Jæja það er að koma júlí, þessi helgi var alveg eins og helgarnar virðast oft vera á sumrin, það er þvílíkur hiti og sól núna en um helgina var bara rok og rigning og svo bara rok í gær.
Maður ætlaði að fara að viðra tjaldvagninn og koma sér í útilegustemmninguna svona úr því kallinn er loksins kominn í frí, en nei. Þetta er í fyrsta skipti í mörg ár sem við förum ekki á færeyska daga í Ólafsvík enda hvað á þetta líka að þýða að flytja færeysku dagana fram um eina viku. Ég er viss um að það verður gott veður fyrir vestan um næstu helgi eins og á að vera á færeyskum dögum.
Jæja, það fer að styttast í fríið hjá mér bara 2 vikur enn. En annars er tíminn ótrúlega fljótur að líða, er það ekki ellimerki?
sjáumst
mánudagur, júní 28, 2004
föstudagur, júní 18, 2004
Klemmudagar
Kannist þið við það að svona "klemmudagar" eru öðru vísi en aðrir dagar, manni líður svolítið eins og það sé mánudagur og svolítið eins og það sé föstudagur og veit ekki alveg hvernig manni á að líða!
Dagurinn í dag er svona "klemmudagur" (þ.e. hann klemmist á milli tveggja frídaga). Auðvitað á maður að taka sér frí svona daga. Það tekur því varla að byrja á neinu og samt er maður að rembast. Vinnufélagar mínir hafa líka margir tekið sér frí í dag, eða rétt kíkt fyrir hádegi af því að þeir þurftu að mæta á fund. Ekki nóg með það að það séu fáir í vinnunni og ekki mikið líf á skrifsstofunni að þá er tölvupósturinn líka niðri!
Hugsið ykkur fyrir ekki svo mörgum árum var þetta fyrirbæri ekki til en nú treysta allir á þetta og menn eru að fá verkefni og annað í gegn um tölvupóst. Mikilvæg persónuleg skilaboð og brandarar með tölvupósti eru orðnir jafnsjaálfsagðir og það að þurfa að borða og drekka!
Hérna hjá okkur fer fyrirtækið svolítið á hliðina við þetta að missa tölvupóstinn, sumir eru dauðfegnir það er að koma helgi og það koma ekki skilaboð um eitthvað svakalega mikilvægt sem þarf að klára fyrir mánudaginn þannig að menn geta verið í fríi, aðrir eru fegnir að losna við ruslpóstinn. En innst inni held ég að okkur líði öllum samt svolítið eins og kúknum í lauginni sem fær ekki póst!
Dagurinn í dag er svona "klemmudagur" (þ.e. hann klemmist á milli tveggja frídaga). Auðvitað á maður að taka sér frí svona daga. Það tekur því varla að byrja á neinu og samt er maður að rembast. Vinnufélagar mínir hafa líka margir tekið sér frí í dag, eða rétt kíkt fyrir hádegi af því að þeir þurftu að mæta á fund. Ekki nóg með það að það séu fáir í vinnunni og ekki mikið líf á skrifsstofunni að þá er tölvupósturinn líka niðri!
Hugsið ykkur fyrir ekki svo mörgum árum var þetta fyrirbæri ekki til en nú treysta allir á þetta og menn eru að fá verkefni og annað í gegn um tölvupóst. Mikilvæg persónuleg skilaboð og brandarar með tölvupósti eru orðnir jafnsjaálfsagðir og það að þurfa að borða og drekka!
Hérna hjá okkur fer fyrirtækið svolítið á hliðina við þetta að missa tölvupóstinn, sumir eru dauðfegnir það er að koma helgi og það koma ekki skilaboð um eitthvað svakalega mikilvægt sem þarf að klára fyrir mánudaginn þannig að menn geta verið í fríi, aðrir eru fegnir að losna við ruslpóstinn. En innst inni held ég að okkur líði öllum samt svolítið eins og kúknum í lauginni sem fær ekki póst!
mánudagur, júní 07, 2004
Mánudagur
Það er kominn mánudagur eina ferðina enn. Mánaðarmótin með sínum gluggapóstum (þeim hefur reyndar fækkað upp á síðkastið)komin og farin. Ég komst í gegn um þau í þetta sinn svona stóráfallalaust.
Veðrið hefur auðvitað verið ótrúlegt síðustu dagana og maður trúir því varla að það geti verið svona gott veður á Íslandi í maí-júní.
Maður hefur verið að myndast við að vinna í garðinum og sinna börnum og búi.
Ég fór í fertugsafmæli um helgina, enda nálgast þessi tímamót með ógnarhraða. Okkur fannst margir þarna sem eru rétt að skríða í fertugt vera voða miklar kerlingar og kallar og við hjónin vorum sammála um það að við og okkar vinir værum miklu unglegri en fólkið þarna (dream on).
Hafiði tekið eftir því að tíminn er fljótur að líða, þetta eru ellimerki heyrir maður þegar það er mánudagur og áður en maður veit af er komin helgi aftur og maður komst ekki yfir helminginn af því sem maður ætlaði að gera í vikunni.
Svo er þetta með að fara að byrja í átakinu, þori ekki að byrja held að það gangi ekkert vel, ég er svo mikill sykurgrís.
kv.
Veðrið hefur auðvitað verið ótrúlegt síðustu dagana og maður trúir því varla að það geti verið svona gott veður á Íslandi í maí-júní.
Maður hefur verið að myndast við að vinna í garðinum og sinna börnum og búi.
Ég fór í fertugsafmæli um helgina, enda nálgast þessi tímamót með ógnarhraða. Okkur fannst margir þarna sem eru rétt að skríða í fertugt vera voða miklar kerlingar og kallar og við hjónin vorum sammála um það að við og okkar vinir værum miklu unglegri en fólkið þarna (dream on).
Hafiði tekið eftir því að tíminn er fljótur að líða, þetta eru ellimerki heyrir maður þegar það er mánudagur og áður en maður veit af er komin helgi aftur og maður komst ekki yfir helminginn af því sem maður ætlaði að gera í vikunni.
Svo er þetta með að fara að byrja í átakinu, þori ekki að byrja held að það gangi ekkert vel, ég er svo mikill sykurgrís.
kv.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)