Úff!!
Þetta er nú ekki alveg í lagi. Nú missti ég 2 kg. í síðustu vigtun og varð ofsa ánægð með það. En hvað gerist svo. Litla skottið á heimilinu átti afmæli á föstudag og á var bökuð kaka, sem ég sem bakarinn þurfti auðvitað að smakka á og svo var fullt hús af gestum í gær og fleiri fleiri kökur á boðstólnum. Reyndar borðaði ég grænmetisskammtinn en eiginlega svo bara kökur (með sykri) í mat. Þannig að í dag er ég að springa úr sykurskorti, keypti mér súkkulaðistykki áðan!! Obbobbobb. Var enga stund að sporðrenna því og er svo að springa úr samviskubiti. Er maður ekki alveg í lagi? Haa.
Jæja en svo er saumaklúbbur í kvöld, ætla að fá mér smá en ég er svo sem ekki vön að missa mig í kræsingum í svona saumaklúbbum en á örugglega eftir að smakka á öllu!! það er bara ég.
Það voru allir að tala um það í gær hvað ég hefði grennst. Fólk er farið að sjá mun!! Svo ætla ég bara að éta þetta allt á mig aftur eða hvað?
Jæja þessar vikur eru ótrúlega erfiðar, það kemur kannski í ljós seinna hvað er í gangi en svona er stundum lífið bara töff.
Þarf að útbúa tómatsúpuna mína í kvöld til að eiga næstu daga.
bloggumst.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Hæ, datt inn á fínu síðuna þína og vildi "kvitta fyrir kaffinu" :-)
Ég er að reyna að koma inn svona tickerfactory borðum hjá mér en ég er bara rétt að byrja og ekki búin að átta mig á þessu enn.
kveðja
Friðrika
Skrifa ummæli