fimmtudagur, febrúar 18, 2010

Svörtuloft

Ætla að halda áfram hér með bókarýnina, eða þannig, þetta er nú kannski meira svona listi og upprifjun fyrir mér hvaða bækur ég hef verið að lesa. 
Ég fékk Svörtuloft hans Arnaldar Indriðasonar í jólagjöf og húrra.... Nú held ég að ég sé örugglega búin að lesa allar bækurnar hans Arnaldar og mér fannst þessi best.  Jú stórt sagt og allt það, en hún hélt mér í spennu þar til yfrlauk og það tók ekki langan tíma.  Hún er fyndin og margar smellnar lýsingar í henni. 
Þarna blandast saman eiginlega 3 mismunandi ótengd mál.  Morgunblaðsstuldurinn mikli, saga ógæfumannsins og sagan um fjárkúgunina og morðið.
Allavega ef ég væri með stjörnukerfi frá 1-5 fengi þessi allavega 4,5.

miðvikudagur, febrúar 17, 2010

Horfðu á mig

Ég fékk bókina "Horfðu á mig" eftir Yrsu Sigurðardóttur í jólagjöf.  Ég hef áður aðeins lesið eina bók eftir Yrsu og hét sú "Þriðja táknið", ég veit það ekki ég var ekkert voðalega hrifin af henni, en þessi bók þ.e. þessi nýja er allt öðru vísi og miklu, miklu betri.  Allavega náði hún mér alveg og mér finnst Yrsu ganga snilldarlega að segja eiginlega tvær sögur í einni og ná að flétta þeim svo saman í restina.  Hún greip mig allavega og las ég hana í einum grænum.  Mæli með henni við fólk sem hefur áhuga á glæpasögum sem gerast í nútímanum.  Þarna er Þóra að rannsaka mál sem gerist á sambýli fyrir fatlaða og um leið fléttar hún saman við þá sögu draugasögu úr Mosó...  Allavega góð útkoma, til hamingju Yrsa.

þriðjudagur, febrúar 16, 2010

Out Stealing Horses

Ég ætla að reyna að halda áfram með bókagagnrýnina mína hérna og fjalla aðeins um jólabækurnar og þær bækur sem ég hef lesið undanfarnar vikur.  Fyrsta las ég "Out stealing horses" sem er eftir norskan höfund, Per Petterson, ég keypti hana reyndar á meðan ég var úti í Bergen en kaldhæðni örlaganna olli því að ég keypti hana á ensku en ekki norsku.  Þessi bók er soldið langdregin og þung, þó ekki sé hún löng eða þykk.  Hún  náði mér allavega ekki alveg þó hún væri afskaplega falleg og náttúrulýsingarnar góðar í henni.  Kannski er ég bara orðin svona spennufíkill og það gengur ekkert fyrir mig að lesa einhverjar svona hámenningarlegar bókmenntir hmmm....  Þetta er margverðlaunuð bók og að mörgu leyti mjög svona djúp þegar maður pælir í því.  Hvað fær mann, sem er vanur öllum þægindum nútímalífs, til að flytja útí skóg og búa einn langt frá öllum og öllu, þar sem hann þarf að hafa áhyggjur af því að hafa eldivið og hvernig hann eigi að geta hreyft bílinn ef snjóar.....  smátt og smátt kemst maður að hverju maður er að leita, hann er að leita að rónni og friðinum og einsemdinni, en er í raun ekki einmanna....
En allavega hún var svo sem góð þegar upp var staðið en mér hefur bara sjaldan gengið jafnilla að komast í gegn um eina bók sko....

mánudagur, febrúar 15, 2010

Febrúarblogg

Æji, ég er ekki nógu dugleg í þessu bloggi.  Skrítið hvað þarf lítið til að slá mann útaf laginu.  Ég sem á erfitt með að slappa af og er oftast á fullri ferð er bara búin að vera í "slow motion" þetta árið.  Byrjaði árið á því að fara í hnékrossbandaaðgerð á afmælisdaginn minn semsagt fyrst í janúar og er bara búin að vera í mínus síðan.  Fór ekkert í vinnu í tæpar tvær vikur og hóf svo vinnu á hálfum dampi, og ég meina það hvert fór þrekið mitt og orkan...   bara púff....  sé að ég þarf greinilega að fara að vinna markvisst að því að bæta mig fyrir sumarið, en samt er það takmörkunum háð, þar sem ég má ekki vera fullri ferð strax....  Jæja, ekkert svona grát og volæði, þetta er bara á uppleið núna, sólin fer að hækka á lofti og lífið blasir við mér.....