Jæja nú fer að líða að jólum. Er eitthvað voða lítið í jólaskapi, ég vildi bara að það væri einhver annar árstími. Mér finnst líf mitt ennþá vera í svo miklum ólgusjó og stundum næ ég landi og stundum ekki! Þið skiljið mig kannski ekki það er svo sem ekki von ekki geri ég það :-\ Þetta eru víst ekki svo óalgengar pælingar þegar fólk er svona nýfráskilið og ekki skilið eða illa misskilið æji ég veit það ekki alveg.
En spurningin er hið alræmda Aðfangadagskvöld!! Hvernig eigum við að hafa þetta? Eigum við að vera saman barnanna vegna (og eiginlega okkar vegna, ég held að við vildum það bæði þó það sé asnalegt eins og staðan er), eigum við að vera í sundur stórfjölskyldunnar vegna eða hvað?? Jæja að öðrum pælingum.
En hinum árlega piparkökubakstri er lokið og það var auðvitað svaka gaman eins og venjulega. Svo er hin árlega kalkúnaveisla "a la pabbi" á laugardaginn og hlakka ég mikið til. En það hófst þannig að foreldrar mínir gerðu það til skamms tíma að árlegum viðburði að bjóða okkur börnum og tengdabörnum (bara fullorðnir) í kalkúnajólahlaðborð í Argentínu. Það var mjög gott en svo fengum við einhvern tímann borð kl. 18:00 og þurftum eiginlega að fara út um 9 leytið því borðið var tvíbókað og þá fórum við heim til mömmu og pabba í koníak og líkjör og það var svo gaman hjá okkur að það var ákveðið að hafa þetta bara heima næst!! Þá væri hægt að drekka eins mikið rauðvín og maður gat í sig látið án þess að hafa áhyggjur af reikningum (eins og það hafi verið eitthvað "issue")og sitja eins lengi og maður vildi án þess að fá stressaða þjóna yfir sér. En síðan hefur þetta verið heima hjá mömmu og pabba, og enginn hefur minnst á Argentínu síðan, enda er kalkúnninn hans pabba eiginlega bara miklu betri heldur en hjá snillingunum á Argentínu!
Ég verð eiginlega að segja ykkur eina stórkostlega sögu af okkur fjölskyldunni tengt kalkúnum! Geri það næst.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli