Ég hitti góða vinkonu mín í gær, sem vinnur hjá stóru fyrirtæki í útrás. Þau voru að kaupa hollenskt fyrirtæki núna um daginn og hún fór að lýsa því hvað Hollendingar væru ófjölskylduvænir. Ég hváði við, enda hef ég alltaf haldið að þjóðir sem standa svona framalega væru með þetta fjölskyldudæmi alveg á hreinu.
Hún sagðist hafa hitt hollenska konu í stjórnunarstöðu og þær tóku tal saman. Vinkona spurði hana svona eins og gengur hvað hún ætti mörg börn enda á þessi vinkona mín 2 stykki. Sú hváði og leit á hana og sagði: "ég er að vinna". Já ég veit sagði þá vinkona mín en hvað áttu mörg börn, hélt að konan hefði misskilið sig, en þá sagði sú hollenska: "hérna velur maður". "Hvað meinarðu?" spurði þá vinkona mín. "Maður velur hvort maður ætlar að vinna eða eiga börn. Karlmennirnir geta gert hvoru tveggja en við konurnar þurfum að velja!" Vinkona mín varð alveg mállaus enda er hún í stjórnunarstöðu í sínu fyrirtæki og einstæð móðir með 2 börn.
Annað dæmi sagði hún mér líka en hún var í haust á námskeiði með 40 manns þar af 5 konur og voru þar nokkrir Hollendingar. Hún hitti þar einn yfir kvöldverði og þau ræddu málin og þar barst í tal að hún ætti börn. Hann horfði á hana og sagði að það hlyti að vera rosa erfitt fyrir þau hjónin að vera bæði að vinna með 2 börn. Þá leiðrétti vinkona mín hann og sagði að hún væri nú reyndar fráskilin og væri ein með börnin. Þá missti sá hollenski hökuna niður á maga. Það kom reyndar danskur maður henni til hjálpar og fór að útskýra þetta kerfi sem væri svo ríkjandi í Skandinavíu að þó maður sé fráskilin þá taki faðirinn mikinn þátt í uppeldi barna sinna og í Danmörku sé mjög algengt að foreldrar hafi börnin viku og viku. Sá hollenski leit á þau en var nú ekki sannfærður og fékk svo alveg áfall þegar vinkona mín bætti við að auðvitað væri það mjög algengt en sinn fyrrverandi væri nú búinn að búa í útlöndum síðasta hálfa árið og hefði ekkert haft börnin á þeim tíma. Ég held að þegar þarna var komið hafi Hollendingurinn flautað á þjóninn og pantað einn tvöfaldann!!! hehehehe......
Þessar íslensku ofurmömmur!!!
föstudagur, nóvember 30, 2007
Jólastuð
Jæja, nú eru jólin víst að koma eina ferðina enn, ég sem alltaf hef verið svo mikið jólabarn er bara ekki í neinu jólastuði. Hvað á maður eiginlega að gera til að komast í jólastuð. Ég veit það ekki, ég hálfkvíði bara fyrir jólunum, enda verður þetta fyrsta Aðfangadagskvöldið sem ég er barnlaus. Ég veit að ég verð auðvitað ekki alein, þar sem fjölskylda mín mun passa uppá það, hef engar áhyggjur af því en barnlaust Aðfangadagskvöld eru bara engin jól.
Í fyrra voru þau hjá mér, en svo fórum við heim til ömmu þeirra og afa og hittum pabba þeirra þar. Ég er bara eitthvað svo pirruð á honum núna að mig langar ekkert til að hitta hann á Aðfangadagskvöld, hann er algjörlega búinn að klúðra þessu núna, allavega líður mér þannig þessa dagana. Held að ég sé bara að því komin að afskrifa hann "for good". Þessi kona má bara eiga hann, hann er ekki einu sinni spennandi svona klikkaður eins og hann er þessa dagana.
Jæja það þýðir víst ekki að sökkva í eitthvað þunglyndi, ég er nú samt að vona að eitthvað af krökkunum verði nú hjá mér á jólanótt! Það er eitthvað svo voðalega sorglegt að vera aleinn á jólanótt, þó maður hafi hund.
Life goes on
Í fyrra voru þau hjá mér, en svo fórum við heim til ömmu þeirra og afa og hittum pabba þeirra þar. Ég er bara eitthvað svo pirruð á honum núna að mig langar ekkert til að hitta hann á Aðfangadagskvöld, hann er algjörlega búinn að klúðra þessu núna, allavega líður mér þannig þessa dagana. Held að ég sé bara að því komin að afskrifa hann "for good". Þessi kona má bara eiga hann, hann er ekki einu sinni spennandi svona klikkaður eins og hann er þessa dagana.
Jæja það þýðir víst ekki að sökkva í eitthvað þunglyndi, ég er nú samt að vona að eitthvað af krökkunum verði nú hjá mér á jólanótt! Það er eitthvað svo voðalega sorglegt að vera aleinn á jólanótt, þó maður hafi hund.
Life goes on
þriðjudagur, nóvember 27, 2007
Ég get allt sem ég vil!
Undanfarnar vikur hef ég verið á svona Dale Carnegie námskeiði, alveg frábært námskeið mæli með því við alla. En jæja ég er búin að stunda þetta af mikilli samviskusemi enda verkefni útaf fyrir sig.
Á þessu námskeiði höfum við þurft að segja frá ýmsu sem hefur haft áhrif á okkur, sem hefur mótað okkur og jafnvel sem stendur í vegi fyrir framförum hjá okkur.
Ég hef svo sem átt nokkrar frásagnir þarna, hef reyndar ekki kafað neitt ofboðslega djúpt enda enn þá á soldið svona viðkvæmu stigi til að fjalla um það sem er virkilega að hrjá mig, en þetta kemur örugglega með tímanum.
Í gærkveldi áttum við að fjalla um eitthvað af mikilli tilfinningu sýna tilfinningar og gráta og hlæja og allt það. Þarna komu fullt af mjög svo átakanlegum frásögnum en einnig nokkrar svona mjög svo heimspekilegar.
Ég fór ekki í grátinn enda hefði ég örugglega ekki getað staðið þarna fyrir framan allar þessar konur (þetta er sko kvennanámskeið) án þess að brotna ef ég hefði valið þá leiðinna. Ég ræddi aftur á móti um atvik frá unglingsárunum.
Málið er að ég var svo sem enginn vandræðaunglingur, en á unglingsárunum kom okkur mömmu kannski ekkert allt of vel saman. Þar sem ég er eina dóttirinn var hún sennilega að vonast eftir svona dömu en hún fékk hana ekki. Ég var bara skáti og í hjálparsveit og ef mér sýndist svo fór ég bara í gönguskónum, rifnum gallabuxum og stóru lopapeysunni hans bróður míns í skólann, mömmu minni til mikillar hrellingar. Ég svaraði henni líka oft fullum hálsi og er mér sérstaklega minnistætt eitt atvik er ég var í gaggó og átti minn kærasta sem ég þeyttist með aftan á skellinöðrunni hans. Mamma var sífellt að finna að því hvað ég kæmi seint heim og einn daginn stóð ég fyrir framan hana og tilkynnti mömmu minni það að maður gæti sko alveg orðið ófrískur á daginn!
Jæja, fegin er ég að dóttir mín er ekki komin í þennan pakka og er ljúf sem lamb þó unglingur sé. En jæja einn daginn þarna á mínum unglingsárum er ég eitthvað að vandræðast með framtíðina eins og unglingum er svo tamt. Sat þarna við eldhúsborðið og segi mömmu minni það að ég viti bara ekkert hvað ég vilji verða þegar ég verð stór. Þarna kom mamma á óvart. Hún horfði á mig og sagði: "............ mín, þú ert svo klár, falleg og dugleg að þú getur gert allt sem þú vilt!". Þetta er sko alveg satt hjá henni, enda hafa þetta verið mín einkunnarorð síðan. Maður hefur jafnvel farið að ögra sjálfum sér til að sjá hvort þetta gangi ekki upp.
En jæja þá kemur önnur pæling. Er þetta ekki að há mér þessa dagana, þegar ég þarf að læra að lifa með einhverju sem ég vill ekki og get ég þá ekki snúið þessu við og sagt, ég get ekki það sem ég vil ekki.
smá pæling.
Á þessu námskeiði höfum við þurft að segja frá ýmsu sem hefur haft áhrif á okkur, sem hefur mótað okkur og jafnvel sem stendur í vegi fyrir framförum hjá okkur.
Ég hef svo sem átt nokkrar frásagnir þarna, hef reyndar ekki kafað neitt ofboðslega djúpt enda enn þá á soldið svona viðkvæmu stigi til að fjalla um það sem er virkilega að hrjá mig, en þetta kemur örugglega með tímanum.
Í gærkveldi áttum við að fjalla um eitthvað af mikilli tilfinningu sýna tilfinningar og gráta og hlæja og allt það. Þarna komu fullt af mjög svo átakanlegum frásögnum en einnig nokkrar svona mjög svo heimspekilegar.
Ég fór ekki í grátinn enda hefði ég örugglega ekki getað staðið þarna fyrir framan allar þessar konur (þetta er sko kvennanámskeið) án þess að brotna ef ég hefði valið þá leiðinna. Ég ræddi aftur á móti um atvik frá unglingsárunum.
Málið er að ég var svo sem enginn vandræðaunglingur, en á unglingsárunum kom okkur mömmu kannski ekkert allt of vel saman. Þar sem ég er eina dóttirinn var hún sennilega að vonast eftir svona dömu en hún fékk hana ekki. Ég var bara skáti og í hjálparsveit og ef mér sýndist svo fór ég bara í gönguskónum, rifnum gallabuxum og stóru lopapeysunni hans bróður míns í skólann, mömmu minni til mikillar hrellingar. Ég svaraði henni líka oft fullum hálsi og er mér sérstaklega minnistætt eitt atvik er ég var í gaggó og átti minn kærasta sem ég þeyttist með aftan á skellinöðrunni hans. Mamma var sífellt að finna að því hvað ég kæmi seint heim og einn daginn stóð ég fyrir framan hana og tilkynnti mömmu minni það að maður gæti sko alveg orðið ófrískur á daginn!
Jæja, fegin er ég að dóttir mín er ekki komin í þennan pakka og er ljúf sem lamb þó unglingur sé. En jæja einn daginn þarna á mínum unglingsárum er ég eitthvað að vandræðast með framtíðina eins og unglingum er svo tamt. Sat þarna við eldhúsborðið og segi mömmu minni það að ég viti bara ekkert hvað ég vilji verða þegar ég verð stór. Þarna kom mamma á óvart. Hún horfði á mig og sagði: "............ mín, þú ert svo klár, falleg og dugleg að þú getur gert allt sem þú vilt!". Þetta er sko alveg satt hjá henni, enda hafa þetta verið mín einkunnarorð síðan. Maður hefur jafnvel farið að ögra sjálfum sér til að sjá hvort þetta gangi ekki upp.
En jæja þá kemur önnur pæling. Er þetta ekki að há mér þessa dagana, þegar ég þarf að læra að lifa með einhverju sem ég vill ekki og get ég þá ekki snúið þessu við og sagt, ég get ekki það sem ég vil ekki.
smá pæling.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)