fimmtudagur, desember 10, 2009

Áður en ég dey.

Jæja, þá er ég búin að lesa bækurnar um dauðann hmmm....  Bókin "Áður en ég dey" fjallar um 16 ára gamla stúlku sem er með krabbamein og veit að hún á aðeins örfáa mánuði eftir.  Hún er aðeins 16 ára og auðvitað full af uppreisn gagnvart foreldrum sínum og umhverfi, svona týpískur 16 ára unglingur auk þess sem hún þarf að bera þann þunga bagga að vera dauðvona. 
Það eru ýmsar uppákomur sem sagt er frá í bókinni og það sem er skemmtilegt er að stúlkan gerir lista yfir allt það sem hún vill gera áður en hún deyr og á þeim lista eru m.a. kynlíf, dóp, frægð, ást, segja já við öllu í heilan dag, fremja glæp osfrv.  Þessi bók er í senn átakanleg og skemmtileg, hún ýtir við manni, fær mann til að hugsa um hvað lífið er í raun dýrmætt og hve mikilvægt það er að njóta hvers augnabliks þess.    Hún kennir manni einnig sitthvað um ástina og það sem skiptir máli í lífinu.


Engin ummæli: