundi til að sjá hvort einhver von væri enn í flokknum mínum og já... ég hef trú á þeim. Þó að þau hafi setið við stjórnartaumana þegar allt fór í bál og brand, að þá treysti ég þeim langbest til að koma okkur uppúr þessum öldudal sem við erum í.

En það var eitt sem ég vildi koma hér að, mér hefur þótt lengi að konur eigi undir högg að sækja í sjálfstæðisflokknum og var Bjarni nú m.a. spurður útí það á fundinum og þótti mér það mjög góður punktur. En flokkurinn hefur mun minna fylgi meðal kvenna en karlmanna. En svo gat ég nú ekki setið á mér og á leið Bjarna útaf fundinum stoppaði ég hann og hélt smá tölu yfir honum hvað flokkurinn ætti að gera til að eiga séns í fylgi kvenna... bara svona þurfti að koma nokkrum punktum að, vona að hann hafi vit á að taka þá til greina.

Eitt enn, hann Bjarni minn klikkar reyndar soldið á einu, jú jú hann er af ríku fólki kominn og fæddur með silfurskeið í munni. Mér finnst að stjórnmálamenn þurfi aðeins að líta sér nær, sérstaklega í þessari kreppu, en á fundinn mætti Bjarni í mjög flottum jakkafötum efast ekki um að þau hafi kostað skildinginn, en það er kannski allt í lagi en að mæta svo á Benz 500 með einkanúmerinu 193 finnst mér aðeins skotið yfir markið, hann hefði kannski getað komið á konubílnum, hmm... nema það sé Benzjeppi, líka á einkanúmerum hehehe.... (man reyndar eftir því að pabbi hans átti alltaf bíl með númerinu G193.....)

jæja nóg í bili

Engin ummæli: