Ég á son sem er í menntaskóla, honum finnst ekkert sérstaklega gaman að lesa og sérstaklega ekki skólabækurnar, það sem bjargar honum í sinni góðu skólagöngu er að hann á mjög auðvelt með að læra hluti sem hann heyrir og er ágætlega klár. Allavega gengur honum mjög vel í skólanum þó ég sjái hann mjög sjaldan lesa skólabækur. Í vikunni var próf í Brennu-Njálssögu og minn maður auðvitað ekkert búinn að lesa þá bók frekar en aðrar, en hann var nú ekki að baki dottinn og fór á bókasafnið og náði sér í teiknimyndasögur sem gefnar hafa verið út á undanförnum árum og segja sögur úr Brennu-Njálssögu, þær heita Blóðregn, Brennan, Hetjan og Vetrarvíg. Ég kíkti nú í þessar bækur og svei mér þá ef ég þarf ekki að fara að lesa og rifja upp þessa stórmerku sögu.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli