mánudagur, júlí 27, 2009
Sumarfrí með trompi.
Er búin að vera í 2ja vikna sumarfríi og það rættist aldeilis úr því. Var á Patró í tæpa viku með yndislegu fólki. Við skoðuðum alveg fullt þarna sem ég hef aldrei séð áður og var þetta mjög svo skemmtileg ferð, kíktum á Látrabjarg þar sem lundarnir heilsuðu uppá okkur, byggðasafnið að Hnjóti, drukkum kaffi fyrir utan Breiðuvík hina alræmdu, fórum í Selárdal þar sem safn Samúels Jónssonar er og Uppsalir hans Gísla, fórum á Rauðasand og létum Evu Maríu sjónvarpskonu með meiru baka ofan í okkur vöfflur, gengum að Sjöunduá, sem fjallað er um í Svartfugli Gunnars Gunnarssonar, fórum að Dynjanda og að Hrafnseyri þar sem Jón Sigurðsson frelsishetja okkar Íslendinga ólst upp.
Seinni vikuna var ég í bænum, fór í Spa með vinkonu minni sem gifti sig um helgina, fór í Húsdýragarðinn, gerðist túristi í Hafnarfirði og fór í Nauthólsvík og á víkingasafnið í Perlunni (mjög flott). Frábærir dagar, en nú er vinnan tekin við aftur svona allavega þessa vikuna.
mánudagur, júlí 20, 2009
Kreppa!
Við Skottan vorum í ferðalagi með mömmu og pabba alla síðustu viku og það komu upp ýmis skemmtileg mál, m.a. var rætt um íbúðakaup. Þá kemur í Skottunni minni "já en ekki í kreppu mamma mín" svona með móðurlegum tón.
Amma greip boltann á lofti og spurði Skottuna hvað kreppa væri eiginlega og ekki stóð á svörum frá henni. "Það er þegar bankarnir eru tómir"!
Amma greip boltann á lofti og spurði Skottuna hvað kreppa væri eiginlega og ekki stóð á svörum frá henni. "Það er þegar bankarnir eru tómir"!
mánudagur, júlí 06, 2009
Borða, biðja, elska
Já ég er þó allavega búin að afreka það að klára bókina Borða, biðja, elska, sem mín kæra vinkona lánaði mér.
Bókin er bara yndisleg, hún skiptist í 3 hluta þar sem fráskilin konan fer í sjálfsleit í heilt ár (hmmm... já ef maður hefði nú efni á því og ég tali nú ekki um ef maður ætti ekki börn sem taka þyrfti tillit til, þá væri þetta auðvitað draumaleiðin til að vinna sig útúr skilnaði hehehe....). Hún ákveður að eyða nokkrum mánuðum á Ítalíu, þar sem hún nýtur svona lystisemda lífsins, talar mikið og borðar góðan mat og spáir ekkert í línurnar hmmm... Svo fer hún til Indlands í svona jóga- og heilunarsetur þar sem hún stundar hugleiðslu tímunum saman og borðar lítið og það sem hún borðar er heilnæmt grænmetisfæði og lifir meinlætislífi. Í síðasta hluta bókarinnar fer hún til Balí og kynnist yndislegu fólki og verður ástfangin.
Ég fílaði fyrsta og síðasta kaflan best, held ég sé alltof góð við sjálfa mig til að geta sett mig í spor einhverra svona meilætalifnaðar og hugleiðslu, en matur og ástir.. það er ég sko....
Áætlanir um sumarfrí....
Jahá, það mætti halda að bloggið mitt væri komið í sumarfrí, svo löt hef ég verið við þetta. Sumarið er auðvitað löngu byrjað og ég ekki enn komin í sumarfrí. Smám saman er nú samt að koma mynd á það sem mig langar að gera er ég byrja í fríinu um næstu helgi. Ég byrja á einni helgi í veiði, svo koma virku dagarnir, ætla nú eitthvað að vera í bænum og láta þetta bara ráðast soldið.
Ég á þennan fína tjaldvagn en hann er þannig gerður að það þarf tvo fullorðna til að tjalda honum og ekki fer Gelgjan með því hún er að vinna. Ég sagði nú um daginn að ég ætlaði nú bara að mæta á tjaldstæðin og setja upp svona "hjálparvana einstæð móðir" svipinn og fá einhvern myndarlegan mann til að hjálpa mér við að tjalda hehehe.... Svo er hin leiðin en það er að taka bara skátann á þetta og fara bara með lítið tjald sem ég get tjaldað sjálf hmmm...
En svo er ég mikið búin að spá í að fara með skátahópnum á Hornstrandir í ágúst, jú ég er eiginlega alveg á því að skella mér með, en meira um það síðar, enda alveg mánuður í það.
Ég á þennan fína tjaldvagn en hann er þannig gerður að það þarf tvo fullorðna til að tjalda honum og ekki fer Gelgjan með því hún er að vinna. Ég sagði nú um daginn að ég ætlaði nú bara að mæta á tjaldstæðin og setja upp svona "hjálparvana einstæð móðir" svipinn og fá einhvern myndarlegan mann til að hjálpa mér við að tjalda hehehe.... Svo er hin leiðin en það er að taka bara skátann á þetta og fara bara með lítið tjald sem ég get tjaldað sjálf hmmm...
En svo er ég mikið búin að spá í að fara með skátahópnum á Hornstrandir í ágúst, jú ég er eiginlega alveg á því að skella mér með, en meira um það síðar, enda alveg mánuður í það.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)