Jæja, ég var víst búin að lofa kalkúnasögunni hérna.
Þannig er mál með vexti að ég er alin upp í kaupstað á Höfuðborgarsvæðinu og í þá daga var eiginlega bara ein aðalmatvöruverslun í bænum sem var á þeim tíma rekin af mjög röggsömum og duglegum kaupmanni. Annað sem kannski þarf að koma fram er að þetta var fyrir svona ca 25 árum síðan og þá var vöruúrval ekki það sama og í dag.
Við sitjum þarna við matarborðið í byrjun desember ég, bræður mínir tveir, mamma og pabbi. Pabbi segir svona í fréttum að það sé kominn kalkúnn í búðina. Mamma segir svona með aðdáunartóni já hann er alltaf svo flinkur hann .... og kemur með svona nýjungar í verslunina. Þá kemur svona upp úr öðrum bróður mínum já og þeir eru lifandi! Mamma varð svolítið hissa, en trúði öllu enn, svo fóru þeir að spinna bræður mínir og pabbi, það var hægt að kaupa kalkúninn lifandi og svo yrði hann geymdur fram á aðfangadag, já það var líka hægt að heilsa uppá kalkúninn því hann væri merktur með hálsól þar sem stæði nafn eigandans og maður gæti farið og gefið honum að éta osfrv. osfrv. við vorum farin að grenja úr hlátri en mamma var alltaf jafntrúgjörn, það var ekki fyrr en þeir sögðu að maður gæti fengi að vera viðstaddur slátrunina að mamma fattaði loksins í hvers konar vitleysu við værum komin!!
En þessi saga er alltaf sögð þegar við borðum kalkún og það verður örugglega ekki breyting á því á laugardaginn.
Hafið það gott.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli