Jæja það er að koma júlí, þessi helgi var alveg eins og helgarnar virðast oft vera á sumrin, það er þvílíkur hiti og sól núna en um helgina var bara rok og rigning og svo bara rok í gær.
Maður ætlaði að fara að viðra tjaldvagninn og koma sér í útilegustemmninguna svona úr því kallinn er loksins kominn í frí, en nei. Þetta er í fyrsta skipti í mörg ár sem við förum ekki á færeyska daga í Ólafsvík enda hvað á þetta líka að þýða að flytja færeysku dagana fram um eina viku. Ég er viss um að það verður gott veður fyrir vestan um næstu helgi eins og á að vera á færeyskum dögum.
Jæja, það fer að styttast í fríið hjá mér bara 2 vikur enn. En annars er tíminn ótrúlega fljótur að líða, er það ekki ellimerki?
sjáumst
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli