þriðjudagur, mars 03, 2009

Viðburðarík vika.

Já... nú er komin heil vika sem ég hef ekki bloggað. Vá þetta var soldið buisy vika. Sonurinn átti afmæli á mánudag og við fórum gamla fjölskyldan á Ask að fá okkur að borða, auk þess sem það var bolludagur var maður auðvitað úttroðinn af mat og öðru. Svo var sprengidagur á þriðjudag og enn var borðað. Á miðvikudag var svo öskudagur og þá fór Skottan mín í kisubúning og eftir leikskóla var svo afmæli hjá vini hennar.

Á fimmtudaginn mættum við í foreldraviðtal hjá kennara Gelgjunnar og hún fékk frábæra umsögn, eins og við var að búast. Nú er bara spurning í hvaða skóla hún vill fara í haust, hún verður nú vonandi svo vel sett að hún getur valið.

Saumaklúbbur var á fimmtudagskvöldið, rosa fjör, langt síðan við hittumst síðast, engar nýjar óléttusögur, enda erum við svona komnar á þann aldur að við erum hættar að eiga börn, farnar að bíða eftir barnabörnum hehehe...

Alla vikuna var ég reyndar með mikið kvef og einhvern hita og endaði svo á penicillínkúr fyrir helgina, frekar fúlt, en ég held bara að þetta sé í fyrsta skipti á ævinni sem ég enda á sýklalyfjum í framhaldi af kvefi.

Laugardagskvöldið var nú eiginlega toppurinn á tilverunni, og má þakka því fyrirbrigði sem nefnist "fésbók" en þar voru skipulagðir endurfundir nokkurra árganga úr Garðabænum. Þetta var eins og einhver sagði "útópískt" eða eins og önnur orðaði þetta "Hvað eru eiginlega þessir kallar og kerlingar að gera hér" hehehe..... Þarna hitti maður heilan helling af fólki sem var með mér í gaggó og barnaskóla, alveg ótrúlegt. Við höfðum á orði stelpurnar að það væri bara fyndið hvað strákarnir væru orðnir kallalegir en við ennþá miklar pæjur, þó sjálfsagt megi það þakka þolinmæðum hárgreiðslukonum útí bæ sem nenna endalaust að hylja gráu hárin og svo höfum við konurnar það framyfir kallana að sjálfsagt þykir að við berum framan í okkur alls konar spartsl og litað krem auk maskara, augnskugga, varalits og hvað þetta heitir eiginlega allt saman ......

En allavega var þetta mjög viðburðarík og á flestan hátt mjög ánægjuleg vika.

Engin ummæli: