Við Skottan vorum í ferðalagi með mömmu og pabba alla síðustu viku og það komu upp ýmis skemmtileg mál, m.a. var rætt um íbúðakaup. Þá kemur í Skottunni minni "já en ekki í kreppu mamma mín" svona með móðurlegum tón.
Amma greip boltann á lofti og spurði Skottuna hvað kreppa væri eiginlega og ekki stóð á svörum frá henni. "Það er þegar bankarnir eru tómir"!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli