mánudagur, júlí 06, 2009
Borða, biðja, elska
Já ég er þó allavega búin að afreka það að klára bókina Borða, biðja, elska, sem mín kæra vinkona lánaði mér.
Bókin er bara yndisleg, hún skiptist í 3 hluta þar sem fráskilin konan fer í sjálfsleit í heilt ár (hmmm... já ef maður hefði nú efni á því og ég tali nú ekki um ef maður ætti ekki börn sem taka þyrfti tillit til, þá væri þetta auðvitað draumaleiðin til að vinna sig útúr skilnaði hehehe....). Hún ákveður að eyða nokkrum mánuðum á Ítalíu, þar sem hún nýtur svona lystisemda lífsins, talar mikið og borðar góðan mat og spáir ekkert í línurnar hmmm... Svo fer hún til Indlands í svona jóga- og heilunarsetur þar sem hún stundar hugleiðslu tímunum saman og borðar lítið og það sem hún borðar er heilnæmt grænmetisfæði og lifir meinlætislífi. Í síðasta hluta bókarinnar fer hún til Balí og kynnist yndislegu fólki og verður ástfangin.
Ég fílaði fyrsta og síðasta kaflan best, held ég sé alltof góð við sjálfa mig til að geta sett mig í spor einhverra svona meilætalifnaðar og hugleiðslu, en matur og ástir.. það er ég sko....
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
hahaha þú ert yndisleg og við vegum hvor aðra vel upp - Indland var minn uppáhaldshluti, kannski við bara förum saman í svona ferð og prófum þetta á eigin skinni, KV Maddamamma
Skrifa ummæli