mánudagur, júlí 27, 2009
Sumarfrí með trompi.
Er búin að vera í 2ja vikna sumarfríi og það rættist aldeilis úr því. Var á Patró í tæpa viku með yndislegu fólki. Við skoðuðum alveg fullt þarna sem ég hef aldrei séð áður og var þetta mjög svo skemmtileg ferð, kíktum á Látrabjarg þar sem lundarnir heilsuðu uppá okkur, byggðasafnið að Hnjóti, drukkum kaffi fyrir utan Breiðuvík hina alræmdu, fórum í Selárdal þar sem safn Samúels Jónssonar er og Uppsalir hans Gísla, fórum á Rauðasand og létum Evu Maríu sjónvarpskonu með meiru baka ofan í okkur vöfflur, gengum að Sjöunduá, sem fjallað er um í Svartfugli Gunnars Gunnarssonar, fórum að Dynjanda og að Hrafnseyri þar sem Jón Sigurðsson frelsishetja okkar Íslendinga ólst upp.
Seinni vikuna var ég í bænum, fór í Spa með vinkonu minni sem gifti sig um helgina, fór í Húsdýragarðinn, gerðist túristi í Hafnarfirði og fór í Nauthólsvík og á víkingasafnið í Perlunni (mjög flott). Frábærir dagar, en nú er vinnan tekin við aftur svona allavega þessa vikuna.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli