mánudagur, júní 30, 2008
Fimmvörðuháls
Jæja góðir hálsar þá er maður búinn að fara yfir Fimmvörðuháls. Gelgjan og ég fórum með skátahópnum "okkar" í fjölskylduferð yfir Fimmvörðuháls. Þetta er nú ein lengsta 22 km. og erfiðasta dagleið sem hægt er að fara skilst manni, en við stelpurnar kláruðum þetta. Veðrið var yndislegt, sólarlaust, hlýtt og logn, efst uppi var nokkuð rok og voru þá jakkarnir dregnir fram, þegar komið var yfir hálsinn tekur við alveg dásamlegt útsýni og fjallasýn. Ekki var þokunni fyrir að fara þannig að þetta var bara meiriháttar. Mér skilst að það sé ekki oft sem maður er svona heppinn með veður þarna á hálsinum. Þegar komið var níður og í skálann, en ið gistum í skálanum í Básum tók á móti okkur grillað lambalæri sem snillinn hann Gunni hafði grillað, bakaðar kartöflur, salat og sósa, alveg æðislegt. Takk Gunni. Í gær fórum við svo í léttan göngutúr yfir Krossánna, þaðan í Langadal og röltum svo yfir í Húsadal þaðan sem við tókum svo rútuna heim.
Þórsmörkin er alltaf dásamleg og rómantísk, ég hef ekki verið þarna öðru vísi en í góðu veðri, þarna kyntist ég líka ástinni minni fyrir réttu 21 ári síðan, en ekki var nú rómantíkinni svo sem fyrir að fara í þessari ferð, því miður. Verð að drífa mig sem fyrst þarna aftur.
Þórsmörkin er alltaf dásamleg og rómantísk, ég hef ekki verið þarna öðru vísi en í góðu veðri, þarna kyntist ég líka ástinni minni fyrir réttu 21 ári síðan, en ekki var nú rómantíkinni svo sem fyrir að fara í þessari ferð, því miður. Verð að drífa mig sem fyrst þarna aftur.
fimmtudagur, júní 26, 2008
Smá blús!
Fékk þetta sent, smá svona pæling.
1. Þú veist að þú ert ástfangin þegar það erfiðasta sem þú gerir er að segja bless.
2. Við fengum tvær hendur, tvo fætur, tvö augu, tvö eyru, en af hverju bara eitt hjarta? Vegna þess að hitt var gefið örðum og við þurfum að finna það.
3. Besta gjöfin er að elska og vera elskuð á móti.
4. Ég lofa að gleyma aldrei deginum sem við hittumst, himnarnir geta grátið og stjörnurnar hrapað en ég mun alltaf elska þig.
5. Þegar þú elskar einhver er sá hinn sami að eilífu hluti af þér.
6. Það besta og fallegasta í heiminum er ekki hægt að sjá eða snerta, það verður að finna það með hjartanu.
7. Hjartað skynjar það sem augun sjá ekki og veit það sem við skiljum ekki.
8. Ég verð alltaf við hlið þér, þerra tárin og verð besti vinur þinn, ég brosi þegar þú brosir og ef þú grætur einu einasta tári þá lofa ég að gráta líka.
9. Ástin er ekki sýnileg með augunum en hjartað sér allt greinilega.
10. Elskaðu, og þú munt fá það margfalt til baka.
11. Skynsöm ást er ekki til vegna þess að hjartað ræður för.
12. Ef þú gefur einhverjum hjarta þitt, vertu þá tilbúin til að þiggja hans .....
þriðjudagur, júní 24, 2008
Pabbar!
Það er gott að eiga góðan pabba, það er engin spurning. Helstu slúðurfréttir dagsins fjalla einmitt um aðalslúðurdrottningarnar Amy Whinehouse og Britney Spears og hvernig pabbar þeirra standa við bakið á þeim.
Ok, en hvað varð um "pabba" okkar hann Geira harða, hann talar bara um það í útlöndum hvað sé gott hjá okkur að hafa krónuna, skapar sveigjanleika og frelsi, já sveigjanleika til að keyra okkur í kaf, frelsi til að setja allt á hausinn, sveigjanleika til að taka lán uppá 500 milljónir evra sem við verðum næstu 50 árin að borga af. Ég held að það sé betra að Seðlabanki Evrópu í Frankfurt hugsi ekkert um okkur heldur en að okkar eigin Seðlabanki sé að hugsa um okkur. Svei mér þá.
Heyrðu Geiri, þú átt að passa okkur, gefa okkur föðurlegar leiðbeiningar ekki veita okkur svo mikið frelsi að við förum okkur að voða!
over
mánudagur, júní 23, 2008
"Karlmannsverk" og "kvennmannsverk"!!
Við könnumst öll við þessa "klassíska" skiptingu á "karla-" og "kvennastörfum". Þegar maður lendir í því að vera einn neyðist maður til að gera ýmsa hluti sem áður flokkuðust undir "karlastörf" og sum að þessum "kvennastörfum" hafa aftur á móti verið látin sitja á hakanum. Ég er t.d. ekki nærri eins dugleg að elda góðan mat eins og ég var áður, það stafar sennilega af því að krakkarnir vilja ekkert svona framandi eða öðruvísi og ekki nennir maður að gera einhverjar tilraunir bara til að fá einhvern svip frá þeim. Auk þess er ég komin með konu sem kemur á tveggja vikna fresti og þrífur hjá mér, alveg frábært.
Aftur á móti geri ég orðið ýmsa hluti sem kallinn var vanur að gera áður, ég sagði reyndar um daginn að sumt af þessu hefði ég aldrei "fengið" að gera því ég myndi ekki gera þetta eins vel eða á sama hátt og kallinn. Ég er t.d. búin að bóna bílinn minn nokkrum sinnum, einnig tók ég mig til núna um helgina og bar á sólpallinn hjá mér, en ég er með uþb. 30 fm. stóran pall og það er skjólveggur allan hringinn. Ég bar á gólfið á sólpallinum á laugardag og aðra umferð í gær, auk þess sem ég bar á allt ytra byrði skjólveggsins.
Aftur á móti geri ég orðið ýmsa hluti sem kallinn var vanur að gera áður, ég sagði reyndar um daginn að sumt af þessu hefði ég aldrei "fengið" að gera því ég myndi ekki gera þetta eins vel eða á sama hátt og kallinn. Ég er t.d. búin að bóna bílinn minn nokkrum sinnum, einnig tók ég mig til núna um helgina og bar á sólpallinn hjá mér, en ég er með uþb. 30 fm. stóran pall og það er skjólveggur allan hringinn. Ég bar á gólfið á sólpallinum á laugardag og aðra umferð í gær, auk þess sem ég bar á allt ytra byrði skjólveggsins.
sunnudagur, júní 22, 2008
Meiri fótbolti!!
Jesss...
Jæja Spánverjarnir unnu Ítalina, ég hefði reyndar viljað sjá Spánverjana vinna þetta í venjulegum leiktíma. Annars hafa allir þessir leikir síðustu daga verið alveg ferlega spennandi en endað illa nema leikurinn í dag.
Þetta reyndar einfaldra fyrir mig, nú þarf ég bara að halda með Spánverjunum, Hollendingarnir og Portúgalirnir eru dottnir úr keppni.
Viva Espana!
fimmtudagur, júní 19, 2008
Slæmur dagur !
Er hér að horfa á EM. Þetta er alveg ferlegt með Þjóðverjana, alltaf þurfa þeir að gera það sem þarf og sko ekki þumlungi meira. Á þessari stundu eru þeir að leggja Portúgalina, eins og Portúgalirnir eru sætir hmmm....
Sko þessi dagur var frekar slæmur, ekki nóg með að Portúgalirnir skyldu tapa, heldur fór ég fyrr úr vinnunni til að horfa á strákinn minn synda í Reykjanesbæ, keyrði alla leið suðreftir, lenti þar í smá ákeyrslu þannig að ég missti af honum synda. Er ég kom heim fann ég svo hvergi lyklana af húsinu mínu þannig að ég endaði með að senda Skottið inn um glugga til að opna fyrir okkur.
Alveg ferlegur dagur, vonandi verður morgundagurinn betri.
Sko þessi dagur var frekar slæmur, ekki nóg með að Portúgalirnir skyldu tapa, heldur fór ég fyrr úr vinnunni til að horfa á strákinn minn synda í Reykjanesbæ, keyrði alla leið suðreftir, lenti þar í smá ákeyrslu þannig að ég missti af honum synda. Er ég kom heim fann ég svo hvergi lyklana af húsinu mínu þannig að ég endaði með að senda Skottið inn um glugga til að opna fyrir okkur.
Alveg ferlegur dagur, vonandi verður morgundagurinn betri.
miðvikudagur, júní 18, 2008
"Birna Bjarnadóttir"
Jæja, það gekk annar ísbjörn á land á Skaga, þannig að það er spurning hvort þurfi ekki að fljúga yfir Strandirnar og Hornstrandirnar til að leita að ísbjörnum áður en öllu "brjálaða" göngufólkinu verður hleypt þangað.
En mér fannst soldið gaman að öllu "leikritinu" sem sett var upp til að sýna heiminum að það búi ekki bara villimenn hérna og svo hafði drápið á fyrra dýrinu slæm áhrif á framboð okkar til Öryggisráðsins, það má nú ekki gerast. Jæja vonandi höfum við nú getað bjargað andlitinu í bili.
"Bjarnarknús"
En mér fannst soldið gaman að öllu "leikritinu" sem sett var upp til að sýna heiminum að það búi ekki bara villimenn hérna og svo hafði drápið á fyrra dýrinu slæm áhrif á framboð okkar til Öryggisráðsins, það má nú ekki gerast. Jæja vonandi höfum við nú getað bjargað andlitinu í bili.
"Bjarnarknús"
sunnudagur, júní 15, 2008
Húsdýragarðurinn
Fór í Húsdýra- og fjölskyldugarðinn í dag með Skottið. Það var mjög gaman, mér finnst ofsalega góð hugmynd á bak við þetta og krökkunum finnst þetta mjög spennandi stórum sem smáum. Eina sem mér fannst er að sumir hlutar af garðinum eru orðnir gamlir og sjúskaðir. T.d. var ekki hægt að sjá í gegn um glerið fyrir skít þegar maður ætlaði að kíkja á minkana. Þannig að það mætti alveg taka suma hluta þarna í gegn. Þetta er alveg svaka skemmtilegt og flott svæði fyrir krakka á öllum aldri.
Við fengum okkur vöfflur og súkkulaði og hvoru tveggja var mjög gott, þannig að ég get eindregið mælt með sunnudegi í Laugardalnum. Fór í vikunni og fékk mér hádegismat á Café Flóra og maturinn þar var alveg yndislegur þannig að Laugardalurinn er "inn" hjá mér þessa dagana.
föstudagur, júní 13, 2008
Útskýring á "markaðssetningu"!
Fékk sent áðan svona lista yfir hinar ýmsu leiðir markaðssetningarinnar, kannski betra að hafa þetta í huga svona fyrir okkur einhleypu stelpurnar:
*Þú sérð flottan mann í partýi. Þú ferð upp að honum og
segir, "Ég er frábær í rúminu."
Þetta er bein markaðssetning.
*Þú ert í partýi með fullt af vinum og sérð flottan mann. Einn af vinum
þínum fer upp að honum,bendir á þig og segir, "hún er frábær í rúminu."
Þetta er auglýsing.
*Þú ert í partýi og sérð flottan mann. Þú labbar upp að honum, færð
símanúmerið hans, hringir í
hann daginn eftir og segir, "Hæ, ég er frábær í rúminu."
Þetta er símamarkaðsetning.
*Þú ert í partýi og sérð flottan mann, þú lagar til fötin þín, labbar upp
að honum og réttir honum
glasið þitt og segir við hann, "Fyrirgefðu, má ég"? Lagar bindið hans,
nuddar brjóstunum létt
utan í hann og segir, "Ó á meðan ég man, ég er frábær í rúminu."
Þetta eru almannatengsl.
*Þú ert í partýi og sérð flottan mann. Hann labbar upp að þér og segir,
"Ég hef heyrt að þú sért frábær í rúminu."
Þetta er þekkt vörumerki.
*Þú ert í partýi og sérð flottan mann. Hann langar í þig en þú færð hann
til að fara heim með vinkonu þinni.
Þetta er söluorðspor.
*Vinkona þín getur ekki fullnægt honum, svo hann hringir í þig.
Þetta er tækniaðstoð.
*Þú ert á leið í partý þegar þú uppgötvar að það gætu verið flottir menn
í öllum þessum húsum sem þú ert að labba framhjá.
Svo þú klifrar upp á þakið á einu af þessum húsum, sirka í miðjunni
og öskrar úr þér lungun, "Ég er frábær í rúminu."
Þetta er ruslpóstur.
*Þú sérð flottan mann í partýi. Þú ferð upp að honum og
segir, "Ég er frábær í rúminu."
Þetta er bein markaðssetning.
*Þú ert í partýi með fullt af vinum og sérð flottan mann. Einn af vinum
þínum fer upp að honum,bendir á þig og segir, "hún er frábær í rúminu."
Þetta er auglýsing.
*Þú ert í partýi og sérð flottan mann. Þú labbar upp að honum, færð
símanúmerið hans, hringir í
hann daginn eftir og segir, "Hæ, ég er frábær í rúminu."
Þetta er símamarkaðsetning.
*Þú ert í partýi og sérð flottan mann, þú lagar til fötin þín, labbar upp
að honum og réttir honum
glasið þitt og segir við hann, "Fyrirgefðu, má ég"? Lagar bindið hans,
nuddar brjóstunum létt
utan í hann og segir, "Ó á meðan ég man, ég er frábær í rúminu."
Þetta eru almannatengsl.
*Þú ert í partýi og sérð flottan mann. Hann labbar upp að þér og segir,
"Ég hef heyrt að þú sért frábær í rúminu."
Þetta er þekkt vörumerki.
*Þú ert í partýi og sérð flottan mann. Hann langar í þig en þú færð hann
til að fara heim með vinkonu þinni.
Þetta er söluorðspor.
*Vinkona þín getur ekki fullnægt honum, svo hann hringir í þig.
Þetta er tækniaðstoð.
*Þú ert á leið í partý þegar þú uppgötvar að það gætu verið flottir menn
í öllum þessum húsum sem þú ert að labba framhjá.
Svo þú klifrar upp á þakið á einu af þessum húsum, sirka í miðjunni
og öskrar úr þér lungun, "Ég er frábær í rúminu."
Þetta er ruslpóstur.
fimmtudagur, júní 12, 2008
Meiri fótbolti!
Fréttir dagsins!
Það eru tvær fréttir sem ég þarf endilega að tjá mig um í dag. Önnur er gleðileg, en það er fréttin um George Clooney sem ekki vildi að kærastan færi í brjóstastækkun og hætti bara með henni fyrir bragðið. Bæði er hún gleðileg á þann hátt að nú er hann Clooney á lausu og svo vill hann original brjóst sem er bara jákvætt. Hvort svo sem er eitthvað til í þessari frétt eða ekki ætla ég ekki að tjá mig um.
Hin fréttin er hmmm... hvað skal ég segja:
Kynþokkafullar konur fá minna í launaumslagið
Ný bandarísk rannsókn sýnir að konur sem klæða sig djarflega í stutt pils og fleygna kjóla og daðra mikið á vinnustaðnum fá minni laun en þær konur sem láta slíkt vera.
Þrír prófessorar við háskólann í Tulane stóðu að rannsókn þessari. Þeir spurðu 164 konur á frambraut spurninga á borð við hvort viðkomandi gengi um í styttri pilsum en gengur og gerist og hvort viðkomandi daðraði við vinnufélaga sína.
Í ljós kom að þær konur sem reyndu að vera sem kynþokkafyllstar á vinnustað, í klæðaburði og fasi, höfðu aðeins fengið tvær stöðuhækkanir að meðaltali. Konurnar sem létu þetta alveg vera höfðu hinsvegar fengið þrjár stöðuhækkanir að meðaltali.
Og hvað launin varðar, munaði nærri 2 milljónum króna á árslaunum þessara hópa, þeim kynþokkafullu í óhag.
Sko þessa frétt er hægt að skilja á tvo vegu, annars vegar gleðilega þannig að daður og gærulegur klæðnaður sé ekki til framdráttar þegar kemur að vinnu eða hins vegar að konur með há laun séu alls ekki kynþokkafullar........
p.s. varð bara að hafa mynd af honum Clooney sem titil fyrir bloggið.
miðvikudagur, júní 11, 2008
Nýtt frábært fyrirtæki
Fyrir nokkru var kynnt sameining fjögurra verkfræðistofa. Þetta eru Línuhönnun, AFL, RTS og Verkfræðistofa Suðurlands. Þetta eru allt mjög vel rekin fyrirtæki og hafa verið að gera það gott, ekki síst í útrásinni. Árið 2010 munu svo þessi fyrirtæki sameinast á einum stað sem verður í Tæknigörðum í Vatnsmýrinni. Sjá mynd af því hérna fyrir neðan.
Nú vantar nafn á "barnið" og óska ég hérmeð eftir því að þeir sem lesi þetta blogg komi með a.m.k. eina tillögu hver fyrir 18. júní. Þetta þarf að vera þjált og gott nafn, helst þarf það að geta gengið bæði hérlendis og erlendis.
þriðjudagur, júní 10, 2008
Fótbolti!
Ég sat í gær alveg límd við kassann og horfið á leik Hollands og Ítalíu í evrópukeppninni, mikið svakalega var þetta skemmtilegur leikur. Ég horfi annars ekki mikið á fótbolta og á ekkert uppáhaldslið í ensku (en það er nú líka til að halda heimilisfriðinn), en ég hef ávallt fylgst með svona stærri keppnum eins og EM og HM og hef horft á marga leiki þar.
Ég var reyndar búin að spá Spánverjum sigurinn í ár, en það er líka af því að manni finnst þeir eigi það skilið, alltaf verið væntingar til þeirra en þeir ekki staðið undir þeim. Ég ber líka ákveðnar taugar til Spánverja síðan ég bjó þar í eitt ár sem skiptinemi fyrir afskaplega mörgum árum.
En í gær hélt ég með Hollenginum, mér hefur alltaf fundist Ítalirnir spila frekar leiðinlegan bolta þó þeir hafi verið góðir á síðust HM keppni. Ég er eiginlega að vona að Holland vinni þetta í ár, mikið afskaplega spiluðu þeir skemmtilegan bolta. En Spánn spilar sinn fyrsta leik í dag og það verður gaman að sjá hvort þeir eigi roð í Hollendingana, allavega þegar kemur að mér sem áhangenda hehehe...
Áfram Spánn (í dag) en annars Holland!
mánudagur, júní 09, 2008
Til hamingju Hanna Birna!
Loksins "fattaði" Villi þetta, hann átti auðvitað að vera löngu búinn að stíga niður en OK.
Ég hef alltaf haft góða trú á stelpunum í Borgarstjórnarflokki Sjálfstæðis- flokksins. Mér hefur reyndar fundist konurnar í Sjálfstæðisflokknum einhvern vegin hafa látið troða á sér. þetta eru frábærar konur og mjög sterkir persónuleikar, en um leið og þær komast á Alþingi þá er bara eins og þær séu orðnar "hlýðnar eiginkonur". Þær láta ekki heyrast hátt í sér og eru ávallt sammála "eiginmanninum", segja aldrei neitt sem brýtur í bága við skoðun Flokksins og fá aldrei að komast á toppinn, í mesta lagi í "varasætið", fá að vera "hægri höndin". Þetta hefur farið óendanlega í taugarnar á mér, en þetta hefur ekki loðað eins við Borgarstjórnina eða aðrar bæjarstjórnir, þar fá þær áfram að vera þær sjálfar og fá að segja sína skoðun.
Ég er allavega ánægð með Hönnu Birnu, fannst hún soldill fýlupoki, en síðasta árið hefur hún komið mjög sterk fram og eiginlega eina manneskjan í Borgarstjórnarflokki Sjálfstæðismanna sem getur horft stolt í spegil á morgnana. Dettur helst í hug að hún hafi fengið sér "ímyndarhönnuð" til að aðstoða sig, þvílík er breytingin.
áfram stelpur
sunnudagur, júní 08, 2008
Leikhúsið-Dauðasyndir
Fór í leikhúsið á föstudag sá "Dauðasyndirnar". Mikið var þetta skemmtileg sýning og get ég svo sannarlega mælt með henni. Það var gaman að koma inn í salinn og fá höfðinglegar móttökur, ekki skemmdi fyrir að einn af leikurunum er góð vinkona mín og fékk ég knús og allt þegar ég kom. Alveg frábært. Það var ótrúlegt að sjá hvernig þetta er sett upp, ekki er nú verið að hafa leikmyndina flókna, fólst aðallega í hring af sandi sem var settur á gólfið. Alveg frábærlega útfært, svo rugluðust leikararnir og þá var bara gert grín að því hehehe....
En í framhaldi af sýningunni fór ég að spá í hverjar dauðasyndirnar væru og fann það á háskólavefnum að þær eru hroki, öfund, reiði, leti, ágirnd, ofát og losti. Ég veit það ekki, manni finnst þetta kannski ekkert voðalega alvarlegar syndir, allavega eru þær ekki eins alvarlegar og brjóta boðorðin 10 finnst mér. Ég held að flest okkar hafi fundið fyrir þessum tilfinningum einhvern tímann og ég held að allir Íslendingar stríði við ofát annað slagið. Þannig að ég held að ég sé nú ekki ein um það að vera örugglega á leið til helvítis eftir þetta annars ágæta jarðlíf hmmm.....
sjáumst þar....
laugardagur, júní 07, 2008
Kvennahlaupið
föstudagur, júní 06, 2008
"Björn Bjarnason"
Já, blessuð sé minning hans Bjössa, allir voða hissa á því að ekki skuli vera til "viðbragðsáætlun" þegar ísbirnir ganga á land hehehehe... það gerðist síðast fyrir 20 árum! Auðvitað átti að skjóta dýrið, ég held að annað hefði bara verið rugl. Hvað haldiði að það hefði kostað að fljúga með björnin sofandi til Grænlands í þyrlu, allavega nokkrar millur og svo hefði þjóðin fylgst með þessum nýja Íslandsvini því auðvitað hefði verið sett á hann GPS staðsetningartæki Þjóðin hefði svo grátið í kór þegar einhver Grænlendingurinn hefði skotið hann í sjálfsvörn!!
Menn fara alveg hamförum í þessu öllu saman. Reyndar var það frekar klaufalegt að láta birta af sér myndir í öllum fjölmiðlum stillandi sér upp eins og einhverjum hetjum með blóðrautt greyjið liggjandi fyrir framan sig. Pínu asnalegt, spurning um rétt PR.
Bjössakveðjur
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)