Já nú er einkasonurinn og elsta barnið mitt ekki lengur barn í lagalegum skilningi, hann varð fullorðinn í dag, með sjálfræði og fjárræði, má gera allt nema kaupa áfengi. Hmmmm.... mikið fannst manni maður sjálfur vera fullorðinn á þessum árum, maður gat allt, já og gerði hehehe...
En ég man það eins og það hafi gerst í gær þegar sonurinn fæddist, auðvitað gleyma mæður aldrei þeirri upplifun að fæða barn, en ég held að það sé samt einstök upplifun svona að eiga fyrsta barn. Þó þetta hafi verið mikið basl og gengið illa, þá gleymdist það einhvern veginn allt saman þegar ég fékk hann í fangið...
Hann var eldrauður, með mikið svart hár og fremst á enninnu snérist hárið í svona hvirfil, það var svona hrikalegur sveipur á greyinu... hehehe... þessi sveipur hefur svo sem oft verið til umræðu og mikið verið hlegið að honum, sérstaklega í seinni tíð, enda stöðugt til vandræða... hehehe...
Svo grét hann allar nætur fyrstu 6 mánuðina.. já ýkjulaust, hann byrjaði á miðnætti og grét til fjögur á morgnana... þá sofnuðum við mæðginin útkeyrð og sváfum til hádegis...
En í dag er þessi ungi maður stolt foreldra sinna og ég held að við höfum bara skilað af okkur ágætis verki hehehe....
Og auðvitað finnst mér hann vera sætasti strákur í heimi...
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
hann er flottur strákur - til hamingju með hann elsku vinkona
Kveðja Madda
Skrifa ummæli