Það er kominn mánudagur eina ferðina enn. Mánaðarmótin með sínum gluggapóstum (þeim hefur reyndar fækkað upp á síðkastið)komin og farin. Ég komst í gegn um þau í þetta sinn svona stóráfallalaust.
Veðrið hefur auðvitað verið ótrúlegt síðustu dagana og maður trúir því varla að það geti verið svona gott veður á Íslandi í maí-júní.
Maður hefur verið að myndast við að vinna í garðinum og sinna börnum og búi.
Ég fór í fertugsafmæli um helgina, enda nálgast þessi tímamót með ógnarhraða. Okkur fannst margir þarna sem eru rétt að skríða í fertugt vera voða miklar kerlingar og kallar og við hjónin vorum sammála um það að við og okkar vinir værum miklu unglegri en fólkið þarna (dream on).
Hafiði tekið eftir því að tíminn er fljótur að líða, þetta eru ellimerki heyrir maður þegar það er mánudagur og áður en maður veit af er komin helgi aftur og maður komst ekki yfir helminginn af því sem maður ætlaði að gera í vikunni.
Svo er þetta með að fara að byrja í átakinu, þori ekki að byrja held að það gangi ekkert vel, ég er svo mikill sykurgrís.
kv.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli