Svo hafa nú dagarnir liðið áfram í rólegheitum hér í Bergen, er búin að finna þessa fínu búð sem er hér rétt hjá og ég get verslað allt sem ég þarf. Á svo eftir að finna "ríkið" til að fylla uppí skarð líkjörspelans sem fór í ruslið í Osló hehehe.... en annars er ég bara fín.
Komst reyndar að því að skórnir sem ég nota venjulega og eru með svona tæplega 4 cm háum hæl ganga eiginlega ekki hér. Allar götur hér steinlagðar með gapi á milli og hælarnir festast þar og tætast upp auk þess sem erfitt getur verið að fóta sig í þeim í þessum mikla halla. hehehe... en allavega er ég búin að fjárfesta í fínum ECCO skóm með engum hæl.... En ég ætla ekki að diskútera verðlagið hérna, enda er það örugglega efni í heilan pistil, svona þegar maður færir þetta yfir á "ónýtar" íslenskar krónur á genginu 1:22 hmmm.....
Helginni hefur svo verið eytt í faðmi fjölskyldunnar sko... á föstudagskvöld kom nefnilega dóttir þessarar frænku minnar sem hér býr í heimsókn en hún býr í Osló og okkur var öllum boðið út að borða á föstudagskvöld, í gær fórum við frænkurnar þ.e. þessi sem býr í Osló og ég í góðan göngutúr og kaffihúsarölt um bæinn og svo var "brunch" í hádeginu hjá frænku minni í dag.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
sounds nice - Hef eiginlega ákveðið að líf þitt í Bergen verði minn sýndarveruleiki hahahhaha þe lifa í gegnum þig á meðan rútínan nær mér gjörsamlega hér heima.... Kv. Madda
Skrifa ummæli