föstudagur, desember 29, 2006
Flugeldar
Ég er mikil flugeldamanneskja, ég er aðalskjótarinn í minni fjölskyldu, kallinn hefur í gegn um tíðina ekkert verið spenntur fyrir þessu en krakkarnir eru að vakna sérstaklega drengurinn enda orðinn 15 ára.
Ég hef í gegn um tíðina haft svona prinsipp en það er að ef maður þarf að kaupa svona óþarfa eins og flugelda eigi maður að kaupa það hjá einhverjum sem notar ágóðann í einhverja góða hluti. Það þýðir að ég kaupi jólatré hjá "Landakoti" til styrktar krabbameinssjúkum börnum, og flugelda hjá Hjálparsveitinni, ég kaupi jóladagatalið hjá Lions osrfv. En svona er ég bara.
Ég hef í gegn um tíðina haft svona prinsipp en það er að ef maður þarf að kaupa svona óþarfa eins og flugelda eigi maður að kaupa það hjá einhverjum sem notar ágóðann í einhverja góða hluti. Það þýðir að ég kaupi jólatré hjá "Landakoti" til styrktar krabbameinssjúkum börnum, og flugelda hjá Hjálparsveitinni, ég kaupi jóladagatalið hjá Lions osrfv. En svona er ég bara.
miðvikudagur, desember 27, 2006
Jólin
Jæja þá eru jólin yfirstaðin.
Þetta var kannski ekki eins slæmt og ég var búin að ímynda mér. Fórum í mat til bróður míns á Aðfangadagskvöld, þvílík veisla og allir mættir. M+P, yngri bróðir minn með sína konu en þau voru barnlaus þessi jólin (það er svona með þessar flóknu fjölskyldur) og svo ég með krakkana. Okkur taldist svo að við hefðum ekki verið saman á Aðfangadagskvöld öll systkinin síðan 1990, það gera heil 16 ár. Þegar búið var að borða í rólegheitum, var farið í pakkaopnun og auðvitað með svona margt fólk þá tók þetta tvo og hálfan tíma allt saman en rosa gaman. Svo var eftirrétturinn snæddur og kökur og þá dreif ég mig með mitt lið til tengdó svo þau gætu séð framan í pabba sinn og heilsað uppá ömmu og afa. Þar tók við önnur pakkaopnun að vísu mun færri pakkar en ekki síður gaman. Svo staulaðist ég með liðið heim klukkan að ganga þrjú!
Jóladagurinn var ekki síður skemmtilegur, kallinn kom og sótti krakkana um tvöleytið og ég rölti yfir til litla bróður í aspassúpu og pakkaopnun hjá prinsinum þeirra. Svo þegar ég kom heim hringdi kallinn í mig og bauð mér að koma og snæða með þeim hangikjöt sem ég og gerði þannig að fjölskyldan var eiginlega saman bæði í Aðfangadag og Jóladag.
Annar í jólum var frekar rólegur, ég var ein heima, lá í sófanum og horfði á sjónvarpið m.a. á Harry Potter fór svo í langan og hressandi göngutúr, fattaði auðvitað í miðjum göngutúr að ég hafði gleymt Ipodinum og nýju göngustöfunum sem börnin gáfu mér í jólagjöf. Ég skaut því reyndar að kallinum hvort hann væri að gefa mér göngustafi svo ég gæti farið að stunda ferðir með Útivist og Ferðafélaginu en mér skilst að þar séu miklar líkur á að hitta miðaldra einhleypa karlmenn í konuleit og auðvitað konur í karlaleit!! Honum fannst þetta ekkert fyndið.
Jæja næst eru það áramótin.
Þetta var kannski ekki eins slæmt og ég var búin að ímynda mér. Fórum í mat til bróður míns á Aðfangadagskvöld, þvílík veisla og allir mættir. M+P, yngri bróðir minn með sína konu en þau voru barnlaus þessi jólin (það er svona með þessar flóknu fjölskyldur) og svo ég með krakkana. Okkur taldist svo að við hefðum ekki verið saman á Aðfangadagskvöld öll systkinin síðan 1990, það gera heil 16 ár. Þegar búið var að borða í rólegheitum, var farið í pakkaopnun og auðvitað með svona margt fólk þá tók þetta tvo og hálfan tíma allt saman en rosa gaman. Svo var eftirrétturinn snæddur og kökur og þá dreif ég mig með mitt lið til tengdó svo þau gætu séð framan í pabba sinn og heilsað uppá ömmu og afa. Þar tók við önnur pakkaopnun að vísu mun færri pakkar en ekki síður gaman. Svo staulaðist ég með liðið heim klukkan að ganga þrjú!
Jóladagurinn var ekki síður skemmtilegur, kallinn kom og sótti krakkana um tvöleytið og ég rölti yfir til litla bróður í aspassúpu og pakkaopnun hjá prinsinum þeirra. Svo þegar ég kom heim hringdi kallinn í mig og bauð mér að koma og snæða með þeim hangikjöt sem ég og gerði þannig að fjölskyldan var eiginlega saman bæði í Aðfangadag og Jóladag.
Annar í jólum var frekar rólegur, ég var ein heima, lá í sófanum og horfði á sjónvarpið m.a. á Harry Potter fór svo í langan og hressandi göngutúr, fattaði auðvitað í miðjum göngutúr að ég hafði gleymt Ipodinum og nýju göngustöfunum sem börnin gáfu mér í jólagjöf. Ég skaut því reyndar að kallinum hvort hann væri að gefa mér göngustafi svo ég gæti farið að stunda ferðir með Útivist og Ferðafélaginu en mér skilst að þar séu miklar líkur á að hitta miðaldra einhleypa karlmenn í konuleit og auðvitað konur í karlaleit!! Honum fannst þetta ekkert fyndið.
Jæja næst eru það áramótin.
föstudagur, desember 15, 2006
"Heiðarlegi flokkurinn og breiðu bökin
Maður á nú bara ekki til orð yfir þessari "tík" sem kölluð er pólitík. Það virðist einhvern veginn vera þannig að um leið og einhver flokkur kemst til valda þá eru vinum og vandamönnum raðað í feitar stöður og verkefni sem tilheyra viðkomandi.
Ég ætla ekki að rekja neitt hér, en menn geta litið á Reykjavík bæði undir stjórn R-listans og núna hjá Framsókn- og sjálfstæðismönnum. Skipulagsbreytingar í Mosó í tíð Sjálfstæðisflokksins og núna í tíð Sjálfstæðisflokksins og vinstri grænna, þetta var svo sem ekkert skárra þegar vinstri menn réðu þar. Kópavogurinn og æðstu menn þar osfrv. osfrv.
Hvað er eiginlega til ráða?? Það er alveg sama hver á í hlut það eru allir flokkar jafnspilltir. Ég er mikið að spá í að stofna nýjan flokk sem bæri heitið Heiðarlegi flokkurinn sem myndi ávallt hafa almenningshagsmuni í huga og framkvæma í samræmi við það.
Ég er líka búin að komast að því að ég er ein af þessum með breiðu bökin. Það er alveg sama hvað er gert sem á að koma almenningi til góða það bitnar alltaf á fólki eins og mér. Fólki sem er í vinnu hjá öðrum, á ágætis launum en engum súperlaunum og við þurfuma alltaf að borga, allt. Það er felldur niður hátekjuskatturinn OK, ég náði því ekki að borga hátekjuskatt nema einhvern 5000 kall á síðasta ári. Eignarskattur er felldur niður það er lika þannig ég hef ekki eignast nógu mikið til að borga eignarskatt, því ég skulda svo mikið. Svo er ég með of háar tekjur til að fá barnabætur og fæ mjög skertar vaxtabætur.
Ég borga mikið í skatta og þegar ég verð gömul verða svo fáir sem vinna að lífeyristekjurnar verða örugglega mjög mikið skertar. Ég var í skóla þegar skattlausa árið var, ég er ekki nógu gömul til að hafa "grætt" á verðbólgunni, ég þarf að borga námslánin í botn þau falla ekki niður eftir 20 ár eins og hjá fólki sem er eldra en ég og ég þarf meira að segja að borga vexti af námslánunum.
En svona er þetta einvher þarf að halda þjóðfélaginu gangandi. Mér finnst það eiginlega alltaf vera ég ;-)
Þetta er nú meira vælið!
Ég ætla ekki að rekja neitt hér, en menn geta litið á Reykjavík bæði undir stjórn R-listans og núna hjá Framsókn- og sjálfstæðismönnum. Skipulagsbreytingar í Mosó í tíð Sjálfstæðisflokksins og núna í tíð Sjálfstæðisflokksins og vinstri grænna, þetta var svo sem ekkert skárra þegar vinstri menn réðu þar. Kópavogurinn og æðstu menn þar osfrv. osfrv.
Hvað er eiginlega til ráða?? Það er alveg sama hver á í hlut það eru allir flokkar jafnspilltir. Ég er mikið að spá í að stofna nýjan flokk sem bæri heitið Heiðarlegi flokkurinn sem myndi ávallt hafa almenningshagsmuni í huga og framkvæma í samræmi við það.
Ég er líka búin að komast að því að ég er ein af þessum með breiðu bökin. Það er alveg sama hvað er gert sem á að koma almenningi til góða það bitnar alltaf á fólki eins og mér. Fólki sem er í vinnu hjá öðrum, á ágætis launum en engum súperlaunum og við þurfuma alltaf að borga, allt. Það er felldur niður hátekjuskatturinn OK, ég náði því ekki að borga hátekjuskatt nema einhvern 5000 kall á síðasta ári. Eignarskattur er felldur niður það er lika þannig ég hef ekki eignast nógu mikið til að borga eignarskatt, því ég skulda svo mikið. Svo er ég með of háar tekjur til að fá barnabætur og fæ mjög skertar vaxtabætur.
Ég borga mikið í skatta og þegar ég verð gömul verða svo fáir sem vinna að lífeyristekjurnar verða örugglega mjög mikið skertar. Ég var í skóla þegar skattlausa árið var, ég er ekki nógu gömul til að hafa "grætt" á verðbólgunni, ég þarf að borga námslánin í botn þau falla ekki niður eftir 20 ár eins og hjá fólki sem er eldra en ég og ég þarf meira að segja að borga vexti af námslánunum.
En svona er þetta einvher þarf að halda þjóðfélaginu gangandi. Mér finnst það eiginlega alltaf vera ég ;-)
Þetta er nú meira vælið!
miðvikudagur, desember 13, 2006
"Þittrúmið"
Svolítið skrýtinn titill á bloggi en þetta er það sem skottið kallar rúmið sitt. Málið er að í svefnherberginu er rimlarúm sem skottið á. Það er ekki mikið notað nema þegar mamma "nennir" að færa skottið á milli eftir að það er sofnað í stóra rúminu hennar mömmu.
Svo er auðvitað sagt, "settu þetta í þitt rúm!", "Farðu nú í þitt rúm", osfrv. Svo tók ég eftir því að skottið sagði við mig, "Mamma bangsarnir ætla að sofa í "þittrúminu"". "Ég set þetta bara í "þittrúmið"" osfrv. Þannig að opinbert heiti rúmsins er semsagt "Þittrúmið"
kv.
Svo er auðvitað sagt, "settu þetta í þitt rúm!", "Farðu nú í þitt rúm", osfrv. Svo tók ég eftir því að skottið sagði við mig, "Mamma bangsarnir ætla að sofa í "þittrúminu"". "Ég set þetta bara í "þittrúmið"" osfrv. Þannig að opinbert heiti rúmsins er semsagt "Þittrúmið"
kv.
mánudagur, desember 11, 2006
Hlutir til að blogga um
Þar sem ég fékk smá "breik" frá börnum um helgina fékk ég tíma til að hugsa. Ég komst að því að það er fullt af hlutum sem mig langar til að blogga um en ég hef eiginelga ekki tíma núna en ætla að birta listann þannig að næst þegar ég hef tíma þá hafi ég eitthvað að segja.
Kósíkvöld með krökkunum
Föndur fyrir jólin
Pabbahelgar
Kosti þess að búa ein (með 3 börn)
Ókosti þess að búa ein (með 3 börn)
Samgöngumál á Íslandi
Pólitík
þetta er allvega það sem kemur upp í hugann svona einn tveir og þrír.
Verð að gefa mér meiri tíma næst.
Kósíkvöld með krökkunum
Föndur fyrir jólin
Pabbahelgar
Kosti þess að búa ein (með 3 börn)
Ókosti þess að búa ein (með 3 börn)
Samgöngumál á Íslandi
Pólitík
þetta er allvega það sem kemur upp í hugann svona einn tveir og þrír.
Verð að gefa mér meiri tíma næst.
fimmtudagur, desember 07, 2006
Kalkúnasagan
Jæja, ég var víst búin að lofa kalkúnasögunni hérna.
Þannig er mál með vexti að ég er alin upp í kaupstað á Höfuðborgarsvæðinu og í þá daga var eiginlega bara ein aðalmatvöruverslun í bænum sem var á þeim tíma rekin af mjög röggsömum og duglegum kaupmanni. Annað sem kannski þarf að koma fram er að þetta var fyrir svona ca 25 árum síðan og þá var vöruúrval ekki það sama og í dag.
Við sitjum þarna við matarborðið í byrjun desember ég, bræður mínir tveir, mamma og pabbi. Pabbi segir svona í fréttum að það sé kominn kalkúnn í búðina. Mamma segir svona með aðdáunartóni já hann er alltaf svo flinkur hann .... og kemur með svona nýjungar í verslunina. Þá kemur svona upp úr öðrum bróður mínum já og þeir eru lifandi! Mamma varð svolítið hissa, en trúði öllu enn, svo fóru þeir að spinna bræður mínir og pabbi, það var hægt að kaupa kalkúninn lifandi og svo yrði hann geymdur fram á aðfangadag, já það var líka hægt að heilsa uppá kalkúninn því hann væri merktur með hálsól þar sem stæði nafn eigandans og maður gæti farið og gefið honum að éta osfrv. osfrv. við vorum farin að grenja úr hlátri en mamma var alltaf jafntrúgjörn, það var ekki fyrr en þeir sögðu að maður gæti fengi að vera viðstaddur slátrunina að mamma fattaði loksins í hvers konar vitleysu við værum komin!!
En þessi saga er alltaf sögð þegar við borðum kalkún og það verður örugglega ekki breyting á því á laugardaginn.
Hafið það gott.
Þannig er mál með vexti að ég er alin upp í kaupstað á Höfuðborgarsvæðinu og í þá daga var eiginlega bara ein aðalmatvöruverslun í bænum sem var á þeim tíma rekin af mjög röggsömum og duglegum kaupmanni. Annað sem kannski þarf að koma fram er að þetta var fyrir svona ca 25 árum síðan og þá var vöruúrval ekki það sama og í dag.
Við sitjum þarna við matarborðið í byrjun desember ég, bræður mínir tveir, mamma og pabbi. Pabbi segir svona í fréttum að það sé kominn kalkúnn í búðina. Mamma segir svona með aðdáunartóni já hann er alltaf svo flinkur hann .... og kemur með svona nýjungar í verslunina. Þá kemur svona upp úr öðrum bróður mínum já og þeir eru lifandi! Mamma varð svolítið hissa, en trúði öllu enn, svo fóru þeir að spinna bræður mínir og pabbi, það var hægt að kaupa kalkúninn lifandi og svo yrði hann geymdur fram á aðfangadag, já það var líka hægt að heilsa uppá kalkúninn því hann væri merktur með hálsól þar sem stæði nafn eigandans og maður gæti farið og gefið honum að éta osfrv. osfrv. við vorum farin að grenja úr hlátri en mamma var alltaf jafntrúgjörn, það var ekki fyrr en þeir sögðu að maður gæti fengi að vera viðstaddur slátrunina að mamma fattaði loksins í hvers konar vitleysu við værum komin!!
En þessi saga er alltaf sögð þegar við borðum kalkún og það verður örugglega ekki breyting á því á laugardaginn.
Hafið það gott.
miðvikudagur, desember 06, 2006
Jólaundirbúningur
Jæja nú fer að líða að jólum. Er eitthvað voða lítið í jólaskapi, ég vildi bara að það væri einhver annar árstími. Mér finnst líf mitt ennþá vera í svo miklum ólgusjó og stundum næ ég landi og stundum ekki! Þið skiljið mig kannski ekki það er svo sem ekki von ekki geri ég það :-\ Þetta eru víst ekki svo óalgengar pælingar þegar fólk er svona nýfráskilið og ekki skilið eða illa misskilið æji ég veit það ekki alveg.
En spurningin er hið alræmda Aðfangadagskvöld!! Hvernig eigum við að hafa þetta? Eigum við að vera saman barnanna vegna (og eiginlega okkar vegna, ég held að við vildum það bæði þó það sé asnalegt eins og staðan er), eigum við að vera í sundur stórfjölskyldunnar vegna eða hvað?? Jæja að öðrum pælingum.
En hinum árlega piparkökubakstri er lokið og það var auðvitað svaka gaman eins og venjulega. Svo er hin árlega kalkúnaveisla "a la pabbi" á laugardaginn og hlakka ég mikið til. En það hófst þannig að foreldrar mínir gerðu það til skamms tíma að árlegum viðburði að bjóða okkur börnum og tengdabörnum (bara fullorðnir) í kalkúnajólahlaðborð í Argentínu. Það var mjög gott en svo fengum við einhvern tímann borð kl. 18:00 og þurftum eiginlega að fara út um 9 leytið því borðið var tvíbókað og þá fórum við heim til mömmu og pabba í koníak og líkjör og það var svo gaman hjá okkur að það var ákveðið að hafa þetta bara heima næst!! Þá væri hægt að drekka eins mikið rauðvín og maður gat í sig látið án þess að hafa áhyggjur af reikningum (eins og það hafi verið eitthvað "issue")og sitja eins lengi og maður vildi án þess að fá stressaða þjóna yfir sér. En síðan hefur þetta verið heima hjá mömmu og pabba, og enginn hefur minnst á Argentínu síðan, enda er kalkúnninn hans pabba eiginlega bara miklu betri heldur en hjá snillingunum á Argentínu!
Ég verð eiginlega að segja ykkur eina stórkostlega sögu af okkur fjölskyldunni tengt kalkúnum! Geri það næst.
En spurningin er hið alræmda Aðfangadagskvöld!! Hvernig eigum við að hafa þetta? Eigum við að vera saman barnanna vegna (og eiginlega okkar vegna, ég held að við vildum það bæði þó það sé asnalegt eins og staðan er), eigum við að vera í sundur stórfjölskyldunnar vegna eða hvað?? Jæja að öðrum pælingum.
En hinum árlega piparkökubakstri er lokið og það var auðvitað svaka gaman eins og venjulega. Svo er hin árlega kalkúnaveisla "a la pabbi" á laugardaginn og hlakka ég mikið til. En það hófst þannig að foreldrar mínir gerðu það til skamms tíma að árlegum viðburði að bjóða okkur börnum og tengdabörnum (bara fullorðnir) í kalkúnajólahlaðborð í Argentínu. Það var mjög gott en svo fengum við einhvern tímann borð kl. 18:00 og þurftum eiginlega að fara út um 9 leytið því borðið var tvíbókað og þá fórum við heim til mömmu og pabba í koníak og líkjör og það var svo gaman hjá okkur að það var ákveðið að hafa þetta bara heima næst!! Þá væri hægt að drekka eins mikið rauðvín og maður gat í sig látið án þess að hafa áhyggjur af reikningum (eins og það hafi verið eitthvað "issue")og sitja eins lengi og maður vildi án þess að fá stressaða þjóna yfir sér. En síðan hefur þetta verið heima hjá mömmu og pabba, og enginn hefur minnst á Argentínu síðan, enda er kalkúnninn hans pabba eiginlega bara miklu betri heldur en hjá snillingunum á Argentínu!
Ég verð eiginlega að segja ykkur eina stórkostlega sögu af okkur fjölskyldunni tengt kalkúnum! Geri það næst.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)