föstudagur, júní 18, 2004

Klemmudagar

Kannist þið við það að svona "klemmudagar" eru öðru vísi en aðrir dagar, manni líður svolítið eins og það sé mánudagur og svolítið eins og það sé föstudagur og veit ekki alveg hvernig manni á að líða!

Dagurinn í dag er svona "klemmudagur" (þ.e. hann klemmist á milli tveggja frídaga). Auðvitað á maður að taka sér frí svona daga. Það tekur því varla að byrja á neinu og samt er maður að rembast. Vinnufélagar mínir hafa líka margir tekið sér frí í dag, eða rétt kíkt fyrir hádegi af því að þeir þurftu að mæta á fund. Ekki nóg með það að það séu fáir í vinnunni og ekki mikið líf á skrifsstofunni að þá er tölvupósturinn líka niðri!

Hugsið ykkur fyrir ekki svo mörgum árum var þetta fyrirbæri ekki til en nú treysta allir á þetta og menn eru að fá verkefni og annað í gegn um tölvupóst. Mikilvæg persónuleg skilaboð og brandarar með tölvupósti eru orðnir jafnsjaálfsagðir og það að þurfa að borða og drekka!

Hérna hjá okkur fer fyrirtækið svolítið á hliðina við þetta að missa tölvupóstinn, sumir eru dauðfegnir það er að koma helgi og það koma ekki skilaboð um eitthvað svakalega mikilvægt sem þarf að klára fyrir mánudaginn þannig að menn geta verið í fríi, aðrir eru fegnir að losna við ruslpóstinn. En innst inni held ég að okkur líði öllum samt svolítið eins og kúknum í lauginni sem fær ekki póst!

Engin ummæli: