Ég var minnt á það að ég ætti að vera dugleg að blogga nú á meðan ég er stödd í "útlandinu", auðvitað þarf ég að vera það.
Kom hér til Bergen á sunnudagseftirmiðdag eftir tiltölulega þægilegt flug. Lenti reyndar í því sem ég vissi ekki að ég þurfti að fara í gegn um tollskoðun í Osló, sem þýddi að ég þurfti svo aftur að fara í gegn um öryggisskoðun í Osló eins og þegar maður fer til útlanda hmmmm..... hafði ekki áttað mig á þessu. En útaf þessu fór Amarula pelinn sem ég hafði keypt í fríhöfninni auk einnar coke light flösku beint í ruslið æjæjæj.... en ég man það í næstu ferð að láta innsigla það sem ég kaupi í fríhöfninni.... sem betur fer slapp ég í gegn með kremið, tannkremið og svitalyktaeyðirinn sem ég hafði líka keypt.
Hér á Bergenflugvelli tók svo á móti mér elskuleg föðursystir mín og maðurinn hennar, en hún hefur búið hér í yfir 30 ár. Ég hafði nefnilega "bókað" gistingu hjá þeim fyrstu tvær næturnar, en íbúðina fékk ég ekki fyrr en á þriðjudag. Þegar til þeirra var komið, var mættur þar sonur hennar sem einnig býr hér og tvö af þremur börnum hans, þetta var voða gaman, enda hafði ég ekki séð krakkana fyrr.
Á mánudagsmorgun tók ég svo leigubíl í vinnuna, svona fyrsta daginn. Þegar þangað var komið var búið að finna handa mér skrifborð og setja upp tölvu fyrir mig, fartölvu sem ég má svo hafa með mér hingað í íbúðina á kvöldin ef ég vil. Dagurinn fór svo í að fara yfir öryggisreglur, skrifa undir trúnaðarskjöl, ræða málin við gamla vinkonu mína sem einnig vinnur hjá BKK (Bergens halvöens kommunale kraftværk), rata um vinnustaðinn, láta útbúa aðgangskort ofl. ofl. Fékk svo far með þessari vinkonu minni sem fyrir algjöra "tilviljun" býr með yfirmanni mínum hér hjá BKK hehehe.... nei auðvitað er það engin tilviljun enda þekkir hún mig af mínum fyrri störfum auk þess sem við vorum skólafélagar í Háskólanum og hún var einnig við nám í DTU á svipuðum tíma og ég... þannig að víða liggja leiðir.
framhald á morgun.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
svona á að gera þetta - meira takk - á morgun - fá að heyra hvernig bærinn er um helgina og svo hvernig er að vera svona ein með sjálfri þér og stunda innri íhugun ;) kem svo .... manstu dílinn - MISS YOU kv. Maddamamma
Skrifa ummæli