fimmtudagur, júní 19, 2008

Slæmur dagur !

Er hér að horfa á EM. Þetta er alveg ferlegt með Þjóðverjana, alltaf þurfa þeir að gera það sem þarf og sko ekki þumlungi meira. Á þessari stundu eru þeir að leggja Portúgalina, eins og Portúgalirnir eru sætir hmmm....

Sko þessi dagur var frekar slæmur, ekki nóg með að Portúgalirnir skyldu tapa, heldur fór ég fyrr úr vinnunni til að horfa á strákinn minn synda í Reykjanesbæ, keyrði alla leið suðreftir, lenti þar í smá ákeyrslu þannig að ég missti af honum synda. Er ég kom heim fann ég svo hvergi lyklana af húsinu mínu þannig að ég endaði með að senda Skottið inn um glugga til að opna fyrir okkur.

Alveg ferlegur dagur, vonandi verður morgundagurinn betri.

Engin ummæli: