föstudagur, apríl 03, 2009

Að berja hausnum við steininn, berja járnið á meðan það er heitt eða eitthvað þannig...

Fór á mjög góðan fyrirlestur um daginn. Hún hélt fyrirlesturinn hún Kolbrún B. Ragnarsdóttir, fjölskylduráðgjafi og hét hann "Það býr sigurvegari í þér". Ég ákvað bara að taka hana bókstaflega og skrá mig bara á næsu ólympíuleika... veit ekki aaalveg í hvaða grein... æji, það eru alveg 3 ár þangað til, hlýt að finna eitthvað....

Nei grínlaust, en svo eins og alltaf í svona fyrirlestrum kemur hjá manni, já en þetta er bara svona almennt "common sense". Auðvitað, þetta er allt svoleiðis, en maður virðist samt þurfa að heyra það 100 sinnum til að fatta það sko....


Ég er reyndar ekki að segja að ég hafi eitthvað fengið uppljómun þarna en...

Spurningarnar voru:

Hvað viltu? Draumar þínir, settu þér markmið
Hvað geturðu? Trúðu á sjálfa þig
Hvað þorirðu? Dansaður við óttann
Hvaða ábyrgð ertu tilbúin að taka? Taktu fulla ábyrgð
Hvaða úthald hefurðu? Það sem þarf
Hvers virði er það sem þú ætlar að gera? Lífsnauðsyn - Ástríða

Svo talaði hún um að jákvætt fólk lifði uþb. 7-12 árum lengur en neikvætt.

Niðurstaðan er, þú getur allt sem þú vilt og aðeins meira ef það er það sem þarf.

Brostu.

Engin ummæli: